Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 37
BÓKMENTIR. 31 vinnuna — ef hún verður lesin af fleirum en fáeinum kennurum. Hvert heimili þarf að eip.nast hana, hver hugsandi maður að lesa hana, því þetta mál kemur öllum við. Stþ. G. Sigurður Nordal: Fornar ástir. Frumleg bók, að efni og orðavali, nýr stíll, ný formfegurð, nýr og óvenjulegur skáldsögu- blær. Ef til vill finst mörgum þetta nýja snið stinga svo mjög í stúf við venjuna, að þeir Ieggja frá sjer bókina hálflesna, finst þeir ekki skilja hana, og velja sjer annað, sem betur þræðir þjóð- göturnar. En hinir munu þó fleiri, ef þeir gefa sjer tóm til að veita bók þessari verðugt athygli, sem finna, að það er ósvikin nautn að fá hjer að teiga svo ferskar og tærar veigar frá nýrri skáldæð með þjóð vorri. En okkur verður ósjálfrátt að spyrja: Hvernig getur ungur maður vitað þetta alt? Pað sýnist þurfa margþætta reynslu langrar æfi til að skilja og skilja svona vel brimrótið og ládeyð- una á hafi mannlífsins; — hvirfilvindinn og hafrænuna svölu, jafnt og svæfandi lognmolluna. Það er eigi svo furðulegt, þótt ungur menta- niaður, sem er skáld og sálarfræðingur, geti brugðið upp skýrum myndum af Róri á Gili, Ara Bjarnasyni, Einari og Álfi frá Vindhæli, en að láta menn finna til með Agnari lækni og ^órdísi eða Unu, Steinunni og Auðnu eins vel °g höfundinum tekst, til þess þarf andlegt ^júpsæi, mjúk handtök og ótakmarkað vald yfir lifandi, andríku máli. — Petta alt hefir höfundurinn til að bera í ríkum mæli. Fyrri hluti bókaiinnar eru fjórar sögur, tvær áður prentaðar. »Síðasta fullið« er ágætlega ritað. Hver og einn einlægur og heitur bind- indismaður ætti þó að geta skilið tilfinningar Þóris gagnvart bannlögunum. Rær eru eðli- legar og sannar, skoðaðar frá sjónarmiði þessa einmana öldungs. Hann hefir notið óvenju mikils við vínið, en þó finnur hann enga nautn í að brjóta lögin til að afla sjer þess. Þakkarvert ef allir væru svo skapi farnir. — »Kolufell« er þýð smásaga, Ijett og látlaus, fuil af vorblæ og Ijúfri ástarkend. — »Logn- öldur«, langbesta sagan af þessum fjórum. Við sjáum Agnar lækni og Þórdísi húsfreyju í nýju ijósi, ólíku því, sem skíma hversdagslífsins varpar á þau. Pað er í einu af þessum venju- legu, siðsömu samsætum. Óvænt atvik skeður, sem gerir alla felmtraða og ráðalausa. »Svo mikið er þó eftir af okkur ennþá, að við get- um orðið að Ijónum, ef einhver raskar ró okkar,« segir læknirinn. Þetta eru ekki dag- dómar fjöldans. En skyldi það samt ekki geta snert einhverja; — rumskað við ýmsu, sem blundar dags daglega, — hjá fleirum en Þór- dísi og Agnari. Þá er »Spekingurinn«. Persónulýsingarnar eru skýrar og minnisstæðar, en endirinn verð- ur næstum óeðlilegur. Benjamín hefði mátt sýna ofurlítið meiri mannrænu og Kristín varla þurft að vera alveg svona »hysterisk«. Halldór er þar altaf sjálfum sjer samkvæmur. Hart að sjá frúna síðast kasta sjer í faðm honum og reka Benjamín út með svívirðingarorðum. Lík- ara til að hún hefði hnigiö meðvitundarlaus á gólfið, ráðþrota og örvílnuð. En sagan á lík- Iega að sýna það, að margir, bæði konur og karlar, reynist helst til mikil smámenni, þegar í harðbakkann slær. En aðalgildi bókarinnar er fólgið í síðara hluta hennar: »Hel«, Pað eru óstuðluð Ijóð, þættir úr auðugu, margbrotnu lífi æfintýra- manns, og þættir úr lífi svo margra annara, sem á vegi hans verða. Hjer koma skáldleg tilþrif og snildartök höfundarins best fram. Æfintýramaðurinn, síkvikur, æstur og óstöðv- andi, sem þekkir úthöfin og kannar löndin, en hvergi getur numið land, hann er nýr og einstæður í íslenskum skáldskap. Pað er undar- legt að skáld vor hafa aldrei leitt fram mál- verk í þá átt, eins og þjóð vor hefir þó átt marga slíka menn fyr og síðar. En tæplega væri hægt að leiða hann gleggra fram, en í persónu Álfs frá Vindhæli,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.