Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.12.2013, Side 61

Fréttatíminn - 27.12.2013, Side 61
Ef fram fer sem horfir, verður tap SÁÁ vegna Vogs í ár 180 milljónir. Óvissa ríkir um fram- tíð spítalans og hefur starfs- fólki verið fækkað og þjónusta skert. Tæplega þrjú hundruð manns eru nú á biðlista eftir læknismeðferð þar. Yfirlæknir Vogs leggur áherslu á að álag á aðrar heilbrigðisstofnanir muni aukast þegar þjónusta á Vogi sé skert. Hagkvæmast sé að áfengissjúkt fólk fái við- eigandi læknismeðferð í stað þess að vera ómeðhöndlað hjá lögreglunni, á bráðamóttöku eða á öðrum sjúkradeildum. Niðurskurður á árunum eftir hrun hefur bitnað á starfsemi Vogs og ríkir mikil óvissa um hvernig henni verður hagað í framtíðinni. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, hefur þjónusta við sjúklinga verið skert á þessu ári og starfsfólki fækkað. „Þegar þessu rekstrarári lýkur borgar SÁÁ um 180 milljónir með þjónustunni sem veitt er á Vogi. Það mun hafast með því að draga úr þjónustu en það er alveg ljóst að við getum ekki staðið undir slíkum halla áfram næstu árin. Framhaldið er í algjörri óvissu og enginn veit hvernig þetta mun fara,“ segir hann. SÁÁ greiðir sjálft fyrir hluta sjúklinganna Ríkið greiðir fyrir 1.700 innlagnir á Vogi á ári þó þörfin sé mun meiri og segir Þórarinn stefna í að á milli 2.100 og 2.200 innlagnir verði á árinu og greiðir SÁÁ fyrir heilbrigðisþjónustu þess hóps sem ríkið greiðir ekki fyrir. „Það hagar þannig til að við erum í samfélagi þar sem allir sem eru með sjúkdóm eiga að fá læknis- meðferð sem greidd er úr sam- eiginlegum sjóðum landsmanna. Alkóhólismi er viðurkenndur sjúkdómur hér á landi og hefur verið lengi. Ríkinu ber því að veita þessum sjúklingum meðferð eins og öðrum,“ segir hann. Þó innlagnir Vogs hefðu aðeins verið 1.700 í ár myndi hallinn samt vera 100 milljónir. „Þetta bil þarf að brúa, það er ekki nóg að við fækkum sjúklingum.“ Biðlistar lengjast Að sögn Þórarins voru rúmlega 100 manns á biðlista á hverjum tíma fyrstu árin eftir hrun en fjöldinn fór upp í hundrað og fimm- tíu til tvö hundruð fyrir einu og hálfu ári síðan. „Núna síðla sumars fór fjöldinn upp í tæplega þrjú hundruð en svo langur hefur listinn ekki verið síðasta áratug,” segir hann. Þórarinn segir mjög erfitt að velja fólk til innlagnar af svo löngum biðlista þó reynt sé að sinna þeim veikustu eins fljótt og mögulegt er. „Það er kallað inn af listanum eftir ákveðnum reglum. Við eigum í sam- starfi við Lögregluna í Reykjavík og tökum við fólki í bráðainnlögn sem lögreglan telur að sé mjög illa á sig komið á götunni. Við eigum einnig í samvinnu við geðdeild og bráðamóttöku á Landspítala og ýmsar aðrar heilbrigðisstofnanir og þær mælast til þess að ákveðnir einstaklingar hafi forgang.“ Vandinn hverfur ekki Þórarinn segir mikilvægt að hafa í huga að Vogur sé hluti af íslenska heilbrigðiskerfinu og að margar aðrar heilbrigðisstofnanir treysti á starfsemi hans og að þegar þjón- ustan á Vogi minnki bitni það á öðrum stofn- unum sem áfengissjúklingar muni leita til. „Það er hagkvæmast að hver sjúk- lingur sé á sínum bás og þá á ég við að þeir sjúklingar sem þurfa á bráðaþjónustu að halda séu á bráðamóttöku, þeir sem þurfa í skurðaðgerðir séu á skurðdeild og áfengissjúklingar í áfengis- meðferð en ekki öfugt,“ segir Þór- arinn og leggur áherslu á að þó Vogi yrði lokað losni samfélagið ekki við áfengissjúklinga því þeir muni leita annað. „Áfengissjúkt fólk verður þá ómeðhöndlað hjá lögreglunni, á bráðamóttöku og inni á almennum deildum þar sem það mun kalla á útgjöld sem hægt væri að sleppa við væri þetta fólk á réttum stað – á stofnun fyrir fólk með áfengis- og vímuefnavanda.