Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.12.2011, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 23.12.2011, Qupperneq 18
É g finn að full þörf er fyrir starf á þessum vettvangi. Æ fleiri leita til mín og vegna sérþekkingar minnar á réttarsviðinu dýraréttur og þar ætla ég að beita mér af fullum þunga. Fólk þarf að vita réttarstöðu sína og réttarstöðu dýra undir ýmsum kringumstæðum. Það er til dæmis oft kvartað undan hundum og lögregla kemur jafnvel á heimili og tekur dýr af eigendum, Fólk telur sig þurfa að afhenda dýrið. Þarna er hundeigandinn með ákveðna réttarstöðu og það þarf að gæta réttarstöðu dýrsins líka.“ Þetta segir Árni Stefán Árnason sem í byrjun þessa árs lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Lokaritgerð hans fjallaði um réttindi dýra. Árni Stefán hefur verið mikill dýravinur frá æskudögum en hugmynd- inni að ritgerðarefninu var fálega tekið af kennurum hans í upphafi. Þó var á hana fallist ef hann fengi góðan umsjón- armann. „Ég náði mér í ljómandi góðan leiðbeinanda sm er Arnar Þór Jónsson héraðsdómslögmann en hann starfar meðal annars með Ragnari Aðalsteins- syni mannréttindafrömuði. Ég nýtti mér kunnáttuna í lögfræði gagnvart þessu réttarsviði sem enginn hefur gert áður,“ segir Árni Stefán en hann fékk góða einkunn fyrir ritgerð sína og gaf hana út á liðnu vori. Þar fékk hún heitið: „Hin leynda þjáning búfjár á Íslandi.“ Dýrin svipt eðlislægum þörfum „Aðbúnaður svína, hænsna og loðdýra á Íslandi er fyrir neðan allar hellur og ekki í neinu samræmi við dýraverndar- lög,“ segir Árni Stefán, en í ritgerðinni rannsakaði hann meðal annars aðbúnað þessara dýra. „Það felst einfaldlega í því að dýrin eru svipt því sem við köllum eðlislægar þarfir. Svín fá mjög lítið athafnarými. Þau eru lokuð inni og að þeim þrengt. Gylturnar eru notaðar sem verksmiðjur, látnar gjóta got eftir got og fá enga hvíld. Hænur eru lok- aðar inni í litlum búrum, sem svara til stærðar eins A4 blaðs, og eru stöðugt að verpa. Mjög er þrengt að þeim þar sem þær eru fjórar saman í búri. Þær fá ekki að fljúga og fá ekkert að sinna sinni eðlisþörf að róta í sandi eða grasi. Hvað hinn vaxandi loðdýraiðnað varðar þá eru minkarnir alveg sviptir eðlisþörfum sínum. Þetta eru villt dýr sem eru lokuð inni í búrum og fær mjög lítið rými,“ segir Árni Stefán. Hann bætir því við að ekki sé hægt að búa til umhverfi fyrir villt dýr þannig að þeim líði vel. Það sé hins vegar neyt- andans að taka ákvörðun. „Ef neytand- inn hættir að nota þessa vöru þá leggst þetta sjálfkrafa af. Loðdýraeldi hefur verið bannað í fjölmörgum Evrópu- löndum af siðferðislegum ástæðum enda talið að þjáningin sé mikil fyrir dýrin í þessu eldi. Ef neytendur vissu af henni myndu þeir bakka og láta vöruna eiga sig. Loðdýrabændur eru að þjóna þörfum neytandans, fólki sem vill hafa kraga um hálsinn eða klæðast skinnum, sem er ástæðulaust pjatt.“ Lífræn vottun Árni Stefán segir að hægt sé að bæta ástandið. Til séu reglur á Íslandi sem veita það svigrúm, svokölluð lífræn vottun. „Í lífrænu eldi er komið að fullu til móts við eðlislægar þarfir dýra. Það er hægt að fá lífræna vottun á kjúk- lingaframleiðslu, eggjaframleiðslu og svínaframleiðslu. Um leið og menn eru komnir með þá vottun þurfa þeir ekki að hafa samviskubit lengur. Dýrunum líður vel og maður sér það,“ segir Árni Stefán. Hann bendir á að fari menn eftir þessum alþjóðlega staðli, sem einn aðili hér á landi hefur leyfi til að votta, fái dýrin meira rými og fái meðal annars að fara undir bert loft. „Þetta þarf ekki að vera dýrara þegar á allt er litið,“ segir Árni Stefán. „Því er haldið fram að endanlegur kostnaður sé minni fyrir umhverfi og menn en sá fórnarkostn- aður sem til dæmis á sér stað í svína- ræktinni vegna þess að verksmiðjubú- skapurinn er svo mengandi og hefur neikvæð áhrif á lýðheilsu og umhverfi.