Fréttatíminn - 27.12.2013, Qupperneq 64
E
lías Guðmundsson og Sólveig
Eiríksdóttir, eða Elli og Solla á
Gló, opnuðu fyrsta Gló veitinga-
staðinn árið 2007 en síðan hafa
tveir nýir staðir bæst við. Þau eru
sammála um að undanfarið hafi átt sér stað
vakning hér á landi þegar kemur að hollu
mataræði, uppruna fæðunnar og hreyfingu.
„Hörðustu bjúgnavígin eru að falla og fólk
sem lætur eins því finnist mataræði ekki
skipta neinu máli, það er farið að laumast í
eitthvað grænt,“ segir Solla og brosir. Elli
bætir við að þau finni mikinn mun á jóla-
vertíðinni á Gló. „Áður fyrr varð rólegt hjá
okkur strax í lok nóvember en núna er mikið
að gera allan desember og alveg brjálað á
milli jóla og nýárs svo fólk hættir ekkert í
hollustunni yfir jólin,“ segir hann.
Solla er grænmetisæta en Elli fær sér
stundum kjöt. „Ég hef nú aldrei verið brjál-
aður í kjöt en fæ mér einstaka sinnum
þegar mig langar til en við eldum aldrei kjöt
heima,“ segir hann. Solla á tvær dætur og
tvö barnabörn og Elli eina dóttur. Dæturnar
eru aldar upp við hollustufæði og kunna vel
að meta það. Báðar dætur Sollu voru græn-
metisætur eins og móðirin en svo kom Elli
annarri þeirra upp á að borða kjöt. Aðspurð
hver viðbrögð hennar voru svarar Solla hlæj-
andi að það hafi verið í góðu lagi. Elli flýtir
sér að bæta við að það hafi verið alveg óvart.
Græn og edrú jól
Síðustu tíu árin hafa Elli og Solla boðið for-
eldrum sínum, börnum og barnabörnum til
sín á aðfangadagskvöld. Þá er boðið upp á
grænt hlaðborð og Elli bakar humar í ofn-
inum og segja þau kjötfólkið í fjölskyldunni
kunna vel að meta humarinn og finnist hann
sá besti sem þau hafa smakkað. „Svo gerum
við alltaf kartöflusalat sem hefur fylgt ætt-
inni minni. Salatið og humarinn er það eina
sem við höfum alltaf árlega. Grænu réttirnir
eru mismunandi ár frá ári. Þetta eru ekki
mjög fastar hefðir hjá okkur,“ segir Solla.
Með matnum drekka sumir jurtagos eða
sparisódavatn en aðrir malt og appelsín og
hlakkar Elli sérstaklega mikið til þess að
drekka jólaölið í ár.
Elli segist vera mikill nammigrís og í sam-
starfi við vini sína flytja þau inn til landsins
súkkulaði-kanil möndlur sem er jólanammið
þeirra á hverju ári. „Þetta var fáanlegt hérna
á Íslandi í góðærinu en datt svo út en við
höfðum upp á þessu og flytjum sjálf inn fyrir
jólin, sko nokkra kassa en ekki gáma,“ segir
hann og hlær.
Solla og Elli halda alltaf áfengislaus jól og
hafa kosið að haga sínu fjölskyldulífi á þann
hátt. Bæði eru þau alin upp við áfengislaus
jól og segjast glöð að hafa haldið þeim sið
með sínum fjölskyldum.
Meðferð góður leikur
Á sínum yngri árum var Elli í mikilli vímu-
efnaneyslu en fór í meðferð og hætti fyrir
16 árum, þá 26 ára. Hann kveðst hafa verið
svokallaður nútíma alkóhólisti sem byrjar í
drykkju og fer fljótlega í fíkniefni. „Ég var
alltaf mikill prinsippmaður og ætlaði að
mennta mig en aldrei að taka fíkniefni inn
í mitt líf. Svo leiddi eitt af öðru og ég var í
neyslu í sex ár,“ segir hann.
Elli fór í meðferð og kveðst heppinn að
hafa orðið edrú í fyrstu tilraun. „Ég fór ekki
í meðferð vegna þess að mér leið svo illa í
neyslunni heldur af því mér fannst það góð-
ur leikur í stöðunni. Ég var kominn út í horn
og fannst fínt að nota þetta meðferðarkort.
Í meðferðinni varð ég svo fyrir vakningu og
sá að alkóhólisminn átti mig og að allt sem
ég gerði tengdist honum,“ segir hann. Elli
segir edrúmennskuna þó ekki hafa verið
upp á marga fiska til að byrja með. „Ég var
með nýliðaruglið í nokkur ár. Hugarfarslega
var ég edrú en ennþá fastur í sjálfsvorkunn
og biturð og fannst ég eiga að fá miklu meiri
verðlaun fyrir að vera að taka á mínu lífi en
vildi ekki taka ábyrgð á því. Alkóhólíska
hugsunin var föst í hausnum.“
Taka lífinu eins og það er
Eftir að hafa verið edrú í fjögur ár kveðst hann
hafa verið óvinsælli í vinnu en þegar hann var
í sem mestri neyslu. „Þetta er mjög kómískt
svona eftir á en hugarfarið var mjög brenglað
eftir alla neysluna,“ segir hann. Svo fór hann að
vinna í sínum málum og þá fór að ganga betur.
Elli og Solla hafa verið par í 11 ár og
reka saman veitingastaðinn Gló. Þau
hafa hollustuna í öndvegi og halda
jólaboð á hverju aðfangadagskvöldi
þar sem boðið er upp grænt hlaðborð
og humar sem þeirra nánustu kunna
vel að meta. Á árum áður átti Elli við
vímuefnavanda að etja en fór í meðferð
og varð edrú í fyrstu tilraun. Í dag er
hann þakklátur fyrir að hafa borið gæfu
til að hætta neyslu áður en hann lenti á
Litla-Hrauni. Þau Solla njóta þess hvern
dag að lifa edrú lífi saman.
Græn og
áfengislaus jól
8 DESEMBER 2013