Fréttatíminn - 04.01.2013, Qupperneq 48
38 skák Helgin 4.-6. janúar 2013
Skákakademían
Carlsen í hæstu hæðum
J æja, góðir hálsar, þá er það opinbert: Magnús frændi okkar Carlsen frá Noregi hefur slegið stigametið sem Gary Kasparov setti um árið.
Á skákstigalista FIDE 1. janúar trónir Carlsen efstur
með 2861 skákstig – en Kasparov náði mest 2851 stigi.
Heimsmeistarinn Viswanathan Anand
frá Indlandi dúsir í 7. sæti, en hann hefur
reyndar boðað aukna hörku við taflborðið
á nýja árinu. Þá ber til tíðinda að rússneski
björninn Vladimir Kramnik hefur velt
Armenanum Aronian úr 2. sæti listans,
Azerinn Radjabov situr sem fastast í 4.
sæti og sigurvegarinn á N1 Reykjavíkur-
skákmótinu 2012, Ítalinn Fabiano Ca-
ruana er í 5. sæti.
Jóhann Hjartarson er stigahæstur ís-
lenskra skákmanna með 2592 skákstig.
Jóhann, sem verður fimmtugur á árinu,
er sá Íslendingur sem hefur náð lengst
í keppninni um heimsmeistaratitilinn –
fjögurra manna úrslit – og óskandi að
hann tefldi sem allra mest á nýja árinu, helst með lands-
liðinu. Héðinn Steingrímsson, sem nú dvelur í Texas
og teflir með háskólaliði þar, er í 2. sæti með 2560 stig,
Helgi Ólafsson er í 3. sæti með 2547, gamla brýnið Mar-
geir Pétursson situr í 4. sæti með 2532 og ung stirnið
Hjörvar Steinn Grétarsson er kominn í 5. sæti með
2516. Næstir koma Hannes Hlífar Stefánsson (2512),
Henrik Danielsen (2507), Jón L. Árnason (2498), Stefán
Kristjánsson (2486) og Bragi Þorfinnsson (2484).
Meiri tölfræði? Rússar eru mesta skákþjóð heims
(fyrir utan Íslendinga, auðvitað) enda eiga þeir hvorki
fleiri né færri en 215 stórmeistara. Meðalstigatala 10
bestu skákmanna Rússlands er 2746, næstir koma
Úkraínumenn með 2703, þá Kínverjar með 2667, Frakk-
ar með 2663 og Ungverjar eru í 5. sæti ásamt Armenum
með 2658. Íslendingar eru í 31. sæti á heimslistanum,
sem er vel viðunandi, miðað við margfræga höfðatölu
og þau 196 ríki sem nú prýða heiminn með tilveru sinni.
Snjall leikur hjá menntamálaráðherra
Það fór ekki mikið fyrir einni helstu skákfrétt árs-
ins í desember, en þá skipaði Katrín Jakobsdóttir
menntamálaráðherra starfshóp til að kanna kosti
skákkennslu í grunnskólum, meðal annars með
hliðsjón af innlendum og erlendum rannsóknum á
áhrifum skákkennslu á námsárangur og félagslega
færni barna og ungmenna. Hópurinn á
einnig að kortleggja stöðu skákkennslu í
grunnskólum á Íslandi.
Hér er um að ræða merkilegt skref,
enda hafa rannsóknir leitt í ljós að
skákkunnátta bætir námsárangur barna
og ungmenna í nánast öllum greinum,
bæði þeim sem reyna á rökhugsun og
skapandi hugsun. Skák er mjög að ryðja
sér til rúms sem námsgrein í fjölmörg-
um löndum í öllum heimsálfum, enda
stórkostlegt (og bráðskemmtilegt) tæki
til að kenna börnum að nota heilann.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir stýrir
vinnuhópnum, en hún hefur 11 sinnum
orðið Íslandsmeistari kvenna og leiddi
Skáksamband Íslands með glæsibrag í fjögur ár. Aðr-
ir í hópnum eru Anna Kristín Jörundsdóttir kennari,
Helgi Árnason skólastjóri, Helgi Ólafsson skólastjóri,
Hrafn Jökulsson rithöfundur og Lenka Ptácníková,
stórmeistari kvenna.
Án mistaka er engin snilld!
Emanuel Lasker (1868-1941) var manna lengst
heimsmeistari í skák. Hann sigraði Steinitz, fyrsta
heimsmeistarann, árið 1894 og tapaði titlinum til
hins mikla Capablanca 1921. Lasker mælti: ,,Án
mistaka væri engin snilld hugsanleg.“ Sömuleiðis:
,,Lygar og tilgerð duga skammt á skákborðinu.“
Og fyrst við erum byrjuð að vitna í stórmenni
mannkynssögunnar er vel við hæfi að enda á þýska
þjóðskáldinu Johann Wolfgang von Goethe (1749-
1832) sem sagði: ,,Djarfar hugmyndir eru einsog
taflmenn sem sækja fram – falla kannski í valinn, en
leggja drög að sigrinum.“
Góða (skák)helgi!
SkÁkþrautin
SVARTUR LEIKUR
OG VINNUR
Hér virðist hvítur í
stórsókn en svartur
lumar á sleggju. Sá
ágæti herramaður D.
Johnston hafði hvítt
gegn S. Bibby í bresku
deildarkeppninni 2001.
Finnurðu leik fyrir
svartan?
LauSn Á VerðLauna myndagÁtu fréttatímanS
MÁLÞÓF ÞREYTTI FÓLK Á LIÐNU ÁRI
OG ALÞINGI SETTI MIKIÐ NIÐUR VIÐ ÞAÐ
MÁLÞÓF ÞREITTI FÓLK
Á LIÐNU ÁRI
OG AÞINGI
SETTI MIKIÐ
NIÐUR VIÐ ÞAÐ.
MÁL ÞÓF(I) ÞREITT I
FÓLK Á LIÐ NU(S)
ÁRI O GAL ÞING(D) I
SETT IM I KIÐ
N IÐUR VIÐ Þ AÐ.
MÁL ÞÓF(I) ÞREYTT I
FÓLK Á LIÐ NU(S)
ÁRI O GAL ÞYNG(D) I
SETT IM I KIÐ
N IÐUR VIÐ Þ AÐ(A)
Lesendur Fréttatímans voru greinilega hæstánægðir með mynda-
gátuna þetta árið því hundruð lausna bárust til blaðsins. Dregið
var úr réttum lausnum og hinn heppni vinningshafi er:
Margrét Ásgeirsdóttir, Bjarkarási 19, 210 Garðabæ.
Hlýtur Margrét gjafabréf á máltíð á veitingastaðnum
SuSHiSamBa fyrir tíu þúsund krónur og fær hún það sent í pósti.
Fréttatíminn þakkar lesendum fyrir þátttökuna.
Gerður var greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum en ekki strangur munur á i og y.
katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og friðrik Ólafsson stórmeistari í
Djúpavík í Árneshreppi á Ströndum.
emanuel Lasker var lengst
allra heimsmeistari í skák.
1... Dxd4+ 0-1 (Drepi
hvítur drottninguna
verður hann mát með
Hh1.)
ÚTSALA
Glæsileg borðstofuborð, borðstofustólar,
sófaborð, útihúsgögn o.m.. með
allt að 70% afslætti!
Xenia
Boston
Paris
Celeste