Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.01.2013, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 25.01.2013, Blaðsíða 60
 Í takt við tÍmann Guðný GÍGja Skjaldardóttir Fór í bakpokaferðalag um Austur-Evrópu með mömmu og pabba Guðný Gígja Skjaldardóttir er 22 ára Patreksfjarðarmær. Hún hefur getið sér gott orð fyrir söng og gítarleik í hljómsveitinni Ylju en meðfram hljómsveitarstússi vinnur hún á leikskóla. Ylja treður upp á Rósenberg í kvöld, föstudagskvöld. Staðalbúnaður Ég hef aldrei verið nein merkjamanneskja, ég kaupi bara það sem mér finnst flott. Ég hef dálæti á hippatímabilinu og fatastíllinn einkennist að ein- hverju leyti af því. Ég er veik fyrir yfirhöfnum og kósý peysum og á það til að líta bara á það þegar ég kaupi föt. Svo elska ég alls konar skart og hringi en ég lít ekki við silfri. Ég elska að vera með hatt og hárband og á mikið af sólgleraugum. Það er voða hentugt að búa með bestu vinkonu sinni sem er með svipaðan fatasmekk. Við eigum það til að lána hvorri annarri föt. Hugbúnaður Það kemur alveg fyrir að ég fari á djammið og uppáhaldsstað- urinn núna er Dollý. Þar er alltaf voða gaman. Ég fer stundum á kaffihús en mér finnst samt best að drekka kaffi í eldhúsinu heima. Þá helