Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.01.2013, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 04.01.2013, Qupperneq 8
Einar Oddsson, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum, við speglatæki á meltingarsjúkdómadeild sem eru orðin svo léleg að þau minnka líkurnar á því að ýmsar flóknar aðgerðir takist. Ljósmynd/Hari  Færð Vetur konungur minnir á sig Sorphirða að komast í samt lag „Um leið og færðin versnaði fórum við að dragast aftur úr í sorphirðunni,“ segir Guð- mundur B. Friðriksson, skrif- stofustjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur- borgar. Vetrarfærðin hefur sett strik í reikninginn hjá sorp- hirðufólki í höfuðborginni, sem víðar, en að sögn Guð- mundar hefur verið unnið af krafti til að komast aftur á áætlun. Kveðst Guðmundur gera ráð fyrir að sorphirða komist aftur í samt lag á morgun, laugardag. „Hálkan er ekki að hjálpa okkur og það er erfitt að trilla fullum tunnum upp brekkur við þessar aðstæður,“ segir Guðmundur. „Við förum hægt inn húsagötur á bílunum enda ekkert grín ef margra tonna trukkar renna af stað,“ segir hann en fullhlaðinn sorpbíll vegur um 19 – 20 tonn. Sorphirða í Reykjavík er að komast í rétt horf eftir erfiða vetrarfærð. Ljósmynd/Hari  Heilbrigðismál tækjakostur á landspítala Aðgerðir mistakast vegna lélegs búnaðar Endurtaka þarf aðgerðir á sjúklingum á Landspítala sem takast ekki vegna þess hve tækjabún- aður er orðinn lélegur og úreltur. Þrjá milljarða þarf til að koma tækjakosti í eðlilegt horf – en enn hærri upphæð ef framþróun á að verða. t ækjabúnaður á Landspítala er í mörgum tilfellum orðin svo lélegur að endurtaka þarf flóknar aðgerðir á sjúklingum sem takast ekki vegna úr sér genginna tækja. Karlmaður þurfti nýverið að gangast undir flókna aðgerð á gall- göngum sem gerð er í gegnum speglunar- tæki en aðgerðin tókst ekki. Einar Odds- son, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum á Landspítalanum, segir að líkurnar á því að aðgerð sem þessi takist, séu meiri ef tækjabúnaður er fyrsta flokks, sem hann er ekki. „Það er dapurlegt að þurfa að taka sjúklinga mörgum sinnum í sams konar aðgerðir bara vegna lélegs tækjabúnaðar,“ segir Einar. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, tekur undir þetta og segir að því miður sé raunin sú, að tækjakostur Landspítalans sé orðin svo úreltur víða að endurtaka þurfi aðgerðir af þeim sökum. „Við reynum að sjálfsögðu að koma í veg fyrir að það gerist en þróunin er orðin svo hröð og líftími tækj- anna orðinn styttri en áður,“ segir Björn. „Tækjabúnaðurinn er orðinn gamall og endurnýjun hefur setið á hakanum hér á meltingasjúkdómadeild sem annars staðar á spítalanum,“ segir Einar. Nýjustu tækin sem notuð eru á meltingasjúkdómadeild eru þau sem spítalinn fékk frá St. Jósefs- spítalanum í Hafnarfirði þegar honum var lokað fyrir um tveimur árum, önnur tæki eru enn eldri. Að sögn Björns er fjárþörfin til nauðsyn- legrar endurnýjunar tækja um milljarður á ári næstu þrjú árin. „Það dugir eingöngu til að koma tækjakosti í eðlilegt horf. Við myndum þurfa hærri upphæð til að þróa tækjakostinn áfram,“ segir hann. Biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, lýsti í nýársávarpi sínu yfir áhyggjum af stöðu tækjabúnaðar Landspítalans og ætlar að leiða söfnun til tækjakaupa á spítal- anum. Björn segir að spítalinn þurfi allan þann stuðning sem hægt er að veita þó svo að landssöfnun muni engan veginn skila því fjármagni sem þörf er á. „Við fengum rúmar 800 milljónir á fjárlögum fyrir þetta ár og erum því komin af stað. Auk þess fáum við nokkur hundruð milljónir í gjafir árlega,“ segir hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Það er dapurlegt að þurfa að taka sjúk- linga mörg- um sinnum í sams konar aðgerðir bara vegna lélegs tækja- búnaðar. jafn íslenskur og... jafn íslenskur og gráð, hiti fimm stig. GÓÐOSTUR Innritun í síma 897 2896 www.bakleikfimi.is Bakleikfimi Betri líðan í hálsi, herðum og baki undir leiðsögn sjúkraþjálfara Hádegis- og eftirmiðdagstímar í sundlaug Hrafnistu við Laugarás. Með sambaívafi í Heilsuborg, Faxafeni 14 Hefst 7. janúar 6 fréttir Helgin 4.-6. janúar 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.