Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.01.2013, Síða 4

Fréttatíminn - 25.01.2013, Síða 4
Á disknum er súrdeigsbrauð, hráskinka, camembert ostur, fíkjur, amerískar pönnukökur og hágæða hlynsíróp, sætkartöflusalat með geitaosti og sólkjarnafræjum, bakað egg, grísk jógúrt með heimalöguðu múslí, íslenskt grænmeti og ávextir. BRUNCH-DISKUR Á NAUTHÓL Í BOÐI Á SUNNUDÖGUM FRÁ KL 11.00 – 15.00 www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is tel.: 599 6660 Rangar upplýsingar um vöru á vefsíðu Ragnar Davíð Baldvinsson, sölu & markaðsstjóri Icewear, óskar að koma eftirfarandi á framfæri: „Vegna mistaka starfsmanns við skráningu vöru á vefsíðu okkar komu óvart fram rangar upplýsingar um vöruna. Um er að ræða ullarteppi frá Icewear. Fram kom að um- rædd teppi væru framleidd á Íslandi úr íslenskri ull, en rétt er að teppin eru framleidd á evrópska efnahagssvæðinu úr erlendri ull. Við hjá Icewear/Drífa ehf biðjumst velvirðingar á þessum mistökum og hefur þetta verið leiðrétt. Rétt má geta þess að allar vörur í vöru- línu Icewear eru sérstaklega merktar sé um íslenska framleiðslu að ræða. Hvergi kom fram á merkingu umræddrar vöru að um íslenska framleiðslu væri að ræða.“ Norðurlandamót í listhlaupi Norðurlandamót í listhlaupi á skautum hefst á fimmtudaginn í næstu viku, 31. janúar í Egilshöll. 76 keppendur taka þátt í mótinu en reiknað er með yfir tvö hundruð manna fylgdarliði við þá keppendur. Níu Íslendingar keppa á mótinu og hefur undir- búningur íslensku keppendanna gengið vel. Stelpurnar kepptu flestar á RIG mótinu sem fór fram í Laugardalnum um síðustu helgi. Þar röðuðu íslensku landsliðsstúlk- urnar sér í efstu sætin í sínum flokkum og stóðu sig frábærlega. Nánast allar voru að skora hærra en á Íslandsmótinu í desember. Það verður því mjög spennandi að fylgjast með gengi þeirra á Norðurlandamótinu. Íslensku keppend urnir frá vinstri: Þuríður Björg Björgvinsdóttir, Kristín Valdís Örnólfs- dóttir, Nadia Margrét Jamchi, Guðbjörg Gutt- ormsdóttir, Agnes Dís Brynjars dóttir, Vala Rún B. Magnúsdóttir, Hrafnhildur Ósk Birgis- dóttir og Elísabet Ingi- björg Sævarsdóttir. Á myndina vantar Júlíu Grétarsdóttur. Í slendingar hafa enn ekki náð að innbyrða jafn-mikið af grænmeti og ávöxtum og fyrir hrun, samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis, en neysla ávaxta og grænmetis hrundi í kreppunni. Framboð á ávöxtum og grænmeti dróst verulega saman 2008 og einnig 2009 en hefur heldur vaxið síðan og var komið í 61 kg á hvern íbúa árið 2011 en var 66,1 kg á hvern íbúa árið 2007. Framboð á fersku grænmeti jókst einnig á milli ára og er nú 47,2 kg á hvern íbúa, sem reyndar er enn minna en það var árið 2007 þegar það var 48 kg á hvern íbúa. Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur hefur sérhæft sig í matarmenningu og -siðum Íslendinga. Hún fylgdist mjög grannt með neysluþróuninni í krepp- unni í kjölfar hrunsins. „Kreppa skapar ótta við hið ókomna. Fyrstu viðbrögð fólks í kreppu eru alltaf hin sömu: það hleypur í vörn og birgir sig upp af mat- vælum sem geymast lengi. Það seldist svo ótrúlegt magn af niðursuðuvöru á þessum tíma að ég er viss um að fólk er enn með fulla eldhússkápa af niður- suðudósum,“ segir Sólveig. Matarsiðirnir urðu jafn- framt þjóðlegri og fór fólk til að mynda að taka slátur í meira mæli en á árunum fyrir hrun. „Að sama skapi dróst neysla ferskvöru