Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.12.2013, Síða 18

Fréttatíminn - 27.12.2013, Síða 18
Vesturgata 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is og frábærar þakkir fyrir það liðna G leðilegt ný ár Tapas barinn er opinn á gamlárskvöld og nýársdag frá kl. 18. Borðapantanir í síma 551 2344 eða á tapas@tapas.is. RESTAURANT- BAR á háls-, nef- og eyrnadeild Landspítalans en það kom ekkert út úr því. Tveimur dögum seinna þurfti síðan að leggja mig inn með sýklalyf í æð. Ég var þá komin með kýli um allan líkamann og allsherjar sýkingu í líkam- ann. Á næstu árum var ég send í alls konar rannsóknir en fékk aldrei neina greiningu.“ Orkuleysi og verkir gerði henni erfitt fyrir með hefðbundnar athafnir. „Það komu tímabil þar sem ég þurfti að hringja í fólk til að fá aðstoð til að fara á klósettið. Ég man líka eftir einu skipti þegar ég var í Bónus og þurfti að hringja í vinkonu mína og segja henni að ég sæti við rekka í Bónus og kæmist ekki heim. Þegar verst lét fékk ég lánaðan hjólastól í verslunum þar sem það var í boði. Ég hef samt verið svo heppin að vera aldrei bundin við hjólastól.“ Eins og það kann að hljóma undarlega í fyrstu þá heldur hún að mögulega hafi tekið þetta langan tíma að greina sjúkdóminn því hún var svo mikið veik. „Þegar maður er mikið veikur á maður erfiðara með að komast til lækna. Ég lenti oft í því að vera það veik þegar ég átti bókaðan tíma hjá lækni að ég afbókaði mig og síðan hafði ég varla rænu á að bóka nýjan tíma fyrr en nokkru seinna. Eftir allar þessar rannsóknir var ég í raun að missa trúna á læknum og mér fannst enginn hlusta á mig. Þarna alveg í byrjun man ég eftir að hafa farið til heimilislæknisins míns og sagt honum frá einkennunum sem ég var með. Hann lét mig þá hafa lyf við munnsær- unum og sagðist ætla að láta skoða hitt síðar. Ári seinna hafði ég ekkert heyrt frá honum, fór aftur til hans og spurði um rannsóknirnar sem hann ætlaði að senda mig í. Þá sagðist hann ekki hafa ætlað að senda mig í neinar rannsóknir því hann væri eiginlega búinn að greina þetta sem sálvefrænt, sem er fallegt orð yfir að ég væri móðursjúk. Ég man að ég öskraði á hann og spurði af hverju hann hefði þá ekki gefið mér geðlyf. Ég var afskaplega sár og reið eftir þetta.“ Þakklát tannlækninum Behcet´s er krónískur, ólæknanlegur sjúkdómur og ef hann versnar getur hann versnað hratt. „Fólk getur orðið blint eða lent varanlega í hjólastól. Á tímabili fékk ég augnverki, gríðarlegan þrýsting í augun og missti sjónina tímabundið. Ég sagði lækni líka frá þessu. Það var hins vegar ekki fyrr en ég fór til tannlæknis sem sérhæfir sig í munnholsvandamálum sem einhver hlustaði á mig. Ég sagði honum frá munnsærunum og öðrum einkennum og hann ákvað að vísa mér á gigtardeild þar sem ég var sett í ýmsar rannsóknir. Þetta var í september í fyrra. Ég mun aldrei geta þakkað þessum tannlækni, þessum munnholssérfræðingi, nægilega,“ segir Bára. Rannsóknirnar stóðu í nokkrar vikur, um tíma var talið að hún gæti verið með Chrohns-ónæmissjúkdóminn en það var síðan útilokað. Í desember á síðasta ári var hún loks greind með Behcet sjúkdóm- inn. „Þegar ég fór að lesa mér til um þennan sjúkdóm hélt ég hreinlega bara að ég væri að fara að deyja. Mér var samt mjög létt að fá greiningu og er mikill munur að hafa nafn á sjúkdóminum til að segja við lækna og stofn- anir. Ég hef líka getað sett mig í samband við fólk með sama sjúkdóm og það hefur gefið mér mikið. Það er svo merkilegt að þegar maður heldur að maður sé að deyja þá byrjar maður að lifa.