Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.01.2013, Síða 10

Fréttatíminn - 04.01.2013, Síða 10
 Evópusambandið markaðir hafa róast vEgna Evrukrísu Bankabandalagið var „sprengjuvarpan“ sem dugði f jármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna komust að niðurstöðu um miðjan desember um að leggja drög að svokölluðu bankabandalagi evruríkjanna á árinu 2013 sem taka á gildi um næstu áramót. Karel Lannoo, framkvæmdastjóri Centre for European Policy Studies og sérfræðingur í evrópskri fjármálastefnu og fjármálaeftirliti, segir samkomulag fjármálaráðherranna stórt skref fram á við í því skyni að leysa úr fjármálavandanum í Evrópu. Nokkur ríki í evrusamstarfinu hafa glímt við verulega erfiðleika í ríkisfjármálum og hefur hrikt í stoðum fjármálakerfisins sjálfs. Í nýlegri skýrslu Seðlabanka Íslands um evrusamstarfið og fjár- málalegan stöðugleika kemur fram að ríkisfjármálavandinn og vandinn í fjár- málakerfi evrusvæðisins eru samtvinn- aðir og snerta því bæði þær ríkisfjár- málareglur sem evruríkin hafa gengist undir, regluverkið sem fjármálakerfið á evrusvæðinu og raunar öllu EES-svæð- inu starfar eftir og viðbúnaðarkerfi sem er til staðar. Jafnframt snerti vandinn mörk peningastefnu og ríkisfjármála, sem á krepputímum geta stundum reynst óljós. Rætur ríkisskulda- og fjármálakrepp- unnar á evrusvæðinu liggi allt í senn í hinni alþjóðlegu fjármálakreppu, í skipulagsgöllum evrusvæðisins og veik- leikum í uppbyggingu og hagstjórn ein- stakra ríkja. Síðustu sex mánuði hefur hins vegar náðst ákveðið jafnvægi á mörkuðum en til þess þurfti markvissar aðgerðir af hálfu Evrópu- sambandsins. „Talað hefur verið um tvær „sprengju- vörpur“ (Bazookas) í þessu samhengi en þær eru í raun þrjár,“ segir Karel Lannoo. Í fyrsta lagi hafi Seðlabanki Evrópu lýst því yfir að hann muni gera allt það sem er í hans valdi til þess að styðja við evruna og þróað kerfi sem kallast OMT, Outritght Monit- ary Transactions. Það þýðir að ef aðildarríki eru í vandræðum með að fjármagna skuldir muni Seðla- banki Evrópu grípa inn í og kaupa skuldir. „Þjóðverjar gagnrýndu þetta fyrirkomulag harkalega og er um- ræðunni ekki enn lokið þótt útlit sé fyrir að Þjóðverjar muni hafa betur,“ segir Lannoo. Önnur „sprengjuvarpan“ kallast ESM, European Stability Mechanism, sem hefur verið formlega sett á fót og samþykkt af öllum aðildarríkjum sem eru hluti af evrusvæðinu. Fyrir ári samþykkti European Financing Stability Fund, nokkurs konar varasjóð upp á 500 milljarða evra, rúmar 84 þúsund milljarða íslenskra króna, sem var formlega tekinn í gagnið þann 8. október síðastliðinn, og er ætlað að styðja við aðildarríki sem eru í fjármálavanda. Í dag njóta þrjú ríki þessarar aðstoðar, Írland, Grikkland og Portúgal. „Spurningin er hvaða ríki verður næst,“ segir Lannoo. „Það verður að öllum líkindum Spánn, ekki sem ríki þó, heldur spænskir bankar.“ Þríþættar aðgerðir Evrópusambandsins hafa róað markaði og aukið traust á evrusamstarfinu, segir belgískur sérfræðingur í evrópskri fjármálastefnu og fjármálaeftirliti, Karel Lannoo. Hann segir bankabandalagið, sem samþykkt var um miðjan desember, þýðingarmikið. Lög og reglur í ESB Helstu tegundir laga og reglna í ESB eru eftirfarandi:  Reglugerðir (regulations): Löggjöf sem tekur gildi í öllum aðildarríkjunum samtímis og ekki þarf að inn- leiða sérstaklega í landsrétt.  Tilskipanir (directives): Er beint til aðildarríkjanna og eru bindandi þannig að uppfylla verður markmiðin en ríkin ákveða sjálf með hvaða hætti það er gert.  Ákvarðanir (decisions): Gilda í einstökum málum og eru bindandi fyrir þá sem þeim er beint til.  