Fréttatíminn - 04.01.2013, Qupperneq 2
Við kynnum ný tæki frá Technogym.
Í janúar fáum við ný tæki í tækjasalinn okkar.
Flottasta upphitunarlína sem er í boði frá Technogym á
Ítalíu. Technogym er einn stærsti framleiðandi á líkamsræk-
tartækjum í Evrópu. Falleg ítölsk hönnun og einföld í notkun.
Við höfum haft góða reynslu af tækjum frá Technogym og
leituðum því til þeirra til að bæta aðstöðuna hjá okkur.
Ath. Minnum á lágmarks binditíma. Hvetjum viðskiptavini til að lesa vel yfir samninga sína. Einnig er hægt að kaupa almenn kort sem eru tímabundin og án uppsagnar. Þau kort eru eingreiðslukort.
* Útreikningur miðast við fullt mánaðargjald á 12 mánaða tímabili.
hvaða áskriftarleið hentar þér?
Verð í KK klúbbinn miðast við mánaðarlegar greiðslur (boð- eða beingreiðslur). Lágmarks binditími er mismunandi eftir áskriftarleiðum, allir
samningar eru ótímabundnir og halda áfram sé þeim ekki sagt upp. Uppsagnarfrestur er alltaf 3 mánuðir en fríðindi eru mismunandi eftir áskrift,
sjá nánari útskýringar hér að neðan. Skráningargjald í KK klúbbinn er 3.500 kr.
KK klúbburinn - hagstæðasta leiðin
Gildir í alla opna og LOKAÐA tíma, tækjasal,
heita laug, vatnsgufu, sauna og hvíldarhreiður.
Binditími: 10 mánuðir
Staðfesta þarf skólavist.
Uppsögn: 3 mánuðir
Frysting: Hægt að frysta gegn gjaldi.
Barnagæsla: Innifalin
Skólaáskrift er fyrir 25 ára og yngri.
Staðfesta þarf skólavist.
Gildir í alla opna og LOKAÐA tíma, tækjasal,
heita laug, vatnsgufu, sauna og hvíldarhreiður.
Binditími: 12 mánuðir
Uppsögn: 3 mánuðir
Frysting: Hægt að frysta gegn gjaldi.
Barnagæsla: Innifalin
Fríðindi: 10% afsláttur af dekri, snyrtivörum
og booztdrykkjum.
Gildir í alla opna og LOKAÐA tíma, tækjasal,
heita laug, vatnsgufu, sauna og hvíldarhreiður.
Binditími: 12 mánuðir
Uppsögn: 3 mánuðir
Frysting: Hægt að frysta gegn gjaldi.
Barnagæsla: Innifalin
Óvænt Eðalgjöf einu sinni á ári
Fríðindi: 15% afsláttur af dekri, snyrtivörum
og booztdrykkjum.
skólaáskrift 5.490 kr. grunnáskrift 6.490 kr. eðaláskrift 7.990 kr.
Þú sparar 84. 120 kr. * Þú sparar 72. 120 kr. * Þú sparar 141. 460 kr.*
Árgjald 54.120 kr. * ásamt kaupauka að verðmæti 87.340 kr.
Samtals: 141.460 kr.
Nýjung! Safakúr
{vertu góð við sjálfa þig}
Skemmtun með VISIOWEB
Visioweb afþreyingakerfið í hlaupabrett-
unum er það nýjasta á markaðinum í
upphitunartækjum. Á brettinu er rafrænn
snertiskjár þar sem hægt er að vafra á
netinu, spila leiki og horfa á sjónvarpið.
Einnig er hægt að skoða myndbönd af
líkamsræktarþjálfun á meðan þú ert að hita
upp. Einnig getur þú tengt þinn eigin iPod
eða iPhone við tækið til að hlusta á þín
uppáhalds lög eða horft á þínar myndir.
Nýjung á Íslandi!
VisioWeb
Nýtt upphaf-Ný framtíð-Ný þú.
Það er mikið um að vera hjá okkur í
Baðhúsinu og við hugsum stórt en stígum
þó varlega til jarðar. Í tilefni þess að á
vormánuðum mun Baðhúsið hefja sitt 20.
starfsár erum við með nokkur verkefni í
bígerð. Á næstu dögum eigum við von á
nýjum og fullkomnum tækjum í tækjasalinn
okkar, frá Ítalíu. Þar erum við fyrst heilsu-
ræktarstöðva á Íslandi með svokallað
VisioWeb afþreyingarkerfi, sem er
snertiskjár þannig að meðan þú brennir
hitaeiningum getur þú vafrað um á netinu,
skráð þig inn á Facebook eða Twitter og
lesið nýjustu fréttir svo eitthvað sé nefnt.
