Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 35
BÓKMENTIR. 29 indalega árangri, sem þegar er fenginn, og hversu þetta stórmerka mál skýrist og nær fastari og stöðugri tökum, ár frá ári, á hug og hjörtum manna, síðan vísindamenn og spek- ingar annara þjóða tóku það á arma sína til athugunar og rannsóknar. Höf. fyrirlestranna hefir fengist við þetta mál um nær 20 ára skeið, að nokkru leyti með eigin rannsóknum, en þó einkum með því að lesa alt það besta, sem um það hefir verið ritað á síðari árum, og kynna sjer allar merkustu rannsóknir ágætustu vísinda- manna og þær óyggjandi sannanir, sem fengist hafa. Hann er því í þessu máli óefað fróðast- ur allra íslendinga. Þegar höf. leggur út í það að kynna sjer þetta mál, er fjarri því, að hann sje af frásögn annara sannfærður um áreiðanleik þess. En af skarpskygni sinni sjer hann, að þetta er svo mikilsvert mál, að því er fullur gaumur gef- andi. Og hann leggur ótrauður út í það að rannsaka það eftir bestu föngum, og heldur þeim rannsóknum stöðugt og ósleitilega áfram, þrátt fyrir lítilsvirðingu og jafnvel ofsóknir ýmsra manna. Það, sem hann í byrjun rann- sókna sinna vildi reyna að fá vissu sína um, var það, hvort hægt væri að komast í sam- band við framliðna menn og fá á þann hátt fulla sönnun fyrir framhaldi lífsins eftir dauða líkamans. Petta mun hann mjög hafa efast um í byrjun rannsókna sinna. En við hans eigin tilraunir, og einkum fyrir rannsóknir erlendra vísindamanna, hlóðust að honum á allar hliðar svo ríkar sannanir fyrir áreiðanleik bessa máls, að efinn hvarf smátt og smátt. Nú mun hann að fullu sannfærður. En mikla fyrir- höfn og mikla andlega áreynslu og baráttu mun Það hafa kostað hann, að öðlast þessa skýru °g efalausu sannfæringu. Þetta er eðlilegur andlegur þroski hins gætna °g athugula vísindamanns. Þessir fyrirlestrar eru samdir af svo mikilli snild og svo fullir af fróðleik um þetta háleita mál og svo auðugir af fögrum kenningum og athugunum höf., að jeg hika ekki við að telja þá langbestu og þörfustu bókina, sem út hefir komið á síðari árum. Jeg held, að hver maður, sem les hana með athygli, hljóti að verða betri maður eftir en áður. Rað var lengi siðvenja, einkum í sveitunum, að lesa »hugvekjur« á hverju kveldi, allan vet- urinn. Jeg efast ekki um að margir hafi haft mikið gagn af því. að hlýða á þann lestur. Nú mun þessi fagri siður að mestn lagður niður. En hver er orsökin? Skyldi það ekki geta hugsast, að þær »hugvekjur«, sem við eigum, sjeu nú orðnar á eftir tímanum, orðnar úreldar, af því að fólk standi nú á öðru þroska-tigi, en þegar þær voru ritaðar? Tímarnir breytast og mennirnir með. Pað sem er talið gott og gilt á einni öldinni, þykir stundum gagnslítið, eða jafnvel óhæfilegt, á annari. Það má benda á suma gömlu sálmana okkar, sem eitt sinn þóttu ágætir og voru sungnir með miklum fjálgleik, bæði í kirkjum og heimahúsum, en þykja nú ganga hneyksli næst. Vilja menn nú ekki reyna að taka þessa nýju bók, Trú og sannanir, og láta hana koma í staðinn fyrir gömlu hugvekjurnar, gera hana að húslestrarbók? Gegnum hana alla gengur eins og rauður þráður hin dýpsta lotn- ing fyrir sannleikanum og meistaranum mikla frá Nazaret. Hún ber vott um óbifandi trú á rjettlæti og óendanlegan kærleika guðs, og á eilífa framþróun alls, sem er gott og göfugt í heimum tilverunnar. j \r^ai Magnús Helgason: Upp- eídismáí. Til leiðbeiningar barnakennurum og heim- ilum. — Rvík 1919. Þess mun varla gerast þörf, að benda kenn- arastjett þessa lands á bók þá, sem hjer um ræðir, því flestir þeir, er þá stöðu skipa, munu hafa notið handleiðslu höfundarins lengur eða skemur á námsárum, eða á kennaranámsskeið- um. Jeg veit ekki til þess, að nokkur kennari hljóti eða hafi hlotið jafn einróma aðdáun og virðingu nemenda sinna og Magnús skólastjóri

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.