Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.01.2013, Qupperneq 24

Fréttatíminn - 25.01.2013, Qupperneq 24
Nicotinell með 15% afslætti í janúar Við hlustum og ráðleggjum þér 15% afslátt ur af ö llum Nicotin ell vöru m í janúa r Allar tegundir, allir styrkleikar og allar pakkningastærðir. Allar tegundir, allir styrkleikar og allar pakkningastærðir. Höfuðborgar- svæðið Austurver Domus Medica Eiðistorg Fjörður Glæsibær Hamraborg JL-húsið Kringlan Landsbyggðin Glerártorg Akureyri Hrísalundur Akureyri Dalvík Hella Hveragerði Hvolsvöllur Keflavík Selfoss Vestmannaeyjar Þorlákshöfn manns en ég held að í fyrra hafi verið framin yfir hundrað morð þar. Og það sem er verst er að maður verður ónæmur fyrir þessu. Við köllum þetta „Isl- and fever “ eða eyjasótt og þegar maður er kominn með hana þá verður maður bara að fara burt til að ná samhenginu. Bókarinn sem við vorum með, til dæmis, hún skaut manninn sinn sex sinnum með skammbyssu. Þegar hún var að útskýra þetta fyrir mér þá sagði hún að þetta hefði bara verið spurn- ingin um hana eða hann. Hann hafi verið að fara í hana með sveðju á lofti. Þetta er bara veruleikinn þarna og maður er auðvitað gáttaður. Hún fór síðan í fangelsi í einhvern smá tíma. Það er ekkert mál að múta löggunni þannig að þú sleppir. Svo drap sonur hennar mann líka. Það var alveg eitt kvöldið sem fór í það. „Ó nei. Sonur hennar drap mann. Jæja, ókey. Hvað gerum við í því? “ Normið þarna er svo galið og fjarri því sem við eigum að venjast. Mig langar samt í sólbað. Ég viðurkenni það alveg núna í janúar,“ segir Þóra og hlær. Sókndjarfur kokkur Þóra og Völli kynntust fyrir hálfgerða tilviljun þeg- ar Þóra fór í ferð til Bahama-eyja ásamt vini sínum. „Þar kynntist ég Völla og allt í góðu með það. Síðan rakst ég seinna á hann á miðjum Laugaveginum og heilsa honum. Við vorum þá bæði á lausu og hann er þrautseigari en andskotinn þegar honum dettur einhver vitleysa í hug. Og þarna fékk hann þá snilldarhugmynd að það væri rosa sniðugt að kvænast mér og hann linnti ekki látum fyrr en það gerðist. Ég var svona að íhuga það á tímabili að fá á hann nálgunarbann. Hann svífst einskis og er mjög fylginn sér í öllu svona.“ Kærustuparið naut síðan lífsins á Bahama þar sem Þóra tók til hendinni á heimili piparsveinsins. „Hann bjó náttúrlega bara í versta piparsveinagreni sem ég hef augum litið. Þetta var skelfilegt. Við erum að tala um sjö metra lofthæð, trommusett úti á miðju gólfi, risastór skjár fyrir myndvarpa, tvö Harley-Davidson mótorhjól og ég veit ekki hvað. Þetta var bara greni!“ Segir Þóra og glottir prakk- aralega. „Það tók mig ár að fá trommusettinu skipt út fyrir borðstofuborð og ég þurfti að sækja svona eðlilega hluti af nokkurri hörku og mér tókst smám saman að temja hann. En svo náttúrlega stofnuðum við fjölskyldu og þá náttúrlega bara horfa hlutirnir allt öðruvísi við. Það er rosa fínt og gaman að búa þarna þegar maður er barnlaus en þetta horfir öðru- vísi við þegar börnin eru komin.“ Mamma eldar eitur Börn þeirra hjóna eru orðin tvö og á hressasta aldri, fjögurra og tveggja ára. „Þetta er hressandi sko. Ég hef ekki sofið út í fjögur ár. Ég er að verða svolítið langeyg eftir því. Mér finnst frekar illa með mig farið. Ég er svo mikil B-manneskja þannig að ég var eitthvað búin að reyna að semja við Völla um að hann tæki morgunvaktina en hann er búinn að þverbrjóta það. Alltaf að fá allt skriflegt!