Tilmæli (recommendations) og álit (opinions): Eru ekki bindandi, heldur áeggjan til þeirra sem þau beinast að. Evran og ríkisskulda kreppan á evrusvæðinu Alþjóðlega fjármálakreppan sem reið yfir árið 2007 og náði hámarki haustið 2008 og ríkisskuldakreppan á evrusvæðinu sem fylgdi í kjölfarið varpar ljósi á samspil hinna þjóðhagslegu og fjár- málalegu þátta sem hafa áhrif á fjármálastöðugleika. Framvinda kreppunnar hefur leitt í ljós ýmsa bresti í reglu- og stofnanaum- gjörð sem á að stuðla að fjármálastöðugleika á evrusvæðinu eins og víðast hvar annars staðar. Umbótum á umgjörð fjármálaeftirlits Evrópusambandsins (ESB) og evrusvæðisins er hvergi nærri lokið. Meðal mikilvægra úrlausnarefna er t.d. dreifing á fjárhagslegum skuldbindingum, beinum og óbeinum, á milli aðildarríkja og sá freistnivandi (e. moral hazard) sem því getur fylgt. Úr skýrslu Seðlabanka Íslands um evrusamstarfið og fjármála- legan stöðugleika Þess vegna þurfti þriðju „sprengju- vörpuna“, bankasam- komulagið, sem verið hefur í með- ferð ríkja Evrópusam- bandsins síðan í júní og var samþykkt þann 13. desember síðastliðinn. Þriðja „sprengjuvarpan“ Þess vegna þurfti þriðju „sprengjuvörpuna“, bankabandalagið, sem verið hefur í meðferð ríkja Evrópusambandsins síðan í júní og var samþykkt þann 13. desember síðastliðinn. Evrópuráðið ákvað að spænskir bankar mundu einungis hljóta aðstoð ESM ef bankar á evrusvæðinu lytu stjórn Evrópska seðla- bankans. Niðurstaða um það náðist, sem sagt, um miðjan desember. Samkomulagið um bankabandalagið miðast að því að bönkum er skipt í tvo hópa, annars vegar banka sem eru með efnahags- reikning undir 30 milljörðum evra, og hins vegar banka sem eru annað hvort með stærri efnahagsreikning en það eða viðskiptareikn- ingur þeirra nemi yfir 20 prósentum af þjóð- arframleiðslu þess lands sem þeir eru í. Ætti það til að mynda við um íslensku bankana væri Ísland hluti af evrusamstarfinu. Skiptar skoðanir eru um samkomulagið, að sögn Lannoo og vísar hann í neikvæða gagnrýni álitsgjafa í Financial Times, Wolf- gang Münchau, sem birtist nokkrum dögum eftir að samkomulagið var undirritað. Þar segir hann samkomulagið mjög lítilvægt og það muni einungis hafa áhrif á 100-150 banka af sex þúsund. Seðlabanki Evrópu geti haft eftirlit með fjármálastofnununum en ekki sé ljóst hvað hann geti aðhafst. „Ég er ósam- mála honum,“ segir Lannoo. „Ég held því fram að minni bankar falli óbeint undir stjórn Seðlabanka Evrópu með þessu fyrirkomu- lagi.“ Nokkrir fyrirvarar Nokkrir fyrirvarar voru á samkomulaginu. Komast þarf að samkomulagi í tveimur öðrum tilskipunum sem eru í vinnslu, annars vegar varðandi innistæðutryggingar og hins vegar um samræmt regluverk banka. Hvert og eitt ríki hefur eigin reglur um innistæðu- tryggingar en komast þarf að samkomulagi um reglur sem gilda yfir öll ríki Evrópusam- bandsins. Regluverk um banka miðast að því að gripið verði til samræmdra aðgerða í hverju aðildarríki fyrir sig reynist banki vera í erfiðleikum og áður en Seðlabanki Evrópu grípur inn í. Auk þess, segir Lannoo, þarf að ljúka við tilskipun sem kallast CRD IV sem hefur verið í meðferð innan Evrópusambandsins í átta mánuði og varðar samræmdar skilgreiningar á því hvernig meta eigi eiginfjárstöðu banka innan Evrópusambandsins. Vonast er til þess að tilskipunin verði samþykkt í mars. Þá er enn í umræðu hvort Evrópusamband- ið eigi að fá heimildir til að koma að fjárlaga- gerð hvers aðildarríkis en um það eru skiptar skoðanir. Gagnrýnendur benda á að verði það samþykkt geti Evrópusambandið haft loka- orðið þó svo að fjárlög hafi verið samþykkt af lýðræðislega kjörnu þjóðþingi aðildarríkis. Að sögn Lannoo er það afar varhugaverð staða í augum margra aðildarríkja. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Síðustu sex mánuði hefur náðst jafnvægi á mörkuðum, segir Karel Lannoo, framkvæmdastjóri Centre for Euro- pean Policy Studies og sérfræðingur í evrópskri fjár- málastefnu og fjár- málaeftirliti. „Talað hefur verið um tvær „sprengju- vörpur“ (Bazookas) í þessu samhengi en þær eru í raun þrjár,“ segir hann. Nokkur ríki í evrusamstarfinu hafa glímt við verulega erfiðleika í ríkisfjármálum og hefur hrikt í stoðum fjármálakerfisins sjálfs. Í nýlegri skýrslu Seðlabanka Íslands um evrusamstarfið og fjármálalegan stöðugleika kemur fram að ríkisfjármálavandinn og vandinn í fjármálakerfi evrusvæðisins eru samtvinnaðir. 8 fréttir Helgin 4.-6. janúar 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.