Fréttatíminn - 25.01.2013, Qupperneq 2
Sigríður Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@
frettatiminn.is
Janne kvenforstjóri ársins
Póstnúmer 101
Póstnúmer 105
Póstnúmer 107
Önnur póstnúmer á
höfuðborgarsvæðinu
Landsbyggðin
Útlönd
Tónskáld
Tónlistarflytjendur
Sviðslistafólk
Rithöfundar
Myndlistarfólk
Hönnuðir
Listamannalaun heild
ListamannaLaun Launin fara að mestu tiL fóLks í miðbænum
Flestir listamenn
búa í 101 Reykjavík
Í ár er úthlutað rúmum 480 milljónum í laun handa listamönnum. Rithöf-
undar, hönnuðir, myndlistarfólk, sviðslistafólk, tónskáld og tónlistarflytj-
endur geta sótt um og alls bárust um 700 umsóknir. Flestar þeirra frá fólki
á höfuðborgarsvæðinu en Fréttatíminn rýndi betur í tölurnar og nöfnin á
bak við úthlutanirnar og fann út að mest af peningunum fer til fólks sem
býr í póstnúmeri 101.
Á dögunum var listamannalaun-um úthlutað. 1.600 mánaðar-laun voru í pottinum en laun
hvers mánaðar eru 301.857 krónur sam-
kvæmt fjárlögum. Langflestar umsóknir
bárust frá fólki á höfuðborgarsvæðinu eða
um 85% og eru úthlutanir í nokkrum takti
við það. Hinsvegar kemur í ljós þegar
betur er rýnt í hverjir hljóta náð fyrir
augum nefndanna sem ákvarða lista-
mannalaun að langlíklegast sé að
listamaður á listamannalaunum búi í
101 Reykjavík.
Ef skoðaðar eru allar einstaklingsút-
hlutanir má skjóta á að af þessum rúmu
480 milljónum sem í boði voru hafi 101
Reykjavík nælt sér í rúmlega 200 millj-
ónir. Póstnúmerin 105 og 107, sem eru nær-
liggjandi hverfi við 101 Reykjavík, koma
næst með nærri 50 milljónir hvort í
formi listamannalauna. Landsbyggðin
rétt nær að hala inn rúmar 30 milljónir
af heildarpottinum eins og á var bent
á www.bb.is, vestfirska fréttavefnum.
Séu einstaka sjóðir skoðaðir, því list-
mannalaunum er úthlutað eftir geir-
um, sést að rithöfundarnir eru gjarnari
á að búa úthverfum Reykjavíkur eða nær-
sveitum. Myndlistarfólkið býr hinsvegar
langflest í 101 og er leitun að myndlistar-
fólki úti á landi. Hönnuðurnir eru líka
nánast bara í miðbænum og sviðslista-
fólkið sömuleiðis. Tónlistarfólk dreifir
sér hinsvegar ágætlega um borgina
en ekki búa margir þeirra á lands-
byggðinni.
María Lilja Þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
Til úthlutunar
úr launasjóði
listamanna
voru 1.600
mánaðarlaun
og sam-
kvæmt fjár-
lögum 2013
eru mán-
aðarlaunin
301.857 kr.
„Við hörmum þetta slys,“ segir Sigrún Björns-
dóttir, upplýsingafulltrúi fræðslusviðs Reykja-
víkurborgar en á þriðjudag lenti þriggja ára
stúlka í alvarlegu slysi á leikskóla í Reykjavík
þegar metrahár skápur féll ofan á hana með þeim
afleiðingum að hún höfuðkúpubrotnaði. Hún er nú
á batavegi.
„Heilbrigðiseftirlitinu hefur verið tilkynnt um
slysið og mælst verður til þess að sambærilegir
skápar í leikskólum verði festir við vegg eða jafnvel
fjarlægðir,“ segir Sigrún.
Slysið varð með þeim hætti að nokkur börn voru
að toga út skúffu í skápnum sem stóð á sér. „Nokkr-
ir samverkandi þættir urðu til þess að skápurinn
sporðreistist og féll ofan á barnið,“ segir Sigrún.
sLys Þriggja Ára stúLka höfuðkúpubrotnaði Á LeikskóLa
Skáparnir verða festir eða fjarlægðir
Börn á
leikskóla.
Myndin
tengist
fréttinni
ekki beint.
Ljósmynd/Hari
Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls.
Nýtt Fosshótel á Patreksfirði
Fosshótel Vestfirðir er nýtt 3 stjörnu hótel sem opnað verður á
Patreksfirði í sumar. Á hótelinu verða 40 herbergi með baðher-
bergi. Morgunverður er innifalinn í gistiverði. Á hótelinu verður
veitingastaður og bar, þráðlaust net og fundaraðstaða. Hótelið
er í endurbyggðri húseign við Aðalstræti 100 þar sem áður
var rekið sláturhús og fiskvinnsla. Lengi hefur verið vöntun á
góðu hóteli á sunnanverðum Vestfjörðum. Gestir þess njóta
stórbrotinnar náttúru Vestfjarða en frá Patreksfirði er stutt að
Látrabjargi og Rauðasandi. Náttúruperlan Dynjandi, stærsti
foss Vestfjarða, er heldur ekki langt undan. - jh
Björgólfur gefur kost á sér
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, gefur
kost á sér í embætti formanns Samtaka atvinnulífsins en nýr
formaður verður valinn í aðdraganda aðalfundar SA 6. mars
með rafrænni kosningu. Vilmundur Jósefsson, formaður
samtakanna, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Björgólfur
hefur verið forstjóri Icelandair Group frá ársbyrjun 2008. Hann
var forstjóri Icelandic Group um tveggja ára skeið frá 2006,
starfaði sem framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar frá 1999,
formaður stjórnar LÍÚ á árunum 2003-2008 og framkvæmda-
stjóri nýsköpunar- og þróunarsviðs Samherja frá 1996. -jh
Þrefalt
fleiri með
inflúensu
Inflúensufaraldurinn er
ekkert á undanhaldi og
er hann fyrr á ferðinni
í ár en síðastliðin tvö
ár, samkvæmt upp-
lýsingum frá landlækni.
Fleiri greindust
með inflúensu A en
svínainflúensu í síðustu
viku en svínainflúensan
er orðin að árlegum
inflúensufaraldri. Alls
höfðu um 280 ein-
staklingar greinst með
inflúensulík einkenni
í síðustu viku, sem er
þrefalt fleiri en greinst
höfðu á sama tíma í
fyrra. -sda
Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa
Fjarðaáls, hlaut nýlega banda-
rísku Stevie-gullverðlaunin, sem
forstjóri ársins í hópi kvenna
í atvinnurekstri í Evrópu, Mið-
Austurlöndum og Afríku. Hillary
Rodham Clinton, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sendi
Janne heillaóskir sem hún veitti
viðtöku í móttöku sendiherra
Bandaríkjanna, Luis E. Arreaga.
Janne hlaut verðlaunin fyrir
þátttöku í uppbyggingu, eflingu
og rekstri álvers Alcoa við
Reyðarfjörð á þeim sex árum
sem liðin eru frá því að hún gekk
til liðs við Alcoa. Á þessum tíma
hefur hún stjórnað mikilvægum
umbótaverkefnum, lagt sig fram
um að skapa öruggt vinnuum-
hverfi í álverinu og náð miklum
árangri í að auka starfsánægju í
fyrirtækinu. -sda
2 fréttir Helgin 25.-27. janúar 2013