Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.01.2013, Qupperneq 16

Fréttatíminn - 04.01.2013, Qupperneq 16
Seðlabankinn keypti krónur Seðlabankinn keypti krónur fyrir um sex millj- ónir evra, um einn milljarð króna, á gamlárs- dag til að sporna gegn veikingu krónunnar síðustu daga ársins. Gengi krónunnar hefur ekki verið veikara í tæp tvö ár. Óvissustigi aflétt á Vestfjörðum Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands hefur aflýst óvissustigi vegna hættu á snjóflóðum á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum. Rýmingu aflétt á Hofsósi Almannavarnir í Skagafirði, í samráði við snjó- flóðavakt Veðurstofunnar, hafa aflétt lokun á svæðinu norðan göngubrúar í Kvosinni á Hofs- ósi. Lokunin var sett á vegna snjóflóðahættu ofan við tvö hús sem hýsa Vesturfarasetrið og Íslensku fánasaumastofuna. Mál stúlknanna tekið fyrir í næstu viku Þórir Gunnarsson, ræðismaður Íslands í Tékklandi, segir að vonast sé til þess að mál stúlknanna tveggja, sem handteknar voru þegar átta kíló af kókaíni fannst í farangri þeirra á flugvellinum í Prag um miðjan nóvember, verði tekið fyrir 10. janúar. Úrskurðað í Icesave-málinu 28. janúar EFTA-dómstóllinn hyggst úrskurða í Icesave- málinu 28. janúar, að því er fram kemur á vefsíðu dómstólsins. Munnlegur málflutningur var í Lúxemborg í september. Flensan snemma á ferðinni Mikið hefur verið um inflúensu og aðrar pestir síðustu daga hér á landi. Sóttvarnalæknir segir að flensan sé snemma á ferð þennan veturinn og hvetur fólk til að hafa varann á. Þjóðkirkjan safnar fyrir Land- spítalann Biluð og úr sér gengin tæki á Landspítalanum stofna öryggi landsmanna í hættu, sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Þjóðkirkjan ætlar að efna til landssöfnunar fyrir sjúkrahúsið sem byrjar með samskotum í kirkjum landsins. Hælisleitendur lugu til um aldur Sjö af átta hælisleitendum sem komu til Ís- lands á síðasta ári og fóru í aldursgreiningu reyndust eldri en þeir sögðust vera. Þetta sýnir aldursgreining á tönnum þeirra. Tjón á raflínum nemur hundr- uðum milljóna króna Veðurtjón á raflínum hér á landi á síðasta ári hleypur á hundruðum milljóna króna, segir Guðlaugur Sigurgeirsson, deildarstjóri hjá Landsneti. Þingmannatap stjórnarflokka VG tapar átta þingmönnum og fengi sex, yrði gengið til kosninga nú, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Samfylkingin myndi tapa sjö þingmönnum, fengi þrettán. Björt framtíð fengi níu þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn 26, bætti við sig 10 og Framsóknarflokkurinn 9, jafnmarga og síðast. Hlutverk stjúpforeldris ekki jafn eðlislægt og foreldrahlutverkið Ónáttúrulega stjúpan É g fór í sund milli jóla og nýárs og hitti kunningjakonu í barnalauginni. Við ræddum saman meðan börnin voru að leika sér og leiddu umræðurnar okkur fljótlega út í nokkuð alvarlega sálma – að minnsta kosti miðað við aðstæður. Við ræddum hlutskipti okkar sem stjúpmæðra. Kunningjakonan er í tiltölulega nýrri sam- búð með manni sem átti þrjú stálpuð börn fyrir en hún sjálf eitt. Ég á þrjú stjúpbörn sem ég eignaðist þegar þau voru á aldrinum eins til tuttugu ára og átti eitt fyrir sem maðurinn minn stjúpfeðraði þar af leiðandi. Ég er því stjúpmóðir þriggja barna manns sem er jafnframt stjúpfaðir elstu dóttur minnar en að auki eigum við saman tvö börn. Eftir stutt en innilegt samtal kom- umst við að því að stjúpur þurfa að eignast vettvang þar sem þær geta hist og deilt reynslu sinni af þessu krefj- andi en jafnframt gefandi hlutverki. Við þurfum að stofna félag. Það er nefnilega alls ekkert einfalt við stjúpmæðrahlutverkið – né heldur stjúpfeðrahlutverkið ef því er að skipta. Flest- um er foreldrahlutverkið sem betur fer eðlis- lægt og við kunnum einnig flest að vera dætur, synir, barnabörn, systkini eða makar. Hlut- verk stjúpforeldris er hins vegar ekki jafnskýrt og mörg þeirra hlutverka sem við tökumst á hendur í lífinu. Það er einhvern veginn ekki jafn náttúrulegt. Stjúpforeldri verður oft þriðja hjól undir vagni. Ábyrgðin á barninu er í langflestum til- fellum á hendi foreldra þess þó svo að stjúpfor- eldrið taki þátt í