Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.12.2013, Síða 2

Fréttatíminn - 27.12.2013, Síða 2
Vilborg Arna á hæsta tindi Suðurskautslandsins V ið kunnum að skemmta okkur og hafa gaman af áramótunum og það hefur spurst út. Þess vegna kemur fólk meðal annars, til að sjá okkur taka vel á því. Hátíðarnar eru mikill ferðatími og hefur alltaf verið, nú eru stóru brandajól svo fólk hugsar sér frekar til hreyfings og fer jafnvel í lengri ferðir," segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri Samtaka ferðaþjónust- unnar. „Undanfarin ár hefur höfuðborgar- svæðið verið að mestu fullbókað yfir há- tíðarnar og sjálf áramótin og við búumst við aukningu frá því í fyrra. Í desember á síðasta ári voru um 28.000 ferðamenn á landinu og við reiknum fastlega með því að sú tali fari yfir 30.000. Þar af eru rúmlega 2.000 manns hér yfir hátíðar og yfir 6.000 yfir nýárið. Það eru aðallega brennurnar og flugeldarnir sem trekkja að og sú stemning sem við erum þekkt fyrir hvað það varðar. En svo er það líka landið sjálft og náttúran sem trekkir að og fólk fer í þessar hefðbundu ferðir, stutta túra frá Reykjavík.“ Gestirnir eru aðallega frá Bandaríkj- unum og Norður Evrópu en sífellt fleiri koma þó frá Asíu, aðallega Japan. Það sem helst virðist heilla áramótagestina eru stuttir skottúrar sem bjóða upp á friðsæla náttúru og norðurljós auk gönguferða á upp á jökul. Hvalaskoðanir eru mjög vinsælar á höfuðborgarsvæð- inu og virðast erlendir gestir alls ekki setja kuldann fyrir sig þegar kemur að því að sigla út sundin. Þrátt fyrir að höf- uðborgin sé enn vinsælust þá er ásókn í landsbyggðina að aukast. „Landsbyggðin nýtur sífellt meiri vinsælda yfir vetrar- tímann. Sérstaklega er Norðurlandið að vaxa.“ Gunnar Valur segir hinn dæmigerða áramótaferðamann ekki vera til. „Þetta eru karlar jafnt sem konur, einhleypir jafnt sem fjölskyldufólk. Aðallega þó fólk á miðjum aldri. Markaðssetningin fer fram í gegnum fyrirtækin sjálf en svo eru líka búnar til ákveðnar ferðir af ferða- skrifstofunum. Mjög stór hluti gesta kemur í skipulögðum ferðum. Þetta eru hópferðir þar sem gestirnir koma í rútu í bæinn, fara upp á hótel, svo er oftast borðaður kvöldmatur á hótelinu og svo er farið í rútu á brennuna og jafnvel aftur upp á hótel þar sem er haldið upp á sjálf áramótin. Flugeldum er skotið upp og svo fara margir út að skemmta sér þar sem flestir staðir opna eftir miðnætti. Og þá er bara haldið áfram að fagna. Eins og við vitum þá eru Íslendingar duglegir að skemmta sér og útlendingunum finnst gaman að taka þátt í því.“ Halla Harðardóttir. halla@frettatiminn.is Miðaldra ferðamenn spenntir fyrir flugeldum og djamminu Yfir 30 þúsund ferðamenn voru á landinu í desember og þar af er reiknað með yfir sex þúsund manns um áramótin. Gestirnir eru aðallega frá Bandaríkjunum og Norður Evrópu en sífellt fleiri koma þó frá Asíu, aðallega Japan.  Ferðaþjónusta YFir 6000 erlendir gestir eYða áramótunum á Íslandi Það eru aðal- lega brenn- urnar og flug- eldarnir sem trekkja að og sú stemning sem við erum þekkt fyrir hvað það varðar. Ferðamenn sem dveljast hér á landi um áramót fylgjast með þegar flugeldum er skotið upp. Svo fara margir út að skemmta sér þar sem flestir staðir opna eftir miðnætti. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari eyddi öðrum jólum sínum í röð á Suðurskauts- landinu. Hún komst á tind hæsta fjalls Suðurskauts- landsins, Vinsons, á að- fangadag en hún stefnir að því að ganga á hæstu fjöll allra heimsálfanna á einu ári. Vilborg Arna lýsir því svo á bloggsíðu sinni að leiðin hafi verið virkilega falleg en kalt hafi verið og vindasamt og því lítið um myndatökur. Auk Vilborgar Örnu náði hópurinn „Team Iceland“ á tindinn. Lést í bílslysi Miðaldra karlmaður lést í umferðarslysi í Reykjavík aðfararnótt annars dags jóla. Bílvelta varð á Reykjanesbraut, rétt sunnan Elliðaáa. Lögreglan fékk tilkynningu um slysið klukkan 01.37. