Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Page 54
92
RÓKM i:\NTIR
N. Kv'.
skáldsins svo óskeikull, að slík kvæði hans
séu yíirleitt verulega líívænleg eða minnis-
t.jStæð. Hagmælskan er oftast í bezta lagi, og
létt yfir kvæðunum flestum, en persónuleg,
frumleg og sterk eru þau ekki. Naumast fer
hjá því, að lesandanum detti ekki Tómas
Guðmundsson æði oft í hug, við lestur þess-
ara Ijóða, efnisval hans, bragarhættir og tón.
tegund, en óvíða verður sá samanburður
Kjartani í vil. En þrátt fyrir allt, sem miður
fer, liygg eg, að svo muni fleirum fara en
mér, að þeim \erði hlýtt til höfundarins við
lestur kvæðanna, því að andi góðs drengs og
gáfaðs legurðardýrkanda svífur þar yfir
vötnum.
Þá hefur Norðri nýlega gefið út fjórar
þýddar skáldsögur. Br þar fyrst að nefna Á
Svörtuskerjum, ástarsögu eftir Emilie Car-
lén. Sveinn Víkingur íslenzkaði. Saga þessi
er mikil að vöxtum og skemmtileg aflestrar.
enda hefur h-ún notið mikilla vinsælda í
heimalandi höfundarins, Svíþjóð, og hlaut
skáldkonan verðláun fyrir söguna á sínum
tíma hjá akademíinu sænska. Hefur bókin
verið jrýdd á margar þjóðtungur, og nú hef-
ur séra Sveinn Víkingur snarað henni á
þróttmikla og snjalla íslenzku. Verður þessi
alþýðlega skemmtisaga vafalaust mikið
keypt og lesin hér á landi.
Grænadalskémgurinn nefnist þriðja sagan
í sagnaflokki þeim eftir norska skáldið Sven
Moren, er á íslenzku nefnist einu nafni
Feðgarnir á Breiðabólli. Helgi Valtýsson
hefur íslenzkar þessar sögur, og eru nti all-
mörg ár síðan sii fyrsta þeirra, Stórviði, kom
út í ísl. þýðingu. Þetta eru sveitar- og ættar-
sögur norskar, og býsna margt líkt og skylt
með fólki því og umhverfi, sem þar er lýst,
og íslenzku þjóðlífi og staðháttum. Mun
það auðvitað eiga sinn þátt í vinsældunt
þeim, sem þessar góðti og liollu sögur hafa
notið hér. — Loks skal lauslega getið hér
tveggja bóka, er Norðri heftir nýlega gefið
út, og einkum eru ætlaðar unga fólkinu:
Nú fáttm við að kynnast Beverly Gray í
sagnaflokki Glarie Blank, eftir að skólaár-
unum er iokið og starfið og lífsbaráttan
hefst á nýjum vettvangi. Nú er það Beveriy
Gray fréttaritari, sent er aðalpersónan í
fimmtu bókinni, er segir frá þessari ungu og
sérlega vinsælu kvenhetju,- En skólasystur
hennar eru þó ekki alveg horfnar af sjónar-
sviðinu, þótt vegir hafi skilið í skól'anum,
þvþað sumar þeirra taka drjúgan þátt í æv-
intýrunum, sem bíða Beverly í hinu nýja,
„spennandi" starfi. Kristmundur Bjarnason
hefur þýtt jtessa bók, sem og hinar fyrri
Beverly-sögur. — Benni í frumksógum
Ameríku hei-tir leynilögreglusagan, er hér
verður látin reka lestina, og heyri egsagt, að
unglingum og reyfaralesendum lrér á landi
og erlendis þyki „Benna-’sögurnar" harla
ske m m t i I egt lestrarefni.
Allar eru bækur þessar vel og smekklega
gefnar tit, enda eru þær prentaðar í Prent-
verki Odds Björnssoriar og bundnar af Véla-
bókbandinu á Akureyri, og er hvort tveggja
trygging fyrir smekklegum frágangi og
góðri vinnu.
J. Fr.
ÍSLENDINGASÖGUR.
Hin nýja útgáfa þeirra.
Island hefur verið lyrir Norðurlönd hið
sama og Grikkland fyrir löndin við Mið-
jarðarhaf. Fornrit Grikkja veita þjóðunum
\ ið Miðjarðarhaf þekkingu á sögu og fornri
menningu jreirra, sem þær annars \issu
ekkert um. I íslenzk fornrit verða Norður-
landajrjóðirnar að sækja jrekkingu um sögu
sína, trúanbrögð og menningu á tímabili,
sem nær yfir margar aldir.
ísland er tiltölulega snautt land af forn-
um menjum. Htis vor hafa verið bvggð úr
mjög forgengilegu efni allt fram að seinustu
tímum. Ef vér komum í Skálholt eða Hóla,
þessa fornu höfuðstaði jrjóðarinnar í sjö
aldir, þá sést ekki neitt, sem minnir á þau