Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.12.2013, Síða 63

Fréttatíminn - 27.12.2013, Síða 63
AFMÆLISVEISLA Í VON 28. DESEMBER KL. 15-17 PÁLL ÓSKAR OG MONIKA ABENDROTH HLJÓMSKÁLAKVINTETTINN LJÓSMYNDASÝNING KAFFI OG KÖKUR SJÚKRAHÚSIÐ VOGUR 30 ÁRA Opið hús í Von, Efstaleiti 7. Börn eru mismunandi eins og þau eru mörg og bregðast við aðstæðum sínum á mismunandi hátt. Eins er stuðnings-net þeirra mis þétt. Það eru þó ákveðin einkenni sem geta verið sameiginleg með börnum sem eru aðstandendur áfengis- eða vímuefnasjúklinga, eins og til dæmis skömm, sektar- kennd, reiði, höfnunartilfinning, depurð, kvíði og neikvæð sjálfs- mynd. Þetta eru börn sem búa við álag og oft mikla óvissu og upplifa oft mikið óöryggi vegna aðstæðna sinna,“ segir Ása Margrét Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Barnahjálp SÁÁ. Þar gefst börnum á aldrinum átta til átján ára kostur á sál- fræðiþjónustu vegna áfengis- eða vímuefnaneyslu foreldra eða annarra náinna fjölskyldumeðlima. Að sögn Ásu Margrétar felst þjónusta Barnahjálparinnar fyrst og fremst í fræðslu, forvörn og stuðningi. „Rannsóknir sýna að börn alkóhólista eru í ákveðnum áhættuhópi. Það er aukin áhætta að þau geti þróað með sér alkóhólisma eins og foreldrar þeirra, bæði vegna þeirra aðstæðna sem þau alast upp við og erfðaþátta.“ Ása segir þær aðstæður geta komið upp að börn kenni sjálfum sér um neyslu foreldra sinna og þá komi upp sektarkennd. „Börn telja stundum að það sé eitthvað í þeirra fari eða eitthvað sem þau hafa gert af sér sem sé þess valdandi foreldrar þeirra drekki. Fræðslan felst meðal annars í því að fyrir- byggja slíkt. Að sögn Ásu Margrétar Sæ- mundsdóttur, sálfræðings hjá Barnahjálp SÁÁ, er aukin áhætta á að börn alkóhólista geti þróað með sér alkóhólisma, bæði vegna þeirra aðstæðna sem þau alast upp við og erfðaþátta. Ljósmynd/Hari. Sálfræðiþjónusta fyrir börn alkóhólista Hjá BarnaHjálp Sáá í Von er Börnum á aldrinum 8 til 18 ára Veitt SálfræðiþjónuSta Vegna áfengiS- eða VímuefnaneySlu aðStandenda: Rannsóknir sýna að aukin áhætta er á að börn alkóhólista geti þróað með sér alkóhólisma líkt eins og foreldrar þeirra, bæði vegna erfðaþátta og aðstæðna í umhverfi þeirra. Félagsvist og dans í Von Annað hvert laugardagskvöld stendur SÁÁ fyrir félagsvist og dansi í Von. Félagsvistin hefst klukkan 20 og svo er dansinn stiginn frá klukkan 22. „Hingað kemur frábær hópur fólks sem vill spila og dansa án áfengis og vímuefna. Það er alltaf góð mæting fólks á breiðu aldurs- bili,“ segir Metta Íris Kristjánsdóttir. Nú í haust var boðið upp á dansnám- skeið hjá Auði Haralds í Von. „Það er mjög gaman að læra að dansa og góð og skemmtileg hreyfing. Bæði hjón og einhleypir mæta og alltaf hægt að finna dansfélaga.“ Ýmsir skemmtilegir viðburðir eru yfir árið og heldur hópurinn þrettán- dagleði 4. janúar og árlega er haldið þorrablót. Barnajólaball SÁÁ verður haldið í dag, föstudaginn 27. desember klukkan 15, og sjá Metta Íris og fleiri félagar um skipulagningu þess. Metta Íris fór í meðferð fyrir rúmum 12 árum og varð edrú í fyrstu tilraun. „Með góðum stuðningi SÁÁ og ekki síður fjölskyldu minnar og félaga hefur gengið vel að taka einn dag í einu. Það gefur mér mjög mikið að vera í þessum félagsskap og að geta tekið þátt í félagsstarfinu eins og félagsvistinni og dansinum. Við sem skipuleggjum við- burðina gerum það í sjálfboðavinnu og af mikilli alúð því við eigum SÁÁ okkar lífgjöf að þakka. Það er ekkert flóknara en það.“ Hægt er að styðja Barnahjálp SÁÁ í hvert sinn þegar bensín er tekið með sérstökum lykli frá Atlantsolíu. Með því að verða sér úti um SÁÁ-lykilinn og dæla hjá Atlantsolíu fara tvær krónur af hverj- um lítra til Barnahjálpar SÁÁ. Lyklinum fylgja auk þess ýmis fríðindi og afsláttar- kjör. Fólk sem þegar á lykil frá Atlantsolíu getur breytt honum í SÁÁ-lykil á heima- síðu Atlantsolíu. Stuðningur með SÁÁ-lykli Atlantsolíu 7 2013 DESEMBER

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.