“ Árni Stefán veit þó ekki til þess að hér á landi séu lífrænt vottaðir kjúklinga- eða eggjabændur. Kýr eiga rétt á útivist Sauðfjárbúskapur er hins vegar almennt í mjög góðu standi, að mati Árna Stef- áns. Þótt í þeirri grein finnist einstaka skussar sé það alger undantekning. „Ég held að það sé hugsað mjög vel um fé og það sama á við um hross. Þar eru menn yfirleitt í góðum málum. Hross eru talin laga sig vel að íslenskum vetri þótt dæmi séu um að ekki sé sinnt kröfum um nægilegt skjól. Hvað kúabúskap varðar er nokkuð um það að bændur séu að færa sig yfir í svokölluð lausa- göngufjós. Kýr ganga þar lausar í stóru rými, ganga sjálfar í mjaltavélar og fá viðeigandi fóðrun. Það er hins vegar ákveðinn blekkingarblær á þessu vegna þess að í sumum tilfellum fá þessar kýr ekki að fara út. Bændur hafa verið sekt- aðir á undanförnum misserum fyrir að sinna ekki lágmarks útivistarkröfum samkvæmt reglugerð. Kýr eiga að fá 8 vikna útivist en sumir bændur sneiða hjá þessu. Þessi litla útivist er það sem gagnrýnt er í mjólkurbúskapnum auk þess sem ennþá er of mikið af hinum gömlu básafjósum.“ Takmarkaður skilningur á þörfum hunda Gæludýrin hafa líka fengið drjúgan tíma Árna Stefáns það sem af er ári. Hann vinnur endurgjaldslaust fyrir Kattavina- félagið eftir að formaður þess fór þess á leit við hann. „Ég tók því fagnandi að vinna fyrir stærstu einstöku dýravernd- arsamtök á Íslandi og hef unnið mikið með félaginu á ýmsan hátt. Við erum að ná góðum árangri. Þar er fólk með hár- rétta sýn á dýraverndarmálefni, góðan skilning og mikinn vilja. Mín kynni af Kattavinafélaginu eru þau að þar sé unnið gríðarlega öflugt starf, sem þó fer hljótt. Almennt er hugsað vel um ketti en það er of mikið um ljótar undan- tekningar þar sem kettir eru skildir eftir á víðavangi. Það er allt of mikið af heimilislausum köttum í Kattholti og hjá Dýrahjálp. Fólk sinnir ekki nógu vel ófrjósemisaðgerðum, að láta taka dýrin úr sambandi. Það er aðal vandamálið.“ Árni Stefán hefur alla tíð átt hunda og aldrei færri en tvo. Hann fer heldur ekki dult með skoðanir sínar: „Hundakúltúr á Íslandi er mjög skammt á veg kominn hér miðað við það sem þekkist erlendis. Sú hugsun að hundar eigi hvergi heima nema í sveit er allt of ríkjandi. Fólk Lögfræðilegur málsvari dýra Fólk þarf að vita réttarstöðu sína og réttarstöðu dýra, segir Árni Stefán Árnason lögfræðingur sem hefur sérhæft sig í málum er varða dýr. Meistaraprófsritgerð hans fjallar um leynda þjáningu búfjár á Íslandi. Aðbúnað svína, hænsna og loðdýra segir hann vera fyrir neðan allar hellur. Hann segir hundakúltúr skammt á veg kominn. Hundar og kettir eru félagsverur sem verði að sinna. Jónas Haraldsson settist niður með dýralögfræðingnum og dýravininum. Gylturnar eru not- aðar sem verk- smiðjur, látnar gjóta got eftir got og fá enga hvíld. Hundar og kettir eru félagsverur, segir Árni Stefán Árnason. Hann hefur alla tíð átt hunda og aldrei færri en tvo. Ljósmynd/Hari Framhald á næstu opnu 18 viðtal Helgin 23.-25. desember 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.