Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 31
MÁGKONAN MÍN, SEM DÓ.
25
sokkinn, að verða að draga fram lífið við jafn
sálarlaust starf og það, að brýna nálarodda.
Jeg var í djúpum hugleiðingum, og fyrir
hugarsjónum mínum rann upp mynd af skugga-
legri braut, er jeg ætti fyrir höndum að ganga.
Dæmi Barbels grópaðist djúpt í sál mína.
Þegar heim kom, sagði jeg konu minni sög-
una um Barbel vin minn. Hún hlýddi á frá-
sögnina með athygli og viknaði við.
»Jeg er hrædd um það,« sagði hún, »að ef
efnahagur okkar breyjist ekki brátt til batnaðar,
þá neyðumst við til að kaupa okkur tvo litla
hverfisteina. Þú veist að jeg get hjálpað þjer
við þesskonar störf.«
Við sátum lengi, og Ijetum okkur dettá ýms
ráð í hug. Jeg hjelt, að jeg þyrfti ekki að fara
strax að semja um nálabrýnslu; en einhverja
leið varð jeg að finna, til að afla fjár, ef við
ættum ekki að deyja úr hungri. Auðvitað datt
mjer það fyrst í hug, að hugsanlegt væri að
jeg gæti komist að einhverju starji; en, fyrir
utan það, hverjum erfiðleikum það var bundið,
að fá arðvæna atvinnu við störf, sem jeg var
með öllu óvanur, þá hikaði jeg mjög við það,
af eðlilegum ástæðum, að hverfa frá starfi, scm
jeg hafði kostað kapps um að búa mig undir,
og hafði valið mjer að lífsstarfi. Mjer mundi
falla það þungt, að fleygja frá mjer pennanum
fyrir fult og alt, og byrgja undir blekbyttu-
lokinu allar þær fögru myndir, sem jeg hafði
sjeð speglast í sljettum blekfletinum. Við rædd-
Um saman og rjeðum ráðum okkar, það sem
eftir var dagsins, og langt fram á nótt, en við
komumst ekki að neinni niðurstöðu um það,
hvað mjer mundi hollast að reyna.
Daginn eftir afrjeð jeg að heimcækja ritstjór-
ann að tímaritinu, sem jeg hafði átt mest skifti
við, meðan betur bljes. Jeg skýrði honum
hreinskilnislega frá ástandi mínu, og bað hann
ráða. Ritstjórinn var góður maður, og hafði
altaf verið mjer vinveittur. Hann hlýddi með
athygli á það, sem jeg sagði honum, og fann
auðsjáanlega til með mjer í vandræðum mínum.
»Eins og jeg skrifaði yður,« sagði hann,
»var ástæðan fyrir því, að við birtum ekki
handritin, sem þjer senduð okkur, einungis sú,
að með þeim munduð þjer hafa brugðist þeim
háu vonum, sem fólkið hafði gert sjer um
yður. Við höfum fengið hvert brjefið á fætur
öðru, með fyrirspurnum um það, hvenær eigi
að koma aftur önnur eins saga og »Mágkonan
mín, sem dó«. Okkur fanst, og okkur finst
það enn, að það væri rangt að leyfa yður að
rífa niður borgina, sem þjer höfðuð sjálfur
reist. En,« bætti hann við brosandi, »það er
svo sem augljóst, að frægðin, sem hefir með
rjeltu fallið yður í skaut, kemur yður að litlu
haldi, ef þjer sveltið í hel á sömu stundu sem
frjóvgandi geislarnir hennar eru svo að segja
að byrja að falla á yður.«
»Geislar þeirrar frægðar eru ekki frjóvgandi,*
svaraði jeg. »Þeir hafa sviðið mig og sogið
allan lífskraftinn úr mjer.«
»Hvernig litist yður á,« sagði ritstjórinn,
eftir stundarumhugsun, »að leyfa okkur að gefa
út þessar sögur, sem þjer hafið samið upp á
síðkastið, undir einhverju dulnefni? Það mundi
gera okkur ánægða, og fólkið, sem les ritið,
það gæfi yður peninga í aðra hönd, en varp-
aði engum skugga á frægð yðar.«
Fagnandi greip jeg hönd þessa drenglund-
aða manns, og tók hiklaust tilboði hans. »Að
vísu,« sagði jeg, »er frægðin góð, en engin
frægð getur þó komið í stað matar og fata;
og jeg samþykki það fúslega, að sökkva nafn-
inu mínu, sem er búið að fá á sig altof mik-
inn Ijóma, í gleymskunnar djúp, og koma svo
fram fyrir almenning, sem nýr og óþektur rit-
höfundur.«
»Jeg vona að það þurfi ekki að verða lengi,«
sagði hann, »því jeg er viss um, að þjer eigið
eftir að skrifa sögur, alveg eins góðar og
»Mágkonan mín, sem dó.«
Öll handrilin, sem jeg átti, sendi jeg nú til
ritstjórans, vinar míns, og þau birtust svo smátt
og smátt í riti hans, undir nafninu Jón Darm-
stadt. Jeg gerði svipaða samninga við aðra
útgefendur, og Jón Darmstadt fjekk nú alt lofið
fyrir það, sem jeg skrifaði. Ástæður okkar
urðu nú þolanlegar, og við einstöku tækifæri
4