Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.12.2013, Síða 28

Fréttatíminn - 27.12.2013, Síða 28
Vængstífður dólgur Hann mun ekki fljúga með Ice- landair í bráð. Sótölvaður farþegi í Ameríku- flugi Icelandair gekk af göflunum þannig að nauðsynlegt þótti að yfirbuga hann, múlbinda og líma fastan í sæti sitt. Flugdólgurinn varð frægur að endemum út um allan heim og Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hafði takmarkaðan áhuga á að fá aftur um borð í vélar félagsins. Úr skjóli þagnarinnar Þó ég sé skepna inn að beini vil ég ekki ljúga. Karl Vignir Þorsteinsson og löng og ógeðsleg brotasaga hans gegn börnum og unglingum sem Kast- ljós fletti ofan af vakti gríðarlega athygli og í kjölfarið hlaut hann dóm fyrir illvirki sín. En Leppalúði? Grýla gamla er loksins dauð! Björgólfur Thor Björgólfsson fagnaði Icesave-dómnum og kastaði rekunum ofan í gröf óværunnar. Tær snilld Ólafs Og í dag er í mínum huga eigin- lega efst þakklæti til forsetans fyrir að hafa staðið sig svona vel. Ef hans hefði ekki notið við þá hefði þetta getað endað mjög illa. Sigurjón Árnason, fyrrverandi banka- stjóri Landsbankans og Icesave-foringi, var þakklátur forsetanum fyrir að hreinsa upp eftir sig og hans fólk. Vel gert! Við höfum sagt þetta alla tíð. Ef réttlætið á að blíva þá var þetta ósköp ljóst. Aldrei nein ríkisábyrgð, aldrei, og peningar til fyrir þessu og allt í orden. Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, fagnaði líka. Latté-lepjandi pakk Ég lít á ykkur sem hyski. Sigurður Harðarson, stjórnarmaður Félags sjálf- stæðismanna í Grafarvogi, vandaði ekki Jóni Gnarr borgarstjóra og hans fólki kveðjurnar á sögulegum íbúafundi. Hvar eru allar stelpurnar? Ég vona að þetta verði einstakt atvik í sögu verðlaunanna. Kynjahlutföllin voru kengboginn í tilnefningum til Eddu-verð- launanna. Fimm manns voru tilnefndir fyrir leikafrek í karla- flokkunum en aðeins þrjár konur í sambærilegum flokkum. Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri verðlaunanna, treystir á að þetta endurtaki sig ekki. Ég ákæri! Þetta fólk benti á mig sem sökudólg, en Landsdómur hafnaði því eins og öllum þeim atriðum sem sneru beint að bankahruninu. Ég gef ekki mikið fyrir þessi orð. Geir H. Haarde var gerður að sökudólgi og telur rétt að leita nú að sökudólgum í Icesave-samninga- ruglinu. Í bláum skugga Ég reyki tvisvar af einhverri jónu og það mælist í mér fimm vikum seinna. Sjómaður sem missti plássið þar sem hann féll á lyfja- prófi Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum sagði farir sínar ekki sléttar í DV. Ókei bæ Hér er fyrst og síðast um mína persónulegu ákvörðun að ræða sem í sjálfu sér þarfnast ekki frekari raka en þeirra að ég hef komist að þessari niðurstöðu, er sáttur við hana og sjálfan mig, um leið og ég trúi að hún verði einnig til góðs fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Steingrímur J. Sigfússon tilkynnti ákvörðun sína um að hætta sem formaður VG sem hann hafði stýrt frá upphafi. Kjötið sem hvarf Við kunnum alls engar skýringar á þessum mælingum þeirra og förum nú í nákvæma skoðun á hvað hefur þarna átt sér stað. Magnús Níelsson, forstjóri Gæðakokka, botnaði ekkert í því hvers vegna ekkert nautakjöt var í nautakjötlokum fyrirtækisins. Blaðurbyltingin Þetta heitir valdarán, eins og margir hafa bent á. Köllum hlutina réttum nöfnum. Þorvaldur Gylfason var óánægður með að stjórnar- skrárfrumvarpið skyldi falla á tíma eftir mikið japl, jamm og fuður á þingi. Hjakkað í fari Ég var fastur þarna í fimm tíma. Fréttamaðurinn vaski Þorbjörn Þórðarson sat fastur í blindbyl á Vesturlandsvegi í óveðrinu og fannfergi í mars. Hann lét sig þó ekki muna um að stíga út í óveðrið og gera stutt fréttainnslag um fjölda fastra bíla sem hann taldi hlaupa á þúsundum. Á bálkesti hégómans Fyrir vikið hata kjósendur þig. Mannorð þeirra fáu sem hafa kjark til að halda fast í stefnumálin er svívirt – oft með aðstoð samherja viðkomandi sem eru blindir