á borð við grænmeti og ávexti saman, því hún geymist ekki. Grænmeti og ávextir eru frekar dýr neysluvara hér á landi og því valdi fólk að draga úr kaupum á því til að lækka matarreikninginn,“ segir Sólveig. Hún bendir jafnframt á að neysla grænmetis og ávaxta sé ekki fastmótuð í íslenskri matarhefð. „Við höfum svo brotna sjálfsmynd gagnvart neyslu á ávöxt- um og grænmeti því það var eitt af því sem var alveg tekið af okkur á tímabili. Fyrst í kreppunni 1930 og svo á árunum eftir stríð. Þá voru ávextir skammtaðir eins og lyf. Við eigum því ekki heildstæðan kúltúr í neyslu þessara matvæla, nema kartafla og rófna,“ segir hún. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  Mataræði BorðuM enn Minna Magn grænMetis og ávaxta en fyrir hrun Ferskmeti skorið við nögl í kreppunni Grænmetis- og ávaxtaneysla Íslendinga hrundi í kjölfar kreppunnar og þótt hún hafi aukist smám saman aftur höfum við ekki náð upp neyslunni eins og hún var árið fyrir hrun og munar enn tals- verðu. Sagnfræðingur segir ávexti og grænmeti ekki fastmótaða í okkar matarhefð því það hefur tvívegis verið tekið frá okkur, fyrst í kreppunni 1930 og svo eftir stríð. Við hrunið minnkaði neysla ávaxta og grænmetis til mikilla muna hér á landi. Þótt hún hafi aukist jafnt og þétt aftur síðan borðum við enn minna magn en fyrir hrun. Ástæðan er ekki síst sú að neysla og grænmetis og ávaxta er ekki fastmótuð í matar- hefðinni hér á landi. Ljósmynd/Hari Tæpt kíló af sykri á mann á viku Neysla á sykri var 45 kg á hvern íbúa eða tæp 900 grömm á íbúa á viku árið 2011. Sykurneysla á Íslandi er 50 prósentum meiri en í Noregi og Finnlandi þar sem hún er minnst á Norðurlöndunum, en hér er hún mest. Gosdrykkir eiga drjúgan þátt í hinni miklu sykurneyslu, en gos- drykkjaneysla (gos- og vatnsdrykkir með bæði sætu- og bragðefnum) er óhóflega mikil hér á landi og var framboðið 149 lítrar/íbúa árið 2011, að því er fram kemur hjá embætti landlæknis. Sælgætisframboð minnkaði hins vegar um tæp tvö kíló á milli ára og var 17,3 kg á hvern íbúa árið 2011. Íslendingar drekka því nærri þrjá lítra af gosi á mann á viku og neyta 300 gramma af sælgæti. OYSTER PERPETUAL SUBMARINER DATE Michelsen_255x50_J_0612.indd 1 14.06.12 16:56 veður föstudagur laugardagur sunnudagur SV, 3-10 M/S oG SMá SKúRIR EðA él VIð S- oG V-STRÖNDINA. NA 8-13 M/S oG SNJÓR N-lANDS. HÖfuðBoRGARSVæðIð: SuðVEStaN 3-8 m/S oG SmÁ Slydduél Eða él. HItI um fRoStmaRk. NA, 8-15 M/S, HVASSAST á VESTfJÖRðuM. élJA- GANGuR uM lANDIð N-VERT. BJART SuNNANTIl. HÖfuðBoRGARSVæðI : NoRðauStaN 3-10 m/S, bjaRtVIðRI oG HItI um fRoStmaRk. NA 10-20 M/S, HVASSAST á NoRðVESTuRlANDI. SNJÓKoMA. SlyDDA AuSTANlANDS uM KVÖlDIð. HÖfuðBoRGARSVæðIð: NoRðauStaN 5-13 m/S oG bjaRtVIðRI. HItI um fRoStmaRk. Birtir sunnantil Hæg breytileg átt og skúrir við suðvestur- ströndina í dag en vaxandi norðaustanátt og snjókoma norðanlands í kvöld. Norðaustanátt og snjókoma víða um land á morgun og sunnudag, en úrkomulítið suðvestantil. Hiti um frostmark en hlýnar austantil á sunnudag. Hægviðri og él við ströndina en gengur í norðaustanátt með snjókomu á morgun, hvessir á sunnu- dag og áframhaldandi úrkoma, en úrkomu- lítið suðvestantil. Hiti undir frostmarki. 1 -2 -3 0 0 -1 -3 -2 -2 0 1 -1 -2 -1 2 Elín Björk Jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 25.-27. janúar 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.