“ Fór að taka áhættu Eftir að Bára fékk greiningu fannst henni hún þurfa að nýta hverja stund til hins ítrasta. Hún hefur verið á örorkubótum árum saman enda ekki getað stundað hefðbundna launa- vinnu því hún er rúmliggjandi nokkrum sinnum í mánuði og getur ekki sagt til með fyrirvara hvenær hún getur mætt. „Ég ákvað að fara að taka áhættu í lífinu og eitt það fyrsta sem ég gerði var að hreinsa til í vina- hópnum. Ég sá strax hverjir nenntu að vera vinir svona veikrar manneskju. Ég hef síðan í mörg ár reynt að vera í háskóla og ég ákvað bara að sætta mig við að ég get það ekki í bili. Það er svo auðvelt að rífa sig endalaust niður fyrir það sem maður getur ekki en ég er búin að reyna að einbeita mér að því sem ég get gert. Ég tek fullt af lyfjum við sjúkdómnum en þau eru til að bæla niður einkennin. Þar sem þetta er bólgusjúkdæmur var mér bent á að reyna að minnka náttúrulegar bólgur í líkamanum með mataræði. Ég treysti mér ekki til að fara út í það og fannst ég þurfa að hafa næringarfræðing með mér alla daga. Rétt jafnvægi á omega-fitusýrum skiptir máli fyrir bólgumyndun og fólk sem ég þekki með vefjagigt benti mér á að prófa næringarsjeik sem heitir Balance. Það hefur gert mér mjög gott að drekka hann. Ég hætti ekkert að vera lasin en ég tek bólguköstunum betur. Ég ákvað meira að segja að fara að selja sjeikinn. Ég hringi þá í fólk og hitti það þegar ég hef heilsu til. Annars ekki. Öryrkjar mega fá laun upp að ákveðnu marki á ári. Þetta er lítið sem ég er að vinna en það gefur mér afskaplega mikið andlega. Ég er ekki lengur manneskj- an sem er bara heima að gera ekki neitt, og líður ömurlega þegar maðurinn minn kemur heim úr vinnunni og það er ekkert búið að gera á heimilinu.“ Bára tók einnig mikla áhættu þegar hún fór nýlega til Akureyrar án þess að vita hvort hún hefði heilsu til þess. „Ég ákvað bara að drífa mig. Ef ég get eitthvað þá geri ég það því ég er búin að upplifa að geta það ekki. Ég verð glöð yfir asnalegum hlutum. Um daginn var ég hjá vinkonu minni og þurfti að hlaupa á næstu hæð til að sækja bolla, og ég var svo stolt af mér þegar ég kom aftur upp að hafa getað það. Ég hef alltaf verið að passa mig svo mikið því ég hef verið heilsulaus og ekki þorað að fara út fyrir þægindarammann en ég finn núna að ég var í raun að hverfa. Ég var bara föst.“ Erfitt fyrir dótturina Dóttir Báru hefur ekki farið varhluta af veikindunum. „Þetta hefur stundum verið erfitt fyrir hana en hún er afskaplega dugleg stelpa. Hún var greind með athyglisbrest nýlega og ég var þá spurð af hverju ég hefði ekki komið með hana fyrr í greiningu. Ég var hins vegar alltaf of lasin til að þrýsta á að hún yrði sett í mat. Auðvitað hefur verið erfitt fyrir hana að horfa á mömmu veika en hún hjálpar mér mikið og við tölum um þessa hluti. Það sem hefur drifið mig mest áfram er að dóttir mín viti að maður heldur áfram þó eitthvað komi upp á. Ég hef ekki getað verið sú fyrirmynd sem ég hef viljað vera en ég hef allavega lagt áherslu á þetta. Það er kannski skrýtið en mér finnst ég hafa lifað lífinu vel. Andlega er ég á fallegum stað eftir allar þess- ar breytingar og ég er sannfærð um að allt á eftir að fara vel. Þó ég eigi mína vondu daga og þetta sé langt því frá að vera auðvelt. Það kom einhver hugarró yfir mig þegar ég vissi hver staðan var. Ég á góðan mann, yndislega dóttur, góða fjölskyldu og góða vini. Þá er bara í lagi að vera smá fátækur, eða reyndar mikið fátækur, en það er bara alveg í lagi þegar maður hefur þetta góða fólk í kring um sig. Þetta á allt eftir að fara vel.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Bára er aðeins 37 ára gömul en hefur í raun verið veik frá því um tvítugt. Ljósmynd/Hari 18 viðtal Helgin 27.-29. desember 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.