Fréttatíminn - 04.01.2013, Síða 28
Krónu útsala
„Ef þú verslar vöru
á krónu útsölu
færðu aðra á
aðeins 1 krónu“
Hefst á morgun
Laugardaginn 5.janúar
Ný heilsubúð í Smáralind
Mikið úrval, frábær gæði og betri verð
www.hollandandbarrett.is
Facebook “Holland and Barrett á Íslandi”
„Framþróun hér er mjög hæg og það er í sumum
málum líkt og hér sé fólk fast á miðöldum. Yfirvöld
eru gjörspillt og virðast hafa lítinn áhuga á velferð al-
mennings,“ útskýrir Eva.
Það kemur mörgum ef til vill spánskt fyrir sjónir
að krafa mótmælenda sé, meðal annars, hert viður-
lög við kynferðisglæpum með dauðarefsingum. Eva
segir að þetta megi rekja til þessara sömu gamal-
dags viðhorfa og skort á menntun í landinu en um 70
prósent þjóðarinnar er ómenntuð. Hún segist sjálf á
engan hátt hlynnt dauðarefsingum en styðji þó við
kröfuna sem hún vonar að hafi fælingarmátt. Eva
greinir blaðamanni frá fleiri dæmum sem hafa verið
í fjölmiðlum á Indlandi meðal annars máli þar sem
fórnarlambið var fjögurra mánaða stúlka, barninu
var síðan hent í ruslagám eftir ódæðið en lifði af. Eins
framdi táningsstúlka sjálfsmorð eftir að lögregluyfir-
völd bentu henni á að lausnin fælist ef til vill í því að
giftast kvalara sínum. Þar sem fjölskylda hennar væri
ekki nógu fjáð til þess að standa í málaferlum. Einnig
lést 10 ára gamall drengur eftir hópnauðgun. Eva
útskýrir að nauðganirnar séu ekki endilega bundnar
við fátækrahverfi heldur eigi þær sér stað jafnt í fínni
hlutum borgarinnar. „Það er kannski sorglegt að fólk
fór ekki að aðhafast fyrr en ofbeldið varð svona áber-
andi í fínni hluta borgarinnar. Það er erfitt að hugsa
til þess hve mikið hefur gengið á og beinlínis þaggað
af lögreglu og yfirvöldum.“
Ummæli forsetasonar gott dæmi um vandann
Íbúar norður Indlands fylltust, líkt og áður sagði, mik-
illi reiði vegna máls stúlkunnar Damini. Fólkið tók
strax að streyma út á götur í mótmælaskyni og héldu
mótmælin áfram á meðan stúlkan barðist fyrir lífi
sínu. Þau eru ennþá í gangi í dag, tæpum þremur vik-
um síðar, eftir að Damini lést af sárum sínum. „Þetta
er orðin uppsöfnuð reiði vegna langvarandi hættu-
ástands,“ útskýrir Eva. Fólkið krefst aðgerða yfirvalda
sem þó hafa lofað aukinni löggæslu, birtingu nafna
dæmdra ofbeldismanna og að skyggðar rúður í bílum
verði bannaðar. Þetta er langt frá því að teljast full-
nægjandi, samkvæmt mótmælendunum sem telja að
breyta verði viðhorfi almennings til kvenna. Til þess
að það takist þarf stórkostlegt átak af hendi yfirvalda
sem virðast ekki vera á þeim buxunum.
Nýleg ummæli sonar forsetans, Abhijit Mukherjee,
sem hann síðar dró til baka vegna þrýstings, bera vott
um hversu djúpstæður vandinn er. Mukherjee sagði
þær konur sem að mótmælunum stæðu ómarktækar
bæru þær andlitsfarða eða færu út að skemmta sér.