Einnig fjárfestum við í nýjum spinninghjólum
sem verið er að setja saman þegar þetta
blað fer í prentun.
Eftir að hafa verið í heilsugeiranum í tvo
áratugi hef ég fundið fyrir hversu stórt hlut-
verk andlega hliðin spilar inn í það að huga
vel að heilsunni. Með það að leiðarljósi
kynnum við nýja deild í fyrirtækinu, svo-
kallaða “andlega deild” þar sem við hlúum
sérstaklega að sálinni og er það Tristan
Gibbin hugleiðslukennari sem mun stýra
þróun á þeim málum hjá okkur.
Þar er Baðhúsið aftur í fararbroddi meðal
heilsuræktarstöðva með að kynna þessa
nýju og mikilvægu þjónustu.
Nú sem endranær bjóðum við upp á fjöl-
breytt úrval tíma í stundaskrá, fyrir konur
á öllum aldri, hvort sem þú ert að stíga þín
fyrstu skref í átt að betra lífi eða hvort þú
ert þaulvön og viljir taka á því að ákefð.
Við leggjum mikla áherslu á notalegheit
þannig að konunum okkar líði vel þegar
þær koma hingað inn og að það sé gaman.
Þú þarft ekki að vera í nýjustu tísku í
æfingafatnaði, hér erum við allar að huga
að okkur sjálfum, fyrir okkur sjálfar.
Ég og starfsfólk mitt erum hér til að
aðstoða þig til að bæta heilsuna, andlega
og líkamlega, enn frekar. Stefnum á að
gera árið 2013 það besta hingað til og að
vera í okkar besta formi.
Við getum allar átt nýtt upphaf, nýja fram-
tíð og orðið nýjar manneskjur.
Vertu velkomin í Baðhúsið.
Linda Pétursdóttir
Eigandi Baðhússins
20. starfsárið
að hefjast
Lj
ós
m
yn
da
ri
K
ja
rt
an
M
ár
M
ag
nú
ss
on
.
Ný spinninghjól
Við kynnum nýja deild í Baðhúsinu.
Það er ekki síður mikilvægt að hlúa að
sálinni eins og líkamanum. Við kynnum fyrst
líkamsræktarstöðva á Íslandi nýja deild í
Baðhúsinu þar sem við hlúum að sálinni.
Tristan Gribbin leikkona hefur umsjón með
þróun á nýju deildinni þar sem lögð er
áhersla á hugleiðslu, djúpöndun og slökun.
Tristan byrjar með kynningu á hugeiðslu í
opnum tímum í stundaskrá á miðvikudags-
kvöldum kl. 19.30. Spennandi námskeið
verða í boði á önninni sem við kynnum
nánar á heimasíðunni okkar, badhusid.is
{Nýjung!
Andlega deildin}
LÍKAMI + SÁL
Öflugustu hjólin á markaðnum í dag.
Hjólaðu á nýjustu og öflugustu hjólunum
á markaðnum í dag. Viljirðu brenna
hitaeiningum hratt og auka þol og úthald
verulega á skömmum tíma þá er hjólatími
fyrir þig. Þú stillir hjólið eftir þinni getu og
hjólar eftir bestu hjólakerfum sem búið er
að setja saman í takt við skemmtilega og
uppörvandi tónlist. Spinning, Rpm og Sál-
arspinning eru hjólatímar í stundaskránni.
{Nýjungar!}
Ný tæki
frá Technogym Ítalíu
{V
er
ul
ei
ki
nn
e
r a
fu
rð
d
ra
um
a
ok
ka
r,
ák
va
rð
an
a o
g
að
ge
rð
a.
}
Nú getur þú pantað 3 eða 5 daga detox
safakúr í móttökunni. Dagurinn inniheldur
grænmetissafa, ávaxtasafa og okkar
vinsæla Detox drykk, sem er hreinsandi
engifer drykkur. Prufaðu að létta máltíð-
irnar í nokkra daga. Þú sækir nýjan dags-
skammt af söfum þegar þú kemur á æfingu.
}}
Kaupauki, að verðmæti 87.340 kr. !-fylgir KK Eðaláskrift--Árskort í sundlaugar Reykjavíkur (ÍTR)-2 tímar hjá einkaþjálfara-Vikukort fyrir vinkonu-5 stykkja booztkort-Handklæði við hverja komu
Glæsilegur kaupauki
fylgir KK-Eðaláskrift
2013-Áramótablað_KápaFr.Tíminn.indd 2 3.1.2013 16:07