Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 21
GARMAN & WORSE. 15 nýju lífi í verslunina, sem var að liðast í sund- ur> og fyrir dugnað Marteins Garnians varð hún eitt af stærstu verslunarfyrirtækjunum á öllu Vesturlandi. En fiegar gamli Worse dó, og sonur hans tók við verslunarstörfunum, þá kom það brátt í Ijós, að Marteinn Garman og yngri Worse gátu ekki unnið saman. »Með vinsamlegu sam- komulagi*, gekk Worse þá úr bandalaginu, og tók með sjer talsverða fjármuni, en Garman hjelt ættaróðalinu, Sandgerði, og versiuninni, með óbreyttu nafni. Hin miklu auðæfi Gar- mans voru aðallega frá þessum límum, en Worse tapaði öllum eigum sínum á skömmum tíma, og dó gjaldþrota. Menn voru eitthvað að stinga saman nefjum um það, að Worse hefði farið nokkuð skyndilega úr bandalaginu, rjett þegar góðærið var að byrja; en hamingj- an var nú einusinni með Garman. Annais var útlit fyrir, að ekkja Worse og sonur þeirra, sem höfðu sett verslun á stofn í kaupstaðnum, ætluðu að rjetta við aftur, eink- um upp á síðkastið. En hvernig svo sem á því stóð, að Garman & Worse skildu, þá gat enginn ásakað Martein W. Garman um neina sjerdrægni í viðskiftum. Og sonur hans — Krjstján Friðrik — fetaði nákvæmlega í fótspor föður síns, og miðaði allar athafnir sínar við það, hvað faðir hans mundi hafa gert í hans sporum. Svona ukust efnin smátt og smátt, og alt gekk sinn vana gang, svo reglubundið og til- hreytingalaust, þangað til yngri konsúllinn fór að eldast, og eldri sonur hans, Marteinn, kom heim úr siglingunni og tók til starfa við versl- unina. En upp frá því rak hver breytingin aðra. Þessi nýi verslunareigandi var ávalt kallaður stórkaupmaðurinn; hann var fullur af allskonar nýjum hugmyndum, sem hann hafði drukkið í sig erlendis. Nú átti að senda um alt kaup- túnið, skrifa og senda símskeyti út um allan heim, bjóða og mæla með — alt þetta varný- tískutildur og lítt þokkað við verslun Garmans & Worse. »Við skulum láta fólkið koma til okkar,« sagði konsúllinn. »Nei — faðir rninnl* hrópaði Marteinn. »Sjerðu ekki að við erum að verða á eftir tím- anum. Rað er ekki til nokkurs hlutar að sitja og halda að sjer höndum eins og forðum daga. Menn verða svei mjer að ota sjer fram á öll- um sviðum, annars ganga öll viðskifti, sem nokkuð er í varið, úr greipum manns, og úr- kastið eitt verður eftir.« Marteinn var þangað til að, að konsúllinn gaf samþykki sitt til, að hann setti upp skrif- stofu inni í kauptúninu — en hún varð samt að ganga undir nafni Marteins sjálfs. »Garman & Worse« var í Sandgerði, eins og áður, og þangað urðu allir að fara, sem einhver skifti vildu eiga við verslunina. Smátt og smátt var þó farið að afgreiða eitt og annað á skrifstofu stórkaupmannsins í kauptúninu. Konsúlnum var ekki um það gefið, en það var meginregla hans, að veita eldri syni sínum allan stuðning. — Pað hafði faðir hans einnig gjört —, og þessvegna dróst versl- unin inn í ýms viðskifti, sem konsúllinn hefði aldrei lagt út í. í augum skrifstofuþjónanna var konsúllinn einhverskonar æðri vera. Pegar hann gekk um skrifstofuna, lutu allir höfði, það var eins og öllum fyndist að bláu kuldalegu augun sæju alt í gegn, sem inni var — bæði bækurnar, reikningana og brjefin — já, meira að segja fanst þeim hann geta skygnst inn í helgustu leyndarmál þeirra. Reir vissu, að hann þekti hvert blað í höfuðbókinni, og mundi blaðsíðu- talið við fjöldann allan af reikningum, og væri einhversstaðar hin allra minsta skekkja, þá var óhætt að veðja um það, að konsúllinn kæmi auga á hana. Þessvegna var það óbifanleg sannfæring allra á skrifstofunni, að þó allir, sem eitthvað ættu hjá versluninni, skiftarjetturinn eða jafnvel kölski sjálfur kæmu einhvern daginn inn í skrifstof- una, þá mundu þeir ekki finna eina einustu villu f öllum þykku bókunum, sterklega inn- bundnu.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.