Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 22
16 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Og samt var til einn reikningur, sein enginn hafði nokkra hugmynd um; það var reikningur sendiherraskrifarans. Pann reikning hafði eng- in mannleg vera augum litið; sumir hjeldu, að hann hlyti að vera í rauðu bókinni konsúlsins, en aðrir hjeldu, að hann væri alls ekki til. Brjefaviðskiftin við sendiherraskrifarann antiaðist eigandi verslunarinnar sjálfur; og það var svo einkennilegt, að aldrei var tekið afrit af þeim brjefum. Skrifstofuþjónarnir brutu oft heilann um þetta, og komust loks að þeirri niðurstöðu, að konsúllinn vildi alls ekki láta neinn komast að því, hvernig viðskiftum Ríkarðs Garmans við verslunina væri varið. Eitt var þó víst, og studdist við margfalda reynslu, — að konsúllinn mat mikils þau brjef, sem komu frá vitaverðinum. Hann las þau á undan öllum öðrum brjefum, og ef einhver kom inn, meðan hann var að lesa þau, lagði hann ávalt pappírsblað ofan á þau. Einu sinni staðhæfði ungur skrifstofuþjónn, að hann hefði sjeð víxla innan í brjefi frá sendiherraskrifaranum. En það þótti ótrúlegt, því það var öllum vitanlegt, að hvérgi var eitt einasta blað með nafni Ríkarðs Garmans í öll- um verslunarskjölunum. Ennþá ótrúlegra var það, sem skrifstofusendillinn sagði einu sinni, þegar brjef kom frá Brattanesi, að þegar hann — sendillinn — kom inn með bankaveskið, þá hefði konsúllinn staðið við peningaskápinn, með brjefið í annari hendinni og tvo víxla í hinni — sótrauður og niðurlútur, eins og hann stæði á öndinni. Fyrst hjelt sendillinn að kon- súllinn hefði fengið slag, en þá — já, nærri má nú geta hvort það var ekki lygi — þá þóttist sendillinn hafa heyrt það greinilega, að konsúllinn — konsúllinn sjálfur — hefði rekið upp skellihlátur alt í einu. Petta gat ekki verið annað en misskilningur, því það vissi þó hvert mannsbarn, að konsúllinn hló aldrei. IV. Gabríel var ekki fyr kominn út úr dyrunum, er hann hafði tilkynt komu föðurbróður síns, en konsúllinn stóð upp og gekk að lyklaskápn- um. Hann tók þar feiknastóran lykil, sem bundinn var við svart trjespjald. Pví næst burstaði hann frakkalöfin, setti hökuna í rjettar skorður í hálsbindinu, greiddi gisna hárið langt fram og gekk svo út úr skrifstofunni. Húsið var stórt og með fornu sniði — langir gangar og stigarnir breiðir. í vestari álmunni voru skrifstofurnar, og var gengið inn í þær um sjerstakar dyr sjávarmegin; að sunn- anverðu voru svefnherbergi fjölskyldunnar og stofur þær, er gengið var um daglega, og vissu gluggar út að garðinum. Á efri hæðinni voru samkonrusalir, danssalur miklll í miðju og rúm- góðar stofur til beggja handa. í þessum stof- um var borðað á sunnudögum, og þegar gestir voru — venjulega í litla salnum að norðvestan, og sást þaðan yfir skipasmíðastöðina og út á fjörðinn. Á þriðju hæð - eða rjettara sagt á efsta loftinu, var fjöldi svefnherbergja og gestaher- bergja í kvistum þeim, er gáfu þakinu svip og lögun. Húsgögnin voru úr gömlu mahogny, með hrosshársábreiðum, skápar háir og dökkmálaðir, og stóðu á þeim skrautskálar, speglarnir voru með gyltum umgjörðum og glerinu skift í tvent; stórir ljósahjálmar voru í stofunum og smálömpum dreift um veggina. Konsúllinn mætti stúlku í ganginum og spurði: »Er sendiherraskrifarinn kominn?* »Herra sendiherraskrifarinn fór upp til frú- arinnar,« svaraði stúlkan; henni veitti dálítið erfitt að nefna þenna langa titil; en hún vissi, að hún varð að nota hann, því konsúllinn mátti aldrei heyra ávarpið »vitavörður«. Frú Garman hjelt venjulega til í rúmgóðu stofunum uppi, þegar heitt var í veðrinu. Hún var með afbrigðum feit kona, og átti í stöð- ugri baráttu við brjóstóhægð og velgju. Hvernig sem á hana var litið, var hún sami ávali fitu- klumpurinn, þjettvafin svörtu silki.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.