Slíkar konur væru í raun rót alls vandans og bæðu
hreinlega um að láta nauðga sér. Einnig hafa lögreglu-
stjórar og aðrir opinberir embættismenn tekið afstöðu
gegn frelsi indverskra kvenna og skellt skuldinni
alfarið á fórnarlömbin, fyrir það sem þeir telja óæski-
lega hegðun. Svona ummæli hafa verið sem olía á mót-
mælendabálið. Til að mæta ólgunni hafa yfirvöld sett
á útivistarbann í Nýju Delí þar sem
ekki leyfist að vera þrír eða fleiri úti
eftir klukkan 20. Einnig hafa yfirvöld
brugðið á það ráð að beita táragasi
á hópana, loka samgönguleiðum og
fangelsa mótmælendur, sem flestir
eru friðsamir.
Þegar mótmælin hófust fóru þau,
að sögn Evu, mjög friðsamlega fram í
fyrstu. Kveikt var á kertum í virð-
ingarskyni við fórnarlömb en fljótlega
færðist í þau harka með ofbeldi lög-
reglunnar gegn mótmælendum. „Á
öðrum og þriðja degi fóru þeir að
sprauta vatni og táragasi og beita
aukinni hörku. Yfirvöld hafa forðast
að taka afstöðu með mótmælunum
og þannig varð þetta að endingu
pólitískt. Nú eru andstæðingar
ríkisstjórnarinnar gengnir til liðs við
mótmælin.“ Eva útskýrir að þannig
séu þau orðin að ógn við sitjandi stjórn. „Ríkisstjórnin
reyndi að loka ákveðnum hlutum borgarinnar til þess
að stöðva mótmælin og lokaði líka metróstöðvum.
Við þetta varð fólk mjög reitt. Það eru ennþá mótmæli
í gangi núna og ég vona að athygli heimsins fari að
beinast hingað. Það virðist vera eini sénsinn á að eitt-
hvað gerist, að heimssamfélagið beiti þrýstingi. Með
tilkomu samskiptamiðla er heimurinn orðinn mikið
minni og auðveldara er fyrir almenning að velta stein-
um til þess að fylgjast með og þvinga fram réttlæti.“
Á dögunum var Vladimír Pútín Rússlandsforseti
gestur í indversku forsetahöllinni. Hann forðaðist
sjálfur að taka afstöðu í málinu og vegna heimsóknar
hans fór, að sögn Evu, allt á annan endann. Yfirvöld
fóru í markvissar hreinsanir á götunum þar sem mót-
mælendum var gert erfitt fyrir. Það hafi hins vegar
ekki borið árangur og enn í dag er mikill hiti í fólkinu
sem skiptir hundruðum þúsunda.
Fordómar fyrir vestrænum konum algengir
Eva segist vera heppin að eiga marga góða vini því
það sé ekki sjálfgefið að vestrænum konum sé vel tek-
ið í norðurhluta Indlands, en hún á indverskan unn-
usta. „Það er mjög illa farið með hvítar konur hér fyrir
norðan. Ég þekki dæmi um íslenskar stelpur sem
komu hingað eftir að hafa dvalið í góðu yfirlæti lengi
fyrir sunnan og þær fengu áfall. Sértu hvít þá muntu
verða fyrir aðkasti. Meira að segja „tour guide-inn“
þeirra áreitt þær. Sjálf er ég frekar indversk í útliti og
það spilar inn í, mér í hag. Ég finn samt
að mörgum finnst ég of frjálsleg og
fólki finnst að kærastinn minn ætti ekki
að vera að leggja lag sitt við mig.“
Eva segir að fordómana megi ef til
vill rekja til þess að vestrænar konur
klæði sig öðruvísi en innfæddar sem
yfirleitt klæðist sarí, eða salvar kamís
sem er indverskur heilklæðnaður. „Það
má einnig rekja þessa vanvirðingu til
birtingarmyndar vestrænna kvenna í
fjölmiðlum og því sem kallað er klám-
væðingu. Indverskir karlar telja margir
hverjir að vestrænar konur séu hórur
og druslur. Þess vegna megi gera hvað
sem er við þær. Ég vil samt taka það
fram að svona hugsa ekki allir karl-
menn. En þetta er vissulega útbreidd
skoðun.“
Eva segist vera vongóð um að ind-
verskar konur fái þá aðstoð sem þurfi
til að lifa mannsæmandi lífi, þar sem augu alþjóða-
samfélagsins hvíli á Indlandi eftir ódæðið. „Til þess
þurfa yfirvöld að finna fyrir alvöru þrýstingi. Það geta
Íslendingar gert með margvíslegum hætti, hægt er að
skrifa undir undirskriftarlista og stofna til mótmæla.