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum lést á staðnum. Unnið er að rannsókn á tildrögum slyssins. Þorsteinn Baldur Friðriksson er ánægður með velgengni QuizUp síðustu vikur. Ljósmynd/Hari  Viðskipti erlendir FjárFestar haFa mikla trú á spurningaleiknum Quizup Leggja tvo og hálfan milljarð í Plain Vanilla „Þorsteinn Baldur og félagar hafa hitt á hið full- komna jafnvægi mannlegra samskipta og leikja- spilunar sem höfðar til milljóna notenda um allan heim. Við erum í skýjunum með að fá að styðja við áframhaldandi vöxt Plain Vanilla og getum varla beðið eftir öllu sem er framundan á nýju ári,“ segir Roelof Botha, einn eigenda Sequoia Capital sem lagt hefur íslenska leikjafyrirtækinu Plain Vanilla til aukið fé. Um mánuður er nú liðinn síðan Plain Vanilla sendi frá sér spurningaleikinn QuizUp. Yfir fimm milljónir manna hafa notað leikinn á þeim tíma. Í gær var tilkynnt að Plain Vanilla hafi safnað 22 milljónum Bandaríkjadala, um tveimur og hálfum milljarði íslenskra króna, frá fjárfestum. Alls hefur fyrirtækið þá fengið yfir þrjá milljarða íslenskra króna í áhættufjármagn frá stofnun. Fjárfestarnir í þessari umferð eru hinir sömu og áður hafa lagt fé í fyrirtækið. Þar á meðal eru Tencent Holdings og Sequoia Capital, en þau leiða fjárfestinguna að þessu sinni. Fyrirhugað er að nota fjármagnið til að styðja við áframhaldandi vöxt og stækkun fyrirtækisins. Þess má geta að þetta er stærsta einstaka fjárfesting Sequoia Capital á þessu ári. „Það er bæði ótrúlegt og skemmtilegt í senn að fylgjast með hinum miklu vinsældum sem QuizUp nýtur nú um allan heim,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla um leið og hann fagnar nýrri fjárfestingu. Utanríkisviðskipti drifkraftur hagvaxtar Framlag utanríkisviðskipta var helsti drif- kraftur hagvaxtarins á þriðja ársfjórðungi enda vöxtur útflutnings umtalsvert meiri en vöxtur innflutnings, segir meðal annars í fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands en hún var birt á jóladag. Jókst útflutningur um 8,3% en innflutningur um 1,6%. Af innlendum eftirspurnarliðum munaði mestu um vöxt einkaneyslu. „Ef horft er til neyslu og fjárfestingar í heild var þróunin lík spá Seðlabankans sem birt var í Peninga- málum í nóvember,“ segir enn fremur, „hvort heldur litið er til þriðja ársfjórðungs eða fyrstu níu mánaða ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var þó umtalsvert meiri en spáð var eða 4,9% samanborið við 2,5% vöxt í nóvemberspánni. Svipaða sögu er að segja um þróun fyrstu þriggja ársfjórðunganna en hagvöxturinn á því tímabili var 3,1% samanborið við 2,3% í spánni. Skýringin felst í meira framlagi utanríkisviðskipta sakir meiri útflutnings og minni innflutnings en áður var gert ráð fyrir.“ -jh Hæsta einkunn í sögu Flensborgarskóla Snorri Rafn Theodórsson útskrifaðist á dögunum með hæstu einkunn á stúdents- prófi sem reiknuð hefur verið við Flens- borgarskólann. Meðaleinkunn Snorra var 9,77 en skólametið var áður 9,71. Semidúx var Jónas Grétar Jónasson með einkunnina 9,68. Á hvorugu einkunnaskírteini þeirra Snorra og Jónasar var einkunn undir 9. Alls útskrifuðust 58 frá Flensborgarskól- anum en útskrift fór fram laugardaginn 21. desember. Tæpur helmingur nemendanna lauk námi á þremur og hálfu ári. Konur voru fleiri í útskriftarhópnum, um 60%. 2 fréttir Helgin 27.-29. desember 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.