af eigin hégómagirnd. Þingkonan Lilja Mósesdóttir gerði vanþakklátu starfi þingmannsins skil og þá ekki síst illri vist í þing- flokkum. Lifi byltingin! Já, farðu bara lífvarða- titturinn þinn sem eltir ráðherraræfil alla daga. Þessi hressilega gusa var eignuð Álfheiði Ingadóttur, þingkonu VG, í bók um Búsáhaldabyltinguna. Samkvæmt eiginkonu látins lögreglumanns fékk hann að heyra þetta þegar pottaglamrið stóð sem hæst á Austurvelli. Kommar enn á kreiki Mín upplifun er að þessi femínismi sem hefur orðið ofan á í íslensku samfélagi hafi hvorki með kvenfrelsi né jafnrétti að gera, heldur sé bara venjulegur gamall vinstri sósíalistaboðskapur. Það er bara mín upplifun, ég hef skrifað um þetta áður. Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður, tók þátt í málfundi um femínsima hjá Heimdalli. Honum leidd- ist ekki en heyrði fátt nýtt. Svona, svona... Ég er mjög döpur og sorgmædd. Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi forsætisráð- herra, var með böggum hildar eftir kosningaham- farir Samfylkingunnar. Orðaflaumur ársins 2013 Samfélagsumræðan hefur sjaldan verið hressari en á vorum síðustu og bestu tímum virkra í athugasemdum en með tilkomu netsins getur fólk nú tekist á og rifið kjaft allan sólarhringinn. Fréttatíminn hefur hér tekið saman fleyg ummæli sem látin voru falla á árinu. Mörg þeirra verða sjálfsagt söguleg þegar fram líða stundir og margir þeir sem hér komu við sögu tókst að orðum sínum að lenda í hakkavél athugasemdakerfanna. Framhald á næstu opnu ESB eða FBI? Því miður verður ekki betur séð en að þetta sé einfaldlega hluti af því að reyna að halda þessari ríkisstjórn saman, eins og svo margt annað, sama hvað það kostar. Þarna taldi Vigdís ljóst að FBI hafi ógnað stjórnar- samstarfi VG og Samfylkingar með því að koma til landsins og yfirheyra Sigga hakkara. Gróa á Leiti ehf Þessi maður er ekki til og líklega er þetta einhver sem þiggur laun fyrir að elta mig eða slíkt því umræðan síðustu fjögur ár í kommentakerfunum er náttúrulega alveg einstök. Vigdís taldi víst að talsverður rekstur væri í kringum það sem hún vildi kalla rógsherferð gegn sér á netinu. Náttúrlega Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir. Vigdís tryllti lýðinn þegar hún lét að því liggja að RÚV yrði refsað fyrir Evrópuslagsíðu á fréttastofunni með skertum fjárveitingum. Síðar á árinu var svo heldur betur látið sverfa til stáls í Efstaleitinu. Teygjanlegur brandari Ég bjó þarna til greinilega eitt atriði í viðbót sem netheimar geta skemmt sér yfir. Vigdís upplýsti alþjóð um að „strax“ væri teygjan- legt hugtak og sló að vonum í gegn á netinu. Isss, smámunir Ég get alveg sagt það að ef ég myndi þurfa að leggjast inn á spítala, nú tala ég bara fyrir mig, að þá þætti mér ekki mikið að þurfa að borga 1.200 krónur fyrir hverja nótt. Vigdís bregður sér hvorki við sár né bana og finnst sjálfsagt að greiða fyrir gistingu á Landspítalanum. Framsókn áfram, ekkert stopp! Vinstri stefna gengur út á það að koma sem flestum á bætur sem dæmi og að það sé verið að flytja til fjármagn með skatt- tekjum ríkisins og svo eru það alltaf einhverjir háir herrar sem deila því út aftur til baka. Vigdís Hauksdóttir, for- maður fjárlaganefndar, braut grundvallaratriðin í pólitíkinni til mergjar. Skrýtna fjölskyldan Framsóknarflokkurinn er fyrst og fremst fjöl- skylduflokkur. Vigdís greindi kjarnann í hugsjónum Fram- sóknarflokksins. Ekki er þó alveg ljóst flokkur hvaða fjölskyldna hann er. Stundum er betra að þegja... Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, liggur aldrei á skoðunum sínum og lætur allt flakka. Fáir ef nokkur í pólitík eiga jafn auðvelt með að stuða fólk með orðum sínum en Vigdís. Óstöð- ugir ærast og amast við bæði skoðunum hennar og oft á tíðum kostulegum ambögum sem hún skreytir boðskap sinn með. Hér eru nokkur gullkorn Vigdísar frá árinu sem er að líða. 28 úttekt Helgin 27.-29. desember 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.