Fréttatíminn - 04.01.2013, Page 52
42 bíó Helgin 4.-6. janúar 2013
Ellison
finnur
kassa
uppi á
háalofti
hússins
og þá
fyrst
renna
á hann
tvær
grímur.
Frumsýnd sinister
e than Hawke leikur rithöfundinn Ell-ison Oswald í Sinister. Hann sérhæfir sig í sakamálasögum sem byggja á
raunverulegum atburðum. Hann er útbrunn-
inn og grípur til þess örþrifaráðs að flytja
með eiginkonu sína og tvö börn inn í hús
þar sem hrottalegir atburðir áttu sér stað
nokkrum árum áður. Þá bjó fimm manna fjöl-
skylda í húsinu og fjögur þeirra voru myrt en
yngsti fjölskyldumeðlimurinn hvarf sporlaust
um leið.
Oswald heldur þessu leyndu fyrir eigin-
konu sinni en hann vonast til þess að finna
innblástur fyrir næstu bók og stefnir að því
að lífga upp á feril sinn með því að sökkva sér
ofan í morðmálið og reyna að leysa ráðgát-
una um hvað varð um yngstu dótturina á
heimilinu.
Skömmu eftir flutninginn fer Ellison að
gruna að fjölskyldumorðið tengist eldri
morðum sem framin voru á svæðinu og til
þess að bæta gráu ofan á svart fær hann á til-
finninguna að morðinginn gangi enn laus.
Ellison finnur kassa uppi á háalofti hússins
og þá fyrst renna á hann tvær grímur. Í kass-
anum er sýningarvél og 8mm filmur sem eru
merktar eins og ósköp venjulegar heimaupp-
tökur. Þegar Ellison skoðar filmurnar blasa
hins vegar við honum viðbjóðslegar upptökur
af morðum þar sem heilu fjölskyldurnar eru
drepnar á ógeðslegan hátt.
Elsta filman er frá 1966 en sú nýjasta er
merkt 2011 og sýnir drápin á meðlimum fjöl-
skyldunnar sem bjó í húsinu áður en Ellison
settist þar að.
Þegar Ellison hefur ráðfært sig við lög-
reglumann á staðnum kemur í ljós að morðin
á filmunum voru framin víðs vegar um
Bandaríkin á löngu tímabili, það fyrsta upp
úr 1960. Morðin eiga það sameiginlegt, fyrir
utan að hafa verið fest á filmu, að fórnarlömb-
in voru öll deyfð með lyfjum áður en þau voru
myrt og að morðin tengist öll húsinu.
Eftir því sem Ellison rýnir betur í filmurn-
ar tekur hann eftir því að á þeim sést móta
fyrir veru sem horfir á morðin auk þess sem
á öllum þeirra gefur að líta dularfullt, málað
tákn. Lögreglan vísar þá Ellison á prófessor
Jonas, sérfræðing í hinu dulræna. Hann telur
að á ferðinni sé púkinn Bughuul. Sagan segir
að Bughuul hafi drepið heilu fjölskyldurnar.
Þegar hér er komið sögu er heldur farið að
þrengja að rithöfundinum sem óttast að hann
og fjölskylda hans séu næst í röðinni hjá
skrattakollinum.
Aðrir miðlar: Imdb: 6.6, Rotten Tomatoes: 62%,
Metacritic:53%
Feigð og óhugnaður voma yfir persónum hryllingsmyndarinnar Sinister þar sem óhreinn andi
herjar á fjölskyldu sem flytur inn í hús sem á sér skelfilega sögu. Scott Derrickson, leikstjóri
Sinister, er á heimavelli þegar kemur að því að skjóta áhorfendum skelk í bringu en hann sýndi
ágætis tilþrif í þeim efnum árið 2005 með myndinni The Exorcism of Emily Rose.
Þórarinn
Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Óhreinn andi á reiki
Ethan Hawke, í hlutverki rithöfundarins Ellison Oswald, finnur óhuggulegar filmur á nýju heimili sínu og virðist sitja uppi með
illan anda sem hann þarf að reyna að reka út með öllum tiltækum ráðum.
roger ebert gerir upp árið
Argo er besta myndin
Kvikmyndagagnýnandinn
Roger Ebert hefur tekið sam-
an lista yfir bestu kvikmyndir
ársins 2012 og þar trónir Argo,
eftir Ben Affleck, á toppnum.
Ebert segir myndina vera
gegnheila bíómynd og klass-
ískan Hollywood-þriller.
Life of Pi er í öðru sæti hjá
Ebert, Lincoln eftir Spielberg
í því þriðja, End of Watch
eftir David Ayer í fjórða og
Arbitrage í leikstjórn Nicolas
Jarecki í því fimmta.
Myndirnar sem Ebert raðar í sjötta til tíunda sæti eru: Flight, The Sessions, Beasts of
the Southern Wild, Oslo, August 31st og A Simple Life.
Argo, í leikstjórn Bens Affleck, var besta mynd
nýliðins árs að mati Rogers Ebert. Það er sko ekki tekið
út með sældinni að
vera hvítur kóalabjörn.
Frumsýnd Hvíti kóalabjörninn
Einelti hrekur Jonna í sirkus
Hvíti kóalabjörnin, The Outback, er teiknimynd fyr-
ir unga kvikmyndaunnendur, talsett á íslensku og
full af fjöri, glensi og hæfilega spennandi ævintýrum
og uppákomum við þeirra hæfi.
Þar sem Jonni er hvítur á lit sker hann sig úr hópi
kóalabjarna og má þola mikla stríðni vegna þess að
hann er öðruvísi.
Hann ákveður því að yfirgefa heimahagana og
gengur til liðs við farandsirkus þar sem hann kynn-
ist hressum dýrum. Starf Jonna í sirkusnum veldur
honum hins vegar vonbrigðum þegar hann kemst að
því að þar á hann ekki að leika neinar listir heldur
bara vera til sýnis sem furðudýr.
Selma Björnsdóttir leikstýrir íslensku talsetning-
unni og ljær persónum einnig rödd sína ásamt Vikt-
or Má Bjarnasyni, Jóhanni G. Jóhannssyni, Valdimar
Flygenring, Hjálmari Hjálmarssyni,
Steini Ármanni Magnússyni, Sigurði
Þóri Óskarssyni og Arnari Ívarssyni.
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS MIÐASALA: 412 7711
KOMDU Í KLÚBBINN!
bioparadis.is/klubburinn
SKÓLANEMAR: 25% afsláttur
gegn framvísun skírteinis!
NÝTT Í BÍÓ PARADÍS
Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS
SVARTIR SUNNUDAGAR:
Kl. 20 sunnudag.
Aðeins þessi eina sýning.
CHAPLIN:
CITY
LIGHTS
ÞRJÚBÍÓ
SUNNUDAG | 950 KR. INN