Fréttatíminn - 25.01.2013, Síða 54
54 bíó Helgin 25.-27. janúar 2013
Javert er
þó ekki
tilbúinn
til þess að
láta kauða
sleppa og
sver þess
dýran eið
að koma
honum
aftur bak
við lás og
slá.
Frumsýnd Les misérabLes
T om Hooper, leikstjóri þessarar nýj-ustu kvikmyndaútfærslu Les Misera-bles, kann heldur betur að strjúka
Óskarsverðlauna akademíunni rétt. Hann
leikstýrði The King's Speech sem hlaut fern
óskarsverðlaun árið 2011, þar á meðal sem
besta myndin og fyrir leikstjórn. Les Misera-
bles er tilnefnd til átta verðlauna í ár. Meðal
annars fyrir búninga og sem besta myndin
auk þess sem Hugh Jackman er tilnefndur
sem besti leikarinn í aðalhlutverki og Anne
Hathaway sem besta leikkonan í aukahlut-
verki.
Söngleikurinn gerði það gott á Golden
Globe-hátíðinni nýlega þar sem myndin hirti
verðlaunin fyrir bestu myndina í flokki söng-
leikja eða gamanmynda og Hugh Jackman
og Anne Hathaway hlutu verðlaunin í sömu
deild fyrir bestan leik í aðal- og aukahlut-
verki.
Hugh Jackman leikur Jean Valjean sem
losnar á skilorði úr fangelsi þar sem hann
hafði mátt dúsa í nítján ár fyrir að hafa stolið
brauði og fyrir misheppnaðar tilraunir til
þess að strjúka. Fangavörðurinn Javert, sem
Russell Crowe leikur, sleppir honum lausum
en Jean Valjean er fljótur að brjóta af sér
aftur en sleppur með skrekkinn. Hann lætur
sér þetta að kenningu verða og ákveður að
snúa blaðinu við og hefja nýtt líf undir fölsku
nafni. Javert er þó ekki tilbúinn til þess að
láta kauða sleppa og sver þess dýran eið að
koma honum aftur bak við lás og slá.
Síðan líða átta ár og Jean Valjean er orðinn
verksmiðjueigandi og bæjarstjóri í Montra-
il-sur-Mer. Þar flækist hann í vandræði
Fantine, sem Anne Hathaway þykir leika
með glæsibrag, sem missir vinnu sína í verk-
smiðjunni þegar upp kemst að hún á óskil-
getna dóttur í felum. Valjean blandar sér í
mál hennar og þarf síðan að leggja á flótta í
framhaldinu þegar upp kemst hver hann er í
raun og veru.
Javert fer þá á fleygiferð og er stöðugt á
hælum Valjeans sem blandast í byltingarátök-
in og reynir alltaf að breyta rétt í ljótum og
ranglátum heimi. Einurð og festa Javerts er
honum einnig til stöðugra vandræða þannig
að uppgjör þessara tveggja fjandvina er óhjá-
kvæmilegt.
Aðrir miðlar: Imdb: 8.0, Rotten tomatoes: 70%,
Metacritic: 63%
Skáldsagan Les Misérables eftir Victor Hugo er komin til ára sinna en hún kom út árið 1862 en í
henni fjallaði Hugo um örlög ógæfufólks og fátæklinga með frönsku byltinguna í bakgrunni. Saga
Hugos er fyrir löngu orðin sígild og þeir eru fáir sem ekki hafa fengið eitthvert veður af þræði
hennar sem hefur meðal annars verið snarað fram í einum vinsælasta söngleik sögunnar. Vesaling-
arnir voru settir upp í Þjóðleikhúsinu ekki alls fyrir löngu og nú eru þeir komnir í bíó þar sem Hugh
Jackman og Russell Crowe bresta í söng í hlutverkum hinna svörnu óvina, Jean Valjean og Javert.
Þórarinn
Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Hrakfarasaga Jean Valjean
Jean Valjean heitir því á flóttanum að gæta Cosette, dóttur Fantine.
Frumsýnd GanGsTer squad
Mickey Cohen tekinn föstum tökum
Glæpaforinginn Mickey Cohen hasl-
aði sér völl í undirheimum Banda-
ríkjanna í skjóli stórlaxa eins og Al
Capone í Chicago og Bugsy Siegel í
Las Vegas áður en hann flutti sig til
Los Angeles þar sem hann gerðist
frekur til fjörsins.
Löggu- og bófahasarinn Gangster
Squad segir frá því þegar lögreglu-
stjóranum í Los Angeles ofbýður
yfirgangurinn í Cohen og ákveður
að láta hart mæta hörðu og setur
saman járngrimman hóp lögreglu-
manna sem gefa skít í lög og reglu
og er heimilt að beita öllum brögð-
um til þess að knésetja Cohen.
Hamagangurinn byrjar árið 1949
og byggir að hluta til á raunveruleg-
um atburðum en Cohen var á sínum
tíma umfangsmikill í nánast allri
ólöglegri starfsemi í borginni og
lét til sín taka í vændi, dópi, vopna-
sölu, fjárhættuspilum auk þess sem
hann gerði út á spillta embættis- og
stjórn málamenn.
Sean Penn leikur Cohen en Josh
Brolin fer með hlutverk löggunn-
ar sem leiðir hópinn sem fer gegn
honum. Fjöldi góðra leikara prýðir
myndina, þar á meðal Ryan Gosling,
Emma Stone, Nick Nolte og Giov-
anni Ribisi.
Aðrir miðlar: Imdb: 7.2, Rotten Tom-
atoes: 33%, Metacritic: 40%
Sean Penn og Josh Brolin leika and-
stæðingana Mickey Cohen og lögguna
John O'Mara.
Russell Crowe leikur lögreglufulltrúann Javert sem
fær Jean Valjean á heilann og eltir hann eins og
skugginn í gegnum þá sautján ára sögu sem Victor
Hugo segir í Les Misérables.
Miðasala 551 1200 | midasala@leikhusid.is
Sólarkaffi
Ísfirðingafélagsins
á Grand Hótel Reykjavík, 25. janúar 2013
Hljómsveitin Trap, Diddi Hermanns,
Rúnar Þór, Reynir Guðmunds,
Stebbi Símonar og Örn Jóns
leika fyrir dansi.
Hlíðarvegspúkinn, skipstjórinn og
gleðipinninn Hrólfur Ólafsson
verður ræðumaður kvöldsins. Lára
Rúnars flytur nokkur lög.
Grand Hótel Reykjavík býður tilboð
á gistingu í sambandi við Sólarkaffið,
tveggja manna herbergi með
morgunmat kr. 13.800.- nóttin.
Þeir sem ætla að nýta sér tilboðið
á hótelinu, vinsamlegast tilkynni við
bókun að gisting sé í tengslum við
Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins.
Ísfirðingar nær og fjær og aðrir velunnarar félagsins,
nú gleðjumst við saman í góðra vina hópi.
Vinsamlega staðfestið
Ísfirðingafélagið
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS MIÐASALA: 412 7711
KOMDU Í KLÚBBINN!
bioparadis.is/klubburinn
SKÓLANEMAR: 25% afsláttur
gegn framvísun skírteinis!
NÝTT Í BÍÓ PARADÍS
Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS
SVARTIR SUNNUDAGAR:
Kl. 20 sunnudag.
Aðeins þessi eina sýning.
CHAPLIN:
THE
GOLD RUSH
ÞRJÚBÍÓ
SUNNUDAG | 950 KR. INN