Með því að þagga ekki mál Damini heldur tala um það
gerum við eitthvað. Ég trúi því að sannleikurinn frelsi
okkur.“
María Lilja Þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
Sex menn veittust að parinu, börðu vin stúlkunnar og
misþyrmdu henni á hrottafenginn hátt.
Unga stúlkan, sem fengið hefur frelsisnafnið Damini í opinberri umræðu, var á gangi
heim ásamt vini sínum, en þau höfðu verið á kvikmyndasýningu. Að þeim veittust sex
menn sem óku strætisvagni og tóku grunsemdir þeirra að vakna um að ekki væri allt
með felldu þegar vagninn fór af leið sinni og elti þau. Mennirnir um borð hrópuðu
að þeim og gerðu við það athugasemdir að þau væru úti við tvö ein um kvöld. Þeir
stöðvuðu að endingu vagninn og börðu manninn með járnröri en námu stúlkuna á
brott inn í vagninn þar sem þeir nauðguðu henni í klukkustund og misþyrmdu, meðal
annars með rörinu og sköðuðu líffæri hennar hrottalega. Eftir ofbeldið tóku þeir parið
og hentu út úr vagninum á ferð. Maðurinn slapp lifandi með nokkra áverka en stúlkan
háði hetjulega baráttu fyrir lífi sínu í 13 daga. Hefði hún komist til meðvitundar hefðu
hún þurft á líffæragjöf að halda, auk þess að hafa hlotið heilaskaða. Hún var flutt til
Singapúr á hátæknisjúkrahús þar sem læknar höfðu á orði að aldrei hefðu þeir séð jafn
hrottalegt mál áður. Hún lést að lokum af sárum sínum þann 29. desember.
Konur á Indlandi eru flestar huldar í sarí eða salvar kamís.
Þær sem ekki gera slíkt búa við mikla fordóma.
Krafa mótmælenda er meðal annars sú að viðurlög við nauðgunarglæpum verði
hert. Nauðgarar verði látnir gjalda með lífi sínu.
Gerendurnir í máli Damini náðust allir.
Tveir bræður og þrír vinir þeirra auk táningspilts, sem virðist
tengjast einum mannanna fjölskylduböndum. Farið hefur verið
fram á dauðadóm yfir þeim öllum og hefur einn þerra játað
og jafnframt farið fram á að dauðadómi verði framfylgt. Þeir
höfðu setið við drykkju daglangt og meðal annars numið á brott
ungan mann í sama vagni og ódæðið átti sér stað og rænt af
honum fé. Þá þarf að hafa í einangrun vegna reiði annara fanga
í þeirra garð. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd harkalega í kjölfar
málsins og tveir embættismenn innan lögreglunnar látnir fara
vegna afglapa í starfi. Lögreglustöðin þeirra hafði vitneskju um
vagninn og mennina. Til þeirra hafði verið sagt af manninum
sem rændur var fyrr um daginn.
Damini
Nafnið Damini er hindú og
þýðir elding. Nafnið er komið
úr kvikmynd frá árinu 1993
þar sem segir frá konu sem
berst fyrir réttindum nauðg-
unarfórnarlambs, þvert á
vilja fjölskyldu sinnar og
eiginmanns. Hún sýnir mikla
hetjudáð og stendur ein á
móti kerfinu. Nafn stúlkunnar
sem lést var ekki gefið upp af
yfirvöldum og brugðu mót-
mælendur á það ráð að sýna
henni stuðning og virðingu
sína með nafngiftinni sem
þótti hæfa henni vel.
„Framþróun hér er mjög hæg og það er í sumum málum líkt og
hér sé fólk fast á miðöldum. Yfirvöld eru gjörspillt og virðast
hafa lítinn áhuga á velferð almennings,“ segir Eva Dögg.
26 viðtal Helgin 4.-6. janúar 2013