Fréttatíminn - 23.12.2011, Síða 10
Borgin komi
á fót alvöru
leigumarkaði
Íslenskur sérfræðingur hjá sænsku ráðgjafafyrirtæki segir ein-
stakt tækifæri til þess að koma á fót öflugum leigumarkaði á
höfuðborgarsvæðinu. Borgin ætti að stofna sjóð í samvinnu við
Íbúðalánasjóð og bankana og aðra fjárfesta því það sé þjóð-
hagslega hagkvæmt. Ekkert land getur búið við það til lengdar
að fjármálastofnanir sitji á fasteignum sínum.
E kkert land gæti búið við það til lengdar að bankar liggi með hundruð ónotaðra íbúða á efnahagsreikningum sínum og hvorki leigi þær né selji, eins og Íbúðalánasjóður og bankarnir gera nú hér
á landi. „Líklegt má telja að fjármálastofnanir haldi uppi markaðsverði á
íbúðum með því að selja ekki íbúðirnar,“ segir í úttekt Ásgeirs Brynjars
Torfasonar, sem er starfandi sérfræðingur í Svíþjóð í málefnum fasteigna-
markaðarins.
Ásgeir vinnur hjá ráðgjafafyrirtækinu Sigol Logistics AB Real Estate
Consulting og gerði úttekt fyrir Reykjavíkurborg á kostum og göllum
þess að borgin stofni sjóð með það að markmiði að gera leiguhúsnæði að
raunhæfum valkosti til búsetu í borginni. Úttektin var lögð fyrir borgarráð
í síðustu viku. „Samkvæmt könnun Eurostat búa rúmlega 15 prósent íbúa
á Íslandi í leiguhúsnæði. Það hlutfall er næstum helmingi hærra í Dan-
mörku, Svíþjóð og á Bretlandi svo dæmi séu tekin.“
Borgarinnar að styrkja leigumarkaðinn
Ásgeir telur að vegna þess fjölda íbúða sem bankar og Íbúðalánasjóður
sitji uppi með í kjölfar efnahagshrunsins væri þjóðhagslega hagkvæmt ef
borgin stofnaði sjóð í samvinnu við fjármálastofnanirnar og stofnfjárfesta,
eins og lífeyrissjóði, svo hægt sé að leysa úr hnútnum og koma á öruggum
leigumarkaði í landinu. Þá væri hægt að leigja íbúðir til langs tíma og á
hagstæðu verði.
Í skýrslu sem Capacent vann fyrir borgina vegna málsins er vísað í tölur
Seðlabankans þar sem segir að samtals eigi fjármálafyrirtækin 2.500
íbúðir, þar af séu 551 í byggingu, 983 í útleigu en 948 standi auðar og séu
tilbúnar til útleigu.
Ásgeir segir í úttekt sinni að þar sem aðstæður séu þannig á Íslandi að
ekki hafi skapast almennur og öruggur leigumarkaður sé það eðlilegt
hlutverk stærstu sveitarfélaganna að sjá til þess að honum sé komið á fót.
Hann telur sýnt að einkaaðilar geti ekki sinnt því að tvö-
falda leigumarkaðinn og gera hann öruggan til lang-
tímaleigu, eins og stefna ætti að. Árleg ávöxtun
þyrfti að vera það há að leiguverð yrði mun hærra
en almenningur ræði við.
Einstakt tækifæri núna
„Á Íslandi er hins vegar einstakt tækifæri til
að koma á almennum leiguíbúðamarkaði núna.
Forsendur eftir efnahagshrunið skapa möguleika
til að velja mismunandi hluta af þeim kerfum
sem eru til staðar í Evrópu og skapa
nýja samsetningu húsnæðis-
markaðarins á Íslandi og fjölga
þannig almennum leiguíbúðum.
Stofnun Sjóðsins er hugsuð til
þess.“
Samkvæmt heimildum
Fréttatímans er málið nú á
borði fjármálaskrifstofu
Reykjavíkurborgar til
frekari skoðunar. Meðal
annars vinnur skrifstof-
an að því að gera úrdrátt
úr skýrslum Capacent og
Ásgeirs fyrir borgarfulltrúana.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Verður leigumarkaðurinn efldur á
valdatíma Samfylkingar og Besta
flokksins undir stjórn borgarstjórans
Jóns Gnarr? Málið er í skoðun. Mynd/Hari
Aðeins ríflega fimmtán prósent fjölskyldna leigja húsnæði hér á landi. Nú er
tækifærið að byggja upp alvöru leigumarkað, segir fasteignasérfræðingur. Mynd/Hari
Fjölga þarf leiguíbúðum um 8.800 þegar litið er til næstu
þriggja ára. Þörf er fyrir um þrettán þúsund fleiri leiguíbúðir á
höfuðborgarsvæðinu til lengri og skemmri tíma, þótt forsendur
geti breyst. Þetta mat vann Capacent fyrir Reykjavíkurborg.
Borgin skoðar að stofna sjóð til að stækka leigumarkaðinn
og gera fólki kleift að leigja til langframa.
Sjötíu prósentum fleiri vilja leigja sér íbúð en gera það í
dag, samkvæmt könnun Capacent. Með einföldu reiknings-
dæmi telur Capacent því að heildareftirspurn eftir leigu-
íbúðum á landinu getið verið allt að rúmum 39 þúsund
íbúðum til lengri tíma. Eftirspurn sé eftir um tólf þúsund
fleiri leiguíbúðum í Reykjavík.
Capacent bendir þó á að samkvæmt Eurostat [evrópsku
hagstofunni] hafi Íslendingar notað um 20 prósent ráð-
stöfunartekna sinna í húsnæði árið 2010, sem sé svipað
og í nágrannalöndunum. Sé miðað við það hefðu ein-
ungis níu prósent hjóna efni á að greiða af 140 fm
íbúð, ef fermetraverð í leigu sé 1.500 krónur en
18 prósent væri leigu-
verðið 1.200 krónur.
- gag
Vantar 8.800 leiguíbúðir
á næstu þremur árum
Úr greiningu Capacent:
17,5 prósent þeirra sem eiga húsnæði í
landinu eiga það skuldlaust.
40 prósent leigjenda hafa 250 þúsund
krónur í mánaðartekjur og um 60
prósent þeirra eru yngri en 34 ára.
Samkvæmt Lífskjararannsókn Hag-
stofunnar er svipað hlutfall heimila
í vanskilum með húsnæðislán eða
leigugreiðslur og var árið 2004, eða
um eitt af hverjum tíu.
Árið 2011 sögðust 51,5 prósent fjöl-
skyldna eiga erfitt með að ná endum
saman. Árið 2004 var þetta hlutfall
46,2 prósent.
Fjölgun fólks á höfuðborgarsvæðinu
hefur verið um eitt prósent frá
efnahagshruninu. Íbúum Reykjavíkur
fækkaði hins vegar um eitt prósent
í fyrra.
Mokkaskinnsjakkar
úr Toscana lambi
Hlýleg jól
10 fréttaskýring Helgin 23.-25. desember 2011