Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.12.2013, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 27.12.2013, Blaðsíða 60
Edrú quiz hjá ung-Sáá Þegar fólk leggst inn á Vog gefur það upplýsingar um sína aðstandendur og ráð- gjafar SÁÁ hafa þá samband og bjóða þeim fræðslu. Í mörgum tilfellum leita aðstandendur þó til SÁÁ þrátt fyrir að sá sjúki hafi ekki viðurkennt vanda sinn. „Ef neysla annarra fer að skyggja á lífið þá er ástæða til að koma í viðtal,“ segir Helga Óskars- dóttir, ráðgjafi hjá Fjölskylduráðgjöf SÁÁ. Hún segir mörgum aðstandend- um þykja fyrstu skrefin þung þegar leitað er eftir hjálp. „Oft finnst fólki erfitt að viðurkenna að það ráði ekki við vandann,“ segir hún. Helga segir þó mikilvægt að hafa í huga að það sé merki um styrk að leita sér hjálpar. Í tilfelli alkóhólisma gildi ekki það viðhorf að gefast aldrei upp og halda bara áfram. Það sé einmitt gott að viðurkenna vanmátt sinn og fá hjálp. Stjórnleysi einkennir fíknisjúkdóma Helga segir megin markmið Fjöl- skylduráðgjafarinnar að fræða að- standendur og veita þeim stuðning. „Okkur finnst mjög mikilvægt að fá fjölskyldurnar hingað og segja þeim hvernig sjúkdómurinn er svo þær geti verið styðjandi við þann veika og jafnframt hlúð að sjálfum sér. Þetta er sérstakur sjúkdómur sem þarf sér- staka meðferð. Eitt helsta einkenni fíknisjúkdóma er stjórnleysi. Fólk í neyslu missir stjórn á neyslunni og hegðuninni og samskiptin fara í rugl.“ Aðstandendur reyni oft að ráðleggja sjúklingnum um hvað eigi að gera en það hafi engin áhrif því stjórnleysið sé svo mikið. Helga segir algengt að aðstandendur noti sömu aðferðir við vandamál tengd alkóhólisma og við önnur vandamál, eins og að þrífa upp eftir partíin og borga skuldirnar þó það eigi bara að vera í þetta eina sinn. „Með þessu móti sér sá sjúki ekki afleiðingar neyslunnar. Fólk telur sig vera að hjálpa en er í rauninni að viðhalda ástandinu.“ Hinn sjúki þurfi að fá að reka sig á og borga skuldir sínar og í langan tíma sé fólk kannski búið að segja fíklinum hvað hann eigi að gera og haldi stundum að hann leggi sig fram við að svekkja það. Framkoma fjölskyldunnar hefur áhrif Í Von er boðið upp á fjölskyld- unámskeið sem standa í fjórar vikur og eru tvö kvöld í viku og segir Helga það oft góða byrjun að fjölskyldan leiti sér aðstoðar og læri hvernig meðlimir hennar geti haft áhrif á þann sjúka til dæmis með því að tala við hann á annan hátt. „Fjölskyldan verður glaðari og þá kemur oft löngunin hjá þeim sjúka að gera eitthvað í sínum málum. Oft eru aðstandendur búnir að hafa það á tilfinningunni að ekki sé á þá hlustað og það getur haft neikvæð áhrif því fólk skilur sjúkdóminn ekki. Það er mikil- vægt að sleppa tökunum og varpa ábyrgðinni yfir á alkóhólistann og spyrja hvað hann hyggist gera en ekki alltaf að leysa vanda- málin fyrir hann.“ Fólk týnt í meðvirkni Meðvirkni er algeng meðal að- standenda áfengis- og vímuefna- sjúklinga og segir Helga ýmis líkamleg einkenni geta fylgt henni, eins og vöðvabólga, höf- uðverkur, bakverkur og melt- ingartruflanir. Þá séu andleg einkenni eins og kvíði, þung- lyndi, reiði og vonleysi einnig algeng. Þessi einkenni koma vegna streitunnar sem fjöl- skyldan býr við. Sá meðvirki sé alltaf mjög upptekinn af öðrum og telji sig vita hvernig öðrum líður og jafnvel hvernig aðrir hugsa. Fólk sé svo upp- tekið af öðrum að það sjálft týnist og viti jafnvel ekki hvað það vilji fá út úr lífinu og sé alltaf á vaktinni að passa upp á aðra og gleymi sjálfu sér. Hjá Fjölskylduráðgjöf SÁÁ í Von í Efstaleiti er að- standendum áfengis- og vímuefnasjúklinga veitt fræðsla og stuðningur. Að- standendur verða oft með- virkir og gleyma að huga að sjálfum sér og því er mikilvægt fyrir þá skilja sjúkdóminn alkóhólisma. Ráðgjafi segir að ef neysla annarra skyggi á lífið sé ástæða til að koma í viðtal. Merki um styrk að leita sér hjálpar Ung-SÁÁ er félagsskapur fólks, 35 ára og yngra, sem vill skemmta sér edrú. Mánað- arlega er haldið edrú quiz, spurningakeppni þar sem tveir og tveir eru saman í liði. Að sögn Sigmundar Einars Jóns- sonar er alltaf fenginn þjóð- þekktur einstaklingur til að vera spyrill. „Núna í desember ætlar Sigga Klingenberg að sjá um að spyrja og tónlistarmað- urinn Steinar spilar tónlist. Svo eru alltaf flottir vinningar í boði,“ segir hann. Í mars eða apríl ár hvert er farið í skíða- ferð á Siglufjörð og síðast fóru 50 manns. Ung-SÁÁ hópurinn fer einnig saman í bíó, Bláa lón- ið og á næstunni er fyrirhugað að bjóða upp á matreiðslukynn- ingar, danskennslu og jafnvel kennslu í date-tækni og daðri. Nánari upplýsingar um UNg-SÁÁ má nálgast á Facebook-síðunni Ung-SÁÁ og netfangið er ungsaa@gmail.com Annan hvern fimmtudag heldur Ung-SÁÁ stjórnar- fundi í Von í Efstaleiti og eru allir velkomnir. „Við erum allt- af að taka inn nýtt fólk og það eru allir velkomnir að starfa með okkur og hjá okkur eru allir jafnir.“ Sigmundur segir félags- starfið sérstaklega vel henta þeim sem hafa einangrað sig frá gömlu neyslufélögunum og vilja skemmta sér edrú. Sjálfur fór hann í meðferð á Vog í október 2010 en datt í það stuttu seinna. „Þá fór ég strax til SÁÁ og fékk hjálp til að halda áfram á beinu braut- inni. Þar var haldið rosalega vel utan um edrúmennskuna mína.“ Oft finnst aðstand- endum erfitt að viðurkenna að þeir ráði ekki við vandann. Helga Óskarsdóttir er ráðgjafi hjá Fjöl- skylduráðgjöf SÁÁ í Von. Hún segir mikilvægt að fræða og styðja við bakið á aðstandendum áfengis- og vímuefna- sjúklinga. „Þetta er sér- stakur sjúkdómur sem þarf sérstaka meðferð og eitt helsta einkenni hans er stjórnleysi.“ Ljósmynd/Hari FjölSkylduráðgjöF Sáá: 4 DESEMBER 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.