Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 28
22 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. sem því fylgdi, bar vott um að ritstjórinn þættist næstum því móðgaður. »Jeg geri það hikandi,« sagði hann, »að hafna handriti frá yður; og þjer getið farið nætri um það, að ef þjer hefðuð sent mjer eitthvað svipað og sagan yðar: »Mágkonan min, sem dó«, þá mundi það hafa verið með þökkum þegið.« Nú sá jeg ekki annað fært en segja konu minni hvernig komið var, og hún varð engu minna undrandi en jeg hafði orðið, en líklega hefir henni fallið það enn þyngra en rnjer. »Við skulum lesa söguna aftur,« sagði hún »og vita hvað að henni er.« Regar lestrinum var lokið, sagði Hypatía: »Hún er alveg eins góð og margar af sögum þeim, sem þú hefir látið birta á prenti, og mjer finst hún mjög skemtileg; en auðvitað er hún ekki eins góð og »Mágkonan mín, sem dó«.« »t*að veit jeg líka,« sagði jeg. •F’egar jeg skrifaði hana, var jeg i hrifningu, sem ekki er hægt að búast við að grípi menn á hverjum degi. En það hlýtur að vera einhver galli á þessari seinni sögu, sem við höfum ekki komið auga á. Ef til vill hefi jeg orðið eitthvað hroð- virkari af öHu lofinu, sem jeg fjekk fyrir hina söguna.« »Ekki held jeg það,« sagði Hypatía. »Hvað sem því líður,« bætti jeg við, »þá ætla jeg að leggja hana til hliðar og byrja á annari nýrri.« Að nokkrum tíma liðnum var jeg búinn að fullgera annað handrit, og sendi það því tíma- ritinu, sem jeg hafði mestar mætur á. Því var haldið í nokkrar vikur, en svo kom það aftur. »Rað má ekki koma fyrir,« skrifaði ritstjórinn, mjög hlýlega, »að yður fari aftur. Pað er altaf jafn mikil eftirspurn eftir heftinu, sem »Mág- konan mín, sem dó« var í, og við viljum ekk> að allur lesendahópurinn, sem bíður með ó- þreyju eftir nýrri sögu frá yður, verði fyrir vonbrigðum.* Petta handrit sendi jeg fjórum tímaritum öðrum, en ávalt var það endursent, með þeim ummælum, að þó sagan væri í sjálfu sjer ekki svo afleit, þá væri hún ekki neitt lík því, sem við mætti búast af höfundi sögunnar: »Mág- konan mín, sem dó«. Útgefandi mánaðarrits eins skrifaði mjer, og bað mig um sögu, til þess að setja í aukablað, sem hann ætlaði að gefa út um hátíðirnar. Jeg skrifaði söguna, og sneið hana svo sem unt var eftir ósk útgefandans, hvað Iengd og efni snerti. Að því búnu sendi jeg honum handritið, en fjekk það aftur eftir nokkra daga. »Jeg gerði mjer vonir um,« sagði ritstjórinn, »þegar jeg bað yður um sögu, að hún mundi verða eitthvað lík og »Mágkonan mín, sem dó«, en jeg verð að segja það, að jeg hefi orðið fyrir vonbrigðum.« Jeg varð svo fullur gremju og reiði, þegar jeg las þessa orðsendingu, að jeg fór hörðum orðum um söguna »Mágkonan mín, sem dó«. »Rú verður að fyrirgefa það,« sagði jeg við konu mína, sem horfði undrandi á mig, »að jeg læt mjer þetta um munn fara í návist þinni. Þessi bannsett saga ætlar alveg að gera útaf við mig. Meðan hún er í fersku minni, fæst enginn til að birta neitt, sem jeg rita.« »Og þú getur ekki búist við, að hún gleym- ist nokkurntíma,* sagði Hypatía, með tárin í augunum. Jeg þarf ekki að fjölyrða um afrek mín næstu mánuðina. Útgefendur þeir, sem jeg hafð' mest skift við áður, gerðu sjer svo háar hug myndir um rithöfundshæfileika mína, eftir að jeg ritaði söguna um »Mágkonuna mína, sem dó«, að það var ekki til nems að senda þeim neitt lakara. Og að því er sneríir önnur blöð, sem jeg reyndi við, þá fanst þeim það móðg- un, að bjóða sjer rit, sem stæðu að baki því, sem svo nýlega hafði vakið aðdáun manna og athygli á mjer. En sannleikurinn var sá, að þessi saga, sem hafði tekist svo vel, ætlaði að gera útaf við mig. Tekjur mínar voru þrotnar, og skorturinn stóð fyrir dyrum. Mjer var ekki til neins að reyna að semja aftur aðra eins sögu og »Mágkonan mín, sem dó«. Jeg gat ekki gift mig í hvert sinn, sem jeg byrjaði á

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.