Fréttatíminn - 04.01.2013, Qupperneq 22
hugmynd. Einhvers konar birtingarmynd
alkóhólisma. Og þetta varð í rauninni ofan á.
Þessi mynd er svona ákveðið fyllirí og þegar
við vorum að ræða þessa sögu fannst okkur
þessi karakter svolítið spennandi. Hann
er hvítur, miðaldra karlmaður. Hann á allt.
Hefur allt. Og það er einhvern veginn ekki
nóg. Það verður alltaf að vera meira.
Hann er eins langt frá Lennie og hægt er
að komast og í rauninni kannski eins langt
frá Gulla í Djúpinu og hugsast getur. Það
gleður mig enda er alltaf gaman fyrir leikara
að fá að glíma við mismunandi hluti. Ég hef
ekki sinnt þessum illmennum mikið,“ segir
Ólafur Darri og á honum má sjá að hann
hefur setið vel í hlutverki Leifs og notið
þess að sökkva sér ofan í miður geðslega
persónuna.
„Þessi karakter var svo hrikalegur,“ segir
hann og hlær dátt þegar hann rifjar upp síð-
asta tökudaginn. „Við vorum við að taka smá
atriði í Skuggahverfinu og ég kem þarna á
mínum eigin bíl, uppáklæddur í jakkaföt-
unum með slaufuna. Og þegar ég kem út
úr bílnum gengur Bergsteinn Björgúlfsson
kvikmyndatökumaður fram hjá mér. Horfir
á mig og segir. „Ohhh. Er hann kominn
aftur þessi.“ Það voru allir komnir með upp í
kok af honum.“
Skemmtilegt hlutverk framleiðandans
Ólafur Darri gaf sig allan í gerð XL og naut
þess að vera með puttana í öllum þáttum
framleiðslunnar. „Ég fékk nasaþefinn af
framleiðslu þegar við gerð-
um Börn og Foreldra. Þá
var hópurinn samt stærri
en í þetta skipti erum við
fjögur sem framleiðum.
Þetta er gott teymi og gekk
frábærlega og það er ekkert
endilega sjálfgefið. Það er
erfitt að framleiða bíó-
mynd, sérstaklega þegar
peningarnir eru kannski
ekki eins miklir og þú
myndir vilja. En mér fannst
þetta alveg rosalega gaman
og ég er alveg ákveðinn í
því að gera meira af þessu.
Maður er alltaf að reyna
að þroskast og þróast sem
listamaður og leikstjórn og
framleiðsla er eitthvað sem
farið er að kitla meira og
meira.“
Hollywood til bjargar
Ólafur Darri segist sjá fram á bjarta tíma
í íslenskri kvikmyndagerð og að bransinn
sé að ná vopnum sínum eftir höggið sem
hann fékk eftir efnahagshrunið. „Hollywood
bjargaði okkur. Með fullri virðingu. En
það getur verið tvíeggjað sverð vegna þess
að maður vill heldur ekki hafa Hollywood
hérna árið um kring. Ákveðnar þjóðir hafa
lent í því að missa í raun sinn eigin kvik-
myndabransa vegna þess að þar er bara
alltaf verið að sinna Hollywood.
Við getum eðlilega ekkert keppt í launum
eða öðru við myndirnar þaðan en það er
búið að vera algjörlega frábært að fá þetta.
Í sumar voru allir kvikmyndagerðarmenn
á landinu bara með fasta vinnu frá maí og
fram í októberlok og mér finnst það bara
frábært. Ef við náum góðri blöndu af þessu
þá er þetta algerlega fullkomið. Þá nær allt
þetta hæfileikafólk, sem vinnur bak við
tjöldin í okkar kvikmyndabransa, að hafa í
sig og á almennilega og getur þá unnið í ís-
lenskum verkefnum sem borga ekki eins vel
en eru jafnvel enn meira gefandi.“
Og talandi um gefandi kvikmyndagerð
berst talið aftur að XL og þeim sérstaka,
ef ekki séríslenska, anda sem Ólafur Darri
fann við gerð hennar. „Það var mjög gaman
að gera þetta. XL er náttúrlega ekki stór
mynd. Ég held að tökuliðið hafi talið svona
tólf til fimmtán manns en það voru allir með
og allir höfðu áhuga á því að gera hana.
