Fréttatíminn - 23.12.2011, Qupperneq 58
Helgin 23.-25. desember 2011
Plötudómar dr. gunna
Kebab-diskó
Orphic Oxtra
Á heitari stað
Þessa tólf manna stórsveit
er ekki fyrsta bandið á
Íslandi til að gera fjöruga
Balkanskagamúsík að
undirstöðu fyrir tónlistar-
sköpun sína, en með þessari
annarri plötu sinni tekur
sveitin afgerandi forystu
á þessu sviði. Ekki aðeins
er platan sprellfjörug og
gáskafull heldur er hún líka
tónlistarlega spennandi og
fer í ýmsar áttir í fjörugri
framvindunni. Snagg-
aralegar taktskiptingar og
taktpælingar, eltingarleikja-
legur æsingur, snarpar U-
beygjur og sterkkryddaður
spuni halda hlustandanum
á tánum. Þetta er góð plata
til að blasta í bílnum á
ísköldum vetrarmorgni. Þá
er maður kominn á mun
heitari stað.
Fleiri notalegar
ábreiður
Stebbi og Eyfi
Mjúkir menn
Rjómalögðu flauelsbark-
arnir Stebbi og Eyfi fylgja
nú eftir ábreiðuplötu sinni
frá 2006 og syngja 12 lög til
viðbótar frá 8. áratugnum.
Platan er mestmegnis róleg
og aldeilis notaleg. Má
fastlega búast við að Létt
FM spili hana í spað. Þetta
er velheppnuð plata og ekki
kemur á óvart að hún er af-
burðavel sungin og nostur-
samlega spiluð. Lagavalið er
skemmtilegt. Þín innsta þrá
er í raun eina „lumman“ á
plötunni. Hitt eru misþekkt
lög (erlent mjúkpopp og lög
af sólóplötum Magnúsar
Kjartans og Einars Vilbergs),
sem félagarnir gera að
sínum með því að syngja
þau með nýjum íslenskum
textum. Plata sem stendur
undir nafni.
aðför að lögum
Megas og strengir
Tekk og pluss
Megas syngur 12 lög
úr söngbók sinni (frá
ýmsum tímum) við undirleik
strengjakvintetts. Útsetn-
ingarnar gerði Þórður sonur
Megasar og var prógrammið
fyrst flutt á Listahátíð 2010.
Margir fá eflaust hland fyrir
brjóstið enda auðvelt að
setja strengjahljóðfæri í
samhengi við tekk- og pluss-
klætt menningarsnobb.
Vissulega er stundum á
brattann að sækja á þessari
plötu og sumt hljómar eins
og upplestur með undirspili.
Sem er auðvitað fínt með
svona snilldartexta undir.
Þegar best tekst til eru
útsetningarnar spennandi
og músíkin kyngimögnuð.
Þá gerist það að einstakur
söngurinn fellur eins og flís
við hinn gyllta rass. Þá er
gaman.
Miðasala og nánari upplýsingar í Hallgrímskirkju: sími 510 1000 • www.listvinafelag.is
Á sínum eftirsóttu jólatónleikum, sem nú eru haldnir í 30. sinn, býður Mótettukórinn áheyrendum sínum upp á hugljúfa
tónlist frá ýmsum löndum. Erlendir kórfélagar leggja til jólalög frá sínum heimalöndum, Póllandi, Tékklandi, Hollandi
og Þýskalandi og er sungið á móðurmáli þeirra.
Einnig er flutt ný jólatónlist eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, Halldór Hauksson og Martin J. Cieslinski og jólalög eftir
Áskel Jónsson, Sigvalda Kaldalóns, Hörð Áskelsson, aría úr Jólaóratóríunni eftir J.S. Bach o.fl.
Björn Steinar Sólbergsson leikur á Klaisorgelið. Daði Kolbeinsson óbó, Áshildur Haraldsdóttir flauta.
Stjórnandi er Hörður Áskelsson.
Miðaverð 3.900 / 3.000 kr.
Björn Steinar Sólbergsson orgel · Hörður Áskelsson stjórnandi
Nýr og hátíðlegur jóladiskur með upptöku af uppseldum jólatónleikum
síðasta árs sem fangar tónleikastemninguna og jólaandann í Hallgrímskirkju.
Tilvalin jólagjöf - fæst í öllum helstu plötubúðum.
Jól með Mótettukór
Hallgrímskirkju
og Þóru Einarsdóttur sópran
nýr hljómdiskur:
heilög stund á jörð (CD)
Kristinn Sigmundsson og
mótettukór hallgrímskirkju
MIÐVIKUDAGUR 28. OG FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER KL. 20
Fjóla segir
starf auka-
leikarans
alltaf vera
skemmtilegt
en þó mis-
skemmtilegt
og allur
gangur sé á
hversu mikið
er um bið og
hangs.
Fjóla Hersteinsdóttir ÁHugasamur auKaleiKari
Stundum þarf að
trana sér fram
Fjóla Hersteinsdóttir er orðin býsna sjóaður aukaleikari en henni hefur á undan-
förnum þremur árum meðal annars skotið upp kollinum í íslenskum sjónvarps-
þáttum og kvikmyndum. Draumurinn var vitaskuld að komast að í Game of Thrones.
Það tókst ekki sennilega vegna þess að hún var ekki nógu ýtin.