“ Að mati Þórarins skiptir miklu máli að fara skynsamlega með það fé sem til er þegar kreppir að og peninga vanti til heil- brigðisþjónustunnar þannig að sparnaður náist fyrir samfélagið í heild. „Þetta er hægt að reikna út með ýmsum hætti en það liggur í augum uppi að um leið og illa farinn áfeng- issjúklingur fer inn á Vog sparast peningar við að hafa viðkomandi þar. Það er ódýr- ara að hafa slíkt fólk á Vogi því utan Vogs stofnar það til útgjalda fyrir þjóðfélagið sem er fimm til sjö sinnum meiri en daggjaldið á Vogi er. Það er hægt að eyða alveg ótrúlega miklum peningum og sjá lítinn árangur ef þeim er eytt á rangan hátt þegar kemur að áfengis- og vímuefnafíklum.“ Byggðu sitt sjúkrahús sjálf Vogur var fyrst tekinn í notkun fyrir ná- kvæmlega þrjátíu árum og var byggður fyrir fé sem SÁÁ safnaði meðal almennings. Þar dvelur fólk í tíu daga og er þar rými fyrir sextíu sjúklinga. „SÁÁ hefur byggt þessi hús yfir starfsemina af eigin rammleik og fengið til þess lítinn styrk frá opinberum aðilum og engan núna í nokkuð langan tíma.“ Þórarinn segir ýmis dæmi um að sjúklingahópar hafi tekið sig til og byggt spítala, eins og berklasjúklingar hafi gert á sínum tíma. Sjúklingasamtök nú til dags séu þó flest í pólitískum málum og stuðningi við sjúklinga og aðstandendur. Þau leggi yfir- leitt ekki beinharða peninga í skurðaðgerðir eða læknismeðferðir fyrir sína sjúklinga eða byggja sína eigin spítala. „Við höfum gert hvort tveggja en ríkið staðið við sitt og borgað fyrir meðferð hjá 1.700 sjúklingum á ári þó það sé ekki nóg.“ Fólk treystir á Vog Um níu prósent allra lifandi Íslendinga á aldrinum 16 til 64 ára hafa einhvern tíma á ævinni leitað á Vog. Að sögn Þórarins treystir fólk á að þjónusta Vogs standi til boða í fram- tíðinni fyrir þá sem hana þurfa. „Það er ljóst að þeir fjármunir sem við fáum núna duga ekki fyrir þeirri þjónustu sem við veitum. Ef ekki verða gerðar breytingar þurfum við að skerða þjónustuna verulega en höfum ekki enn tekið ákvörðun um það hvernig þeim verður háttað.“ SÁÁ sé búið að eiga í sam- starfi við heilbrigðisráðuneytið í 36 ár og muni ekki grípa til neinna ráðstafana nema í samráði við yfirvöld. „Vegna hallareksturs hefur óvissa um starfsemi á Vogi aldrei verið meiri og við vitum ekki hvað í ósköpunum fólk ætlar sér að gera. Það er verið að fást við margan annan vanda í samfélaginu eins og til dæmis biluð röntgentæki á Landspít- ala og skuldaniðurfærslur. Fólk hefur ekki skondrað augunum hingað og það er óljóst hvaða afleiðingar það mun hafa í för með sér. Við hjá SÁÁ berum ekki ein ábyrgð á því að þessi þjónusta verði í boði.“ Við hjá SÁÁ berum ekki ein ábyrgð á því að þessi þjónusta verði í boði. Óvissa um framtíð Vogs Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, hefur þungar áhyggjur af þeim afleiðingum sem niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefur á starfsemi á Vogi. Í ár stefnir í að á milli 2.100 til 2.200 sjúklingar leggist þar inn en ríkið greiðir aðeins fyrir 1.700 manns. SÁÁ greiðir mismuninn. Ljósmyndir/Hari 5 2013 DESEMBER

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.