Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.12.2013, Page 30

Fréttatíminn - 27.12.2013, Page 30
Veðrið er ekki svo með öllu illt Geitungar eiga erfitt í ár, maður sér varla kvikindi. Geitungarnir fóru seint af stað í vor enda kalt í veðri. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, útskýrði kærkomna fjarveru geitunga í sumar. Ég þarf samt ekkert að sitja á bekknum! Þótt þú sért lögga þá þarftu ekki að draga fólk eftir götunni. YouTube-hetjan Maggi Mix sendi kveðju til löggunnar sem handtók ölvaða konu og tók engum vettlingatökum á Laugaveginum. Gleði, gleði, gleðiganga Þegar Borgarstjórinn er farinn að klæðast íslenska þjóðbúningnum (Gefa skít í hann) og mála sig, verður manni óglatt. Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson gerði allt vitlaust með ummælum sínum um Gay Pride. Hvað er þá málið? Ég hef ekkert á móti þessari göngu, og ég hef ekkert á móti hommum og lesbíum. Gylfi fór síðan stríð við klámfengnar vindmyllur og sló hvergi af. Styttist í efnahagsbatann Hann er kominn á einhver svakaleg sýklalyf þannig að þetta ætti nú að lagast brátt. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráð- herra, útskýrði hvað varð til þess að Sigmundur Davíð fór á fund Obama í ósamstæðum skóm. Velkominn til samtímans! Það er móðgun við Íslandssöguna og alveg sérstak- lega við Vestmannaeyinga sem minnast hryllingsins 16. til 18. júlí 1627, þegar allt líf á staðnum var lagt í rúst, hátt í 250 teknir fastir og tugir drepnir. Borgarstjórinn fyrrverandi, Ólafur F. Magnússon, hafði áhyggjur af fyrirhugaðri byggingu mosku í Reykjavík og setti hana í samhengi við Tyrkjaránið. Eins og krókódíll Ég er ekki inni í skáp, en ég er með þykkan skráp. Hannes Hólmsteinn Gissurarson ræddi leikritið Maður að mínu skapi í Kastljósinu en fáum duldist að þar var Hannes hafður til fyrirmyndar aðalpersónunni. Svikasilfur Þetta er klárlega ekki ólympíuandinn. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, brást illa við fréttum um að silfurverðlaunapeningur handboltalandsliðsmanns væri til sölu. Bragi Valdimar Skúlason Ég nenni ekki að vera með í þjóð sem handtekur Ómar Ragnarsson. Alþjóð tók andköf af hneykslan þegar lögreglan tók Ómar Ragnarsson fastan þar sem hann var að mótmæla vegaframkvæmdum í Gálgahrauni. Hvernig endaði The Wire? Þetta hefur verið frábært samstarf, og að mörgu leyti einstakt. Það hefur verið byggt á hreinskilni, hrein- skiptni, samræðu og samstöðu. Dagur B. Eggertsson mun sakna Jóns Gnarr. Hvaða vitleysa er þetta? Hvaða dónaskapur er það að telja menn einangrunarsinna fyrir að hafa þá skoðun að hagsmunum okkar sé betur borgið utan Evrópusam- bandsins. Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra brást hinn versti við greinarskrifum Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu. En heldur þótti ráðherra seilast langt þegar hann skammaði annálað prúðmenni eins og Þorstein fyrir dónaskap. Fífl og dóni Þú ættir að skammast þín, þú ert óþverri. Páll Magnússon útvarps- stjóri svaraði Helga Seljan að sjómannasið, eins og sönnum Eyjamanni sæmir, eftir átaka- fund með starfsfólki RÚV. Þau drukku það allt Ég er í raun forviða, það hefði nú verið ódýrara hjá þessu fólki að hella einfaldlega brennivíni á lóðina. Sverrir Agnarsson, formaður félags Múslima, furðaði sig á undarlegum gjörningi andstæðinga moskubygg- ingar í Reykjavík sem lögðu svínshöfuð á lóðina þar sem fyrirhugað er að bænahúsið rísi. Smáskilaboðaþóf Við viljum alls ekki að nátt- úruverndin komist að og við þurfum að standa vaktina. SMS-lekinn hjá Vodafone sýndi svo ekki verður um villst að Gunnar Bragi Sveinsson, nú utanríkis- ráðherra, heldur ekki fram hjá gildum Framsóknarflokksins. Skelltu þessu á WikiLeaks maður! Kjósendur þínir verðskulda að vita fyrir hvaða upphæð þú seldir þig Hollywood og hvaða leyniákvæði leynast í samningnum. Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, og Birgitta Jóns- dóttir þingpírati tókust á um þátt Birgittu í gerð kvikmyndar um WikiLeaks sem Assange finnur allt til foráttu. Hefur fámenn þjóð efni á Herjólfi? Getur 320 þúsund manna þjóð verið með Þjóðleikhús sem tekur til sín 900 milljónir? Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hristi upp í umræðunni með vangaveltum um almenna getu íslensku þjóðarinnar. Hann mun aldrei gleym’ henni Thatcher var einn merkasti stjórnmálamaður 20. aldar. Ég hitti hana nokkrum sinnum, og er hún mér mjög minnisstæð. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bret- lands, kvaddi þennan heim á árinu. Hannes Hólm- steinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor og mikill aðdáandi, minntist hennar. Vinsælli en vinstri stjórnin Þetta er uppáhaldsþáttur fólks á öllum aldri um víða veröld. Jóhönnu Sigurðardóttur brá fyrir í þætti um Simpsons-fjöl- skylduna sem gerðist á Íslandi. Hún hafði tilefni til að fagna enda einstakur árangur hjá íslenskum stjórnmálamanni og þótt víðar væri leitað. Kynjafræði 101 Þá er spurningin sú: Á að refsa öðrum fyrir það að ég hafi fæðst karlkyns? Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, forsætisráðherra, velti upp tilvistarlegri spurningu þegar hann svaraði fyrir kynjahalla í ríkisstjórn sinni. Baráttukonur sjá rautt Leiga á líkömum kvenna er þarna kynnt til sögunnar sem hluti af hressilegu sumarfríi en ekki birtingarmynd kynferðislegs ofbeldis. Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir tóku flugfélagið WOW á beinið á vefritinu Knúz.is fyrir sér- kennilegan auglýsingatexta um Amsterdam þar sem vakin var athygli á að þar mætti finna vændis- konur og gras til reykinga. Rússagrýlan tekin til bænanna Trúarbrögðin ykkar eru hættulegri en samkynhneigð. Hommar eru skemmtilegir. Þið og ykkar kirkja eruð einfald- lega óhugnanleg. Jón Gnarr, borgarstjóri, sat ekki þegjandi undir aðför rússneska þingsins að réttindum samkyn- hneigðra. Sárt ert þú leikinn Ólafur fóstri Ég sakna Sámur meira eins og ég sakna Ólafur. Dorrit Moussaieff, forsetafrú, stal senunni eins og henni einni er lagið þegar lögheimilis- flutningur hennar var ræddur í fréttum. Heimilishundinn á Bessa- stöðum ætlar hún ekki að yfirgefa þótt lögheimili hennar sé í Bretlandi. Og góður í ensku? Hann er mjög viðkunnanlegur, og sérstaklega skipulagður í allri framsetningu og rökfærslum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hitti Obama, Bandaríkjaforseta, og hreifst af kappanum. 30 úttekt Helgin 27.-29. desember 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.