F jóla er á meðal tæplega fjögur hundruð meðlima á Facebook-síðunni Auka-
leikarar og í hópi fjörutíu reyndari
statista á Facebook-síðunni Extras
in Iceland. „Ég var búin að vera
að dúlla við þetta á eigin vegum í
rúmlega þrjú ár þangað til ég gekk
í Facebook-hópinn í haust,“ segir
Fjóla og bætir því við að þetta fyrir-
komulag sé mun þægilegra þar
sem framleiðslufyrirtækin auglýsi
eftir áhugaleikurum á síðunum.
„Þannig að maður þarf ekki alltaf
að vera að banka upp á hjá þeim
og spyrja hvort eitthvað sé í gangi.
Þetta er mjög þægilegt bæði fyrir
okkur og fyrirtækin.“
Fjóla hafði mikinn áhuga á leik-
list þegar hún var yngri en segist
hafa verið of feimin og óframfærin
til þess að taka þátt í stafi leiklistar-
klúbba og taka skrefið. „Svo ákvað
ég bara á gamals aldri að það væri
gaman að fara út fyrir eigin þæg-
indaramma og festist ég í þessu.
Þetta er svo ofsalega skemmti-
legt.“ Fyrsta verkefni Fjólu var
við sjónvarpsþættina Ástríður en
þá var hún í fimmtán manna hópi
sem hafði fasta viðveru í mánuð
en þau áttu öll að vera starfsfólk á
vinnustað aðalpersónunnar. „Eftir
það var maður bara komin á skrá
hjá þeim.“
Auk Ástríðar hefur Fjóla skotið
upp kollinum í sjónvarpsþáttunum
Rétti I og II, Pressu 2, Mið-Íslandi,
Mannasiðum Gillz og hún var með
í tökum á Áramótaskaupinu. Hún
hefur einnig verið til taks fyrir
kvikmyndirnar Bjarnfreðarson,
Okkar eigin Osló, Sumarlandinu,
Eldfjalli sem og Djúpinu og Svartur
á leik sem eiga eftir að koma fyrir
sjónir almennings.
Fjóla segir áhugann á leiklist
og kvikmyndagerð halda flestum
statistum við efnið þar sem ekki
trekki launin. Stundum er unnið
launalaust eða ákveðin upphæð er
greidd fyrir hvern dag. „Þetta er
lélegasta tímakaup sem nokkur
manneskja getur fengið en flestir
hafa gríðarlegan áhuga á þessu og
svo er merkilegt að fylgjast með því
hvernig sjónvarpsþættir, kvik-
myndir og auglýs-
ingar verða til.“
Fjóla segist að
vonum hafa haft
áhuga á því að
komast að sem auka-
leikari í Game of
Thrones. „Það var
draumurinn minn,
eins og þúsund
annarra, að komast
í Game of Thrones.
Fjórir eða fimm úr
okkar hópi urðu fyr-
ir valinu en ég held
að maður hafi þurft
að hafa einhver sam-
bönd og nota þau. Ég
er ekki orðin alveg
nógu góð í því. Maður þarf svolítið
að trana sér fram í sumt,“ segir
Fjóla og bætir við að þótt fáir taki
eftir aukaleikurum þá taka allir
eftir því ef þá vantar. „Það verður
ekki til sjónvarpsþáttur, kvikmynd
eða auglýsing án aukaleikara.“
Það var
draumurinn
minn, eins
og þúsund
annarra,
að komast
í Game of
Thrones.
Harkalegur
skilnaður
framundan
Söngkonan og Idol-
dómarinn Jennifer Lopez
sótti um skilnað frá
eiginmanninum, Marc
Anthony, í júlí síðasta og
er hann ekki enn gengið
í gegn. Fyrr í vikunni
birtust þó myndir af
söngkonunni ásamt
nýjum kærasta, Casper
Smart, sem er rúmlega
Situr inni í tæp níu
ár fyrir fíkniefnabrot
Svo virðist sem vandræði sonar leikarans Michael Dou-
glas ætli engan enda að taka. Cameron Douglas, sem er
33 ára gamall, er algjör vand-
ræðagosi og hlaut hann fimm
ára fangelsisdóm árið 2007
fyrir fíkniefnabrot. Sá dómur
var framlengdur í vikunni um
fjögur og hálft ár vegna vörslu
fíkniefna innan fangelsis-
veggja. Faðir hans og stjúp-
móðir, leikkonan Catherine
Zeta-Jones, hafa bæði sent
yfirvöldum löng bréf þar sem
þau grátbiðja um að fangelsis-
dómurinn verði styttur.
Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem Cameron fær að dúsa bak
við lás og slá því árið 1999 var
hann fundinn sekur um að
hafa í fórum sínum kókaín og
heróín í miklu magni. Came-
ron hefur sjálfur reynt hvað
hann getur til að losna undan þessum fjögurra og hálfs
árs dómi svo sem með yfirlýsingum þess efnis að hann sé
meira en reiðubúinn að snúa baki við fíkniefnadjöflinum.
nítján árum yngri
en hún. Voru
þau hjónaleysin
að versla saman
skartgripi í
Los Angeles.
Anthony er ekki
par sáttur við
þessa hegðun
eiginkonu sinnar
og segist hann
vera tilbúinn í
harða forræðis-
deilu um börnin
þeirra tvö.
58 menning