“ Eitt er þó á hreinu þegar kemur að verkaskipting- unni á heimilinu og það er að kokkurinn má gjöra svo vel að elda líka heima hjá sér. „Ég kom því mjög skýrt á framfæri strax í upphafi okkar sambúðar að ég kynni ekki að elda og hefði hvorki neinn sérstakan metnað né náðargáfu á því sviði. Þannig að þetta var eiginlega spurning um lífsafkomu hjá honum. Ég féll ekki á þá gryfju að reyna eitthvað að sýna mig og sanna í eldhúsinu og ef einhver eldar á heimilinu þá er það hann. Honum finnst það líka gaman og hann er fínn í að elda bara góðan heimilismat. Mér finnst þetta alveg magnað. Ég er ekki þessum gáfum gædd að geta horft inn í ísskáp og hrúgað einhverju saman sem gengur upp. Mér finnst magnað að fólk geti þetta. Einhvern tíma bauð hann mér upp á fisk með banönum og ég hélt að hann væri galinn en þetta var rosalega gott. Ég ét þetta allt saman og hann er rosalega flinkur í því sem hann gerir. Sem betur fer. Meira að segja börnin sögðu við mig um daginn: „mamma á ekki að elda. Hún eldar bara eitur.“ Og mér finnst þetta enginn áfellisdómur. Mér finnst þetta bara rosalega gott.“ Kokkurinn á Borginni Þóra segir það afskaplega gott að vera komin heim og að þrátt fyrir að draumurinn sé að reka lítinn veitingastað í kjallaranum einhvern tímann í fram- tíðinni þá sé Hótel Borg aðal málið. „Þetta er eitt flottasta veitingarými bæjarins og staðsetningin er auðvitað frábær. Þetta er áskorun en það er nauð- synlegt í lífinu.“ Með Völla í rekstrinum er Haukur Víðisson veitingamaður. „Haukur hefur gríðarlega reynslu á sínu sviði og við erum virkilega spenntir fyrir þessu dæmi öllu. Þarna er gamli glæsileikinn til staðar en við ætlum samt að stíga eitt skref til baka og hafa þetta aðeins meira „casual“ en verið hefur. Spila mikið á stemninguna og vonandi búa til eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Völli. „Hitt er bara meira svona fjölskyldudraumurinn, eitthvað sem við getum dundað okkur við í ellinni eða þannig,“ segir Þóra sem trúir enn að þrátt fyrir andstreymið muni draumurinn rætast. Rosalega fín saman Þóra og Völli vinna saman að öllu sem þau gera og bæta hvort annað upp þegar á reynir. Þóra er með skrifstofu heima þar sem hún sinnir vefnum sínum foreldrahandbókin.is og vinnur að uppfærslu og við- bótum við samnefnda bók hennar sem kom út fyrir tveimur árum og er löngu uppseld. Hún stefnir að því að endurbætta útgáfan komi út á vormánuðum. „Ég er svo frjáls og tek mér bara það fyrir hendur sem mér dettur í hug sem er frábært en kemur illa út þegar fólk spyr hvað ég geri vegna þess að þá er eins og ég geri ekki neitt þótt ég sé alltaf að.“ Þóra og Völli gerðu ekki alls fyrir löngu sjón- varpsþættina Delicious Iceland ásamt Gunnari Kon- ráðssyni, þar sem Völli eldaði úr íslensku hráefni eins og honum einum er lagið. Þátturinn endaði á BBC og hefur verið sýndur á sjónvarpsstöðvum um víða veröld. „Við erum búin að leggja grunninn að fleiri þátt- um og ætlum þá í íslenska fiskinn sem ég held að sé svolítið smart. Þá er hugmyndin að sýna hvaðan fiskurinn kemur, hvernig hann er veiddur og hvað þessir karlar eru að gera og tékka líka á stemning- unni í þorpunum okkar úti á landi.“ Það er deginum ljósara að hjónin eru samhent og vinna vel saman og Þóra staðfestir það. „Já, við erum nefnilega rosalega fín saman. Við erum sam- mála um og grínumst stundum með að hann fær oft svolítið brjálaðar hugmyndir sem ég tóna svo niður. Drifkrafturinn í honum er rosalegur en ég tölti á eftir og kem sterk inn á einhverjum tímapunkti þeg- ar hans sérfræðiþekkingar nýtur ekki við. Þannig að við erum fín blanda,“ segir Þóra sem sótti dálítið villtan piparsvein til Bahama-eyja, tamdi hann og rótfesti í miðbæ Reykjavíkur. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Það er líf og fjör á heim- ilinu. Völundur Snær og Þóra með börnin tvö. Mynd úr einkasafni. 24 viðtal Helgin 25.-27. janúar 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.