Þannig að það var spenningur hjá öllum
fyrir því að myndin yrði til. Ég hef oft fengið
þessa tilfinningu þegar ég geri íslenskar
bíómyndir. Það er einhvern veginn alveg
sérstakt fólk sem er í þessu hérna. Fólk sem
hefur trú og tryggð og er svo gott að hafa
í kringum sig. Þetta er fólk með þægilega
nærveru og leggur allt sitt í þetta.“
Frægðin sem slík ekki takmark
Á síðustu dögum nýliðins árs fréttist að
Ólafi Darra hefðu boðist hlutverk í tveim-
ur spennandi verkefnum í Hollywood en
leikarinn heldur ró sinni þótt þessi tækifæri
geti, ef vel gengur, fleytt honum áfram í átt
til frægðar utan landsteinanna. „Að vera
frægur færir manni afskaplega lítið og lík-
lega ennþá minna á Íslandi en annars staðar.
Ég fæ aldrei milljón dollara fyrir bíómynd
hérna og ég hef oft gert grín að því að hér
fæ ég ekki einu sinni borð á fullbókuðum
veitingastað. Ef það er ekki laust borð þá er
bara ekki laust borð.
Ég fór einu sinni út að borða með Gerard
Butler úti. Þá var hætt að taka við pöntunum
á staðnum og verið að loka. En þeir þekktu
hann, opnuðu staðinn aftur og sögðu okkur
bara að koma inn. Þetta gerist ekki á Íslandi.
Ég kæmist kannski mögulega fram fyrir röð
á Kaffibarnum en ég er örugglega orðinn of
gamall til þess,“ segir Ólafur Darri og hlær.
„Það sem mér finnst eftirsóknarvert við
útlönd og bara eftirsóknarvert yfir höfuð
sem listamaður er að fá að velja mér meira
af verkefnum sjálfur. Það er ekkert hægt að
neita því að auðvitað er þetta betur borgað
í útlöndum. Við þjáumst alltaf fyrir hversu
fá við erum, bara rúmlega 300.000 manns.
Þar liggur í rauninni styrkur okkar og galli.
Það væri rosalega gaman að búa til einhvers
konar feril í útlöndum þó það væri ekki
nema bara, eins og ég segi, til þess að geta
sótt þangað aðeins meiri pening til þess að
geta meira valið verkefni mín á Íslandi. Ég
er annars fordekraður af verkefnum hér á Ís-
landi og hef verið lengi.“
Ólafur Darri segist vonast til þess að geta
í framtíðinni tekið að sér verkefni í útlöndum
en haldið sínu striki hér heima, ekki ósvipað
og vinur hans, Baltasar Kormákur, hefur
gert. Hann nefnir einnig sænska leikarann
Stellan Skarsgård sem hefur náð að skapa
sér feril í Hollywood. „Hann er einn af þeim
sem ég hef unnið með og hefur náð þessu
takmarki. Hann vinnur öðru hverju í útlönd-
um en er annars bara heima í Stokkhólmi.
Þetta er draumurinn minn, að geta unnið
eitthvað í útlöndum en svo bara verið heima
á Íslandi og gert bíómyndirnar mínar hér og
það leikhús sem mig dreymir um að gera.“
toti@frettatiminn.is
Þórarinn Þórarinsson
Mýs og menn
Mýs og menn, eftir John Steinbeck, telst til helstu meistaraverka
bandarískra bókmennta og þessi saga frá krepputímum þriðja ára-
tugarins er löngu orðin sígild. Í henni byggir Steinbeck á reynslu sinni
sem farandverkamaður þar sem hann kynntist fólki sem varð innblást-
urinn að persónum sögunnar.
Mýs og menn segir frá farandverkamönnunum George og Lennie
sem flakka saman á milli vinnustaða, vinna til að lifa af og þrauka en
deila saman fjarlægum draumi um betra líf á eigin jörð þar sem Lennie
fær að halda kanínur í friði og ró og George getur ræktað jörðina. Þeir
hefja vinnu á nýjum stað og skyndilega er draumurinn innan seilingar.
En suma drauma þarf að gjalda dýru verði, örlögin eru þeim mótdræg
og Lennie, sem gerir sér ekki grein fyrir miklum líkamsstyrk sínum,
rótar þeim í vandræði sem leiða þá niður öngstræti.
Ólafur Darri í hlutverki Lennies sem kemur sér jafnan í klandur ef
George lítur af honum eitt augnablik.
Ólafur Darri er
kominn með annan
fótinn til Hollywood
og vonast til þess að
geta skapað sér nafn
þar, unnið þar af og til
og sinnt þess á milli
hugðarefnum sínum á
Íslandi.
Ljósmynd/Hari
18 viðtal Helgin 4.-6. janúar 2013