uppeldinu. Það tók mig smá tíma og heimsókn til stjúptengslaráðgjafa til þess að átta mig á því að samband stjúpforeldr- is og barns er annars eðlis en samband foreldra en barna. Um leið hætti ég að gera óraunhæfar kröfur til mín sem stjúpmóður og einbeitti mér að því að rækta vinskap, umburðarlyndi og væntumþykju í garð stjúpbarna minna. Sem betur fer hefur umræðan um samband stjúpforeldra og barna aukist mikið á undan- förnum árum. Heilmikill fróðleikur er til fyrir stjúpforeldra um þetta hlutverk – og er það vel. Hið flókna við stjúpmæðrahlutverkið – og stjúpfeðrahlutverkið geri ég ráð fyrir – er sam- skiptin við makann vegna barnanna hans og barnsins míns. Það er allt miklu einfaldara varðandi börnin sem við eigum saman. Því þegar við eignumst börn gerist eitthvað sjálfkrafa innra með okkur, eitthvað frum- stætt. Við verjum þessi börn okkar með kjafti og klóm. Og þegar stjúpforeldri barnsins leyfir sér að finna að hegðun barnsins – þó svo að gagnrýnin sé væg og réttmæt – hrökkvum við beint í vörn fyrir barnið okkar. Allt önnur lögmál gilda um gagnrýni á börnin sem við eigum saman. Þá verður gagnrýnin ekki að að- finnslum heldur að umræðum um hvernig for- eldrarnir geti í sameiningu leiðbeint barninu, sem þeir bera sameiginlega ábyrgð á, í átt að æskilegri hegðun. Þessu komumst við kunningjakonurnar að í okkar stutta spjalli í barnalauginni. Og fund- um um leið að það var svo margt enn óútrætt, svo margt sem við höfðum upplifað og haldið að við værum einar um. En erum ekki. Því það er flókið að tilheyra stjúpfjölskyldu. Allir þessir foreldrar og fyrrverandi makar – og fyrrverandi stjúpforeldrar... En það er hægt að finna út úr því. Við þurf- um bara að vera duglegri að tala um hlutina okkar á milli, stjúpmæður og stjúpfeður. Og einmitt þá, þegar ég hafði velt því raun- verulega fyrir mér hvort ég ætti að hafa frum- kvæðið að því að stofna félag stjúpmæðra, rak á fjörur mínar námskeið sem ég er staðráðin í að skrá mig á, námskeið á vegum Félags stjúp- fjölskyldna, stjuptengsl.is, undir yfirskrift- inni: Stjúpuhittingur. Kannski stjúpufélagið geti orðið (stjúp)dótturfélag í Félagi stjúpfjöl- skyldna? Við sjáum til með það. Fyrst hlakka ég til að hitta vonandi fullt af öðrum stjúpum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarhóll ... stjúpur þurfa að eignast vettvang þar sem þær geta hist og deilt reynslu sinni af þessu krefjandi en jafnframt gefandi hlutverki. Við þurfum að stofna félag. ASKJA NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · Sími 590 2160 · notadir.is Opið frá kl.10-18 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 2- 09 13 Gæða- bíll Kia cee’d Árgerð 2011, 105 hestafla bensínvél, beinskiptur 5 gíra, ekinn 36.000 km, 6 ár eftir í ábyrgð. Verð: 2.490.000 kr. Mánaðarleg afborgun: 22.339 kr.** Aksturstölva, aðgerðarstýri, geislaspilari, hiti í sætum, fjarstýrðar samlæsingar, þjófavörn, rafdrifnir speglar og margt fleira. Eyðir aðeins 5,8 l/100 km í blönduðum akstri.* *Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda. **Miðað við1.200.000 kr. útborgun í peningum eða með uppítökubíl ásamt láni frá ERGO til 84 mánaða. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,72%. Vextir: 9,70%. 7 prósent meiri velta var á kreditkortaviðskiptum hjá Visa í desember en á sama tíma árið áður. VikAn í tölum 480.000.000 króna eru árslaun Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham samkvæmt úttekt Viðskipta- blaðsins. Hann hefur fjórfaldast í launum síðan hann gekk til liðs við félagið síðasta sumar. 1.768 sinnum var slökkvilið Akur- eyrar kallað út á sjúkrabílum í fyrra, oftar en nokkru sinni áður. 50 ár eru liðin frá því Savanna tríóið kom fyrst fram opinberlega með fullmótaða efnisskrá. 36 konur eru nú á lífi sem náð hafa hundrað ára aldri. Sex karlar eru eldri en hundrað ára. 23 létust af slysförum hér á landi á síðasta ári. Flestir létust í umferðarslysum, tíu manns. 300 manns skelltu sér í sjósund í Nauthólsvík á nýársdag. Sjórinn var um -1°C. Elsti sund- kappinn var 75 ára. 14 fréttir Helgin 4.-6. janúar 2013 vikunnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.