Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.12.2013, Page 25

Fréttatíminn - 27.12.2013, Page 25
Nú í 1/2 lítra umbúðum E N N E M M / S IA • N M 59 75 5 Þau létust á árinu Margt þjóðþekkt og heimsþekkt fólk lést á árinu, þar á meðal þessi Hermann Gunnarsson, fjölmiðlamaður og gleðigjafi, 66 ára. Valdís Gunnarsdóttir, útvarpskona, 55 ára. Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus og síðar Iceland, 72 ára nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 95 ára. Margaret thatcher, fyrrverandi forsætis- ráðherra Bretlands, 87 ára. lou reed, tónlistarmaður, 71 árs. Hugo Chavez, forseti Venesúela, 58 ára. James Gandolfini, leikari úr Sopranos, 51 árs. Paul Walker, leikari úr Fast and Furious, 40 ára. irnar væru mun rýrari í roðinu en yfirlýsingar og loforð gáfu tilefni til. Síld rekur á fjörur Annað árið í röð gerðist það að þúsundir tonna af síld drápust úr súrefnisleysi í Kolgrafafirði á norð- anverðu Snæfellsnesi og rak síðan rotnandi á fjörur í grenndinni. Ekki er vitað hvað með vissu hvað veldur því að síldartorfurnar sækja inn í fjörðinn sem er þröngur og lokaður eftir að hann var brúaður fyrir fáum árum. DeseMber Tyrkjaránið hjá Vodafone Mörgum brá í brún þegar tyrk- neskur tölvuhakkari braut sér leið í gegnum varnir Vodafone og lak á netið upplýsingum um sms-skeyti fjölmargra viðskiptavina fyrirtæk- isins. Með fylgdu upplýsingar um lykilorð, kennitölur, símanúmer og netföng fjölda manna. Í ljós kom að Vodafone hafði geymt upplýsingar um samskipti viðskiptavina á vef sínum lengur en lög standa til og var fyrirtækið harðlega gagnrýnt. Einnig leiddi umræðan í ljós að Íslendingar eru miklir eftirbátar nágrannalandanna í tölvuöryggis- málum. Lögregla skaut mann Karlmaður á sextugsaldri féll fyrir skotum lögreglu eftir nokkurra klukkustunda umsátur sérsveitar um fjölbýlishús við Hraunbæ síðla nætur í byrjun desember. Maður- inn hafði hleypt af haglabyssu inni í íbúð sinni og skaut að lögreglu þegar hún réðist til inngöngu í íbúð hans. Maðurinn hafði lengi átt við geðveiki að stríða. Ríkis- saksóknari er með málið til rann- sóknar en þetta var í fyrsta skipti sem lögregla á Íslandi hefur orðið manni að bana. úttekt 25 Helgin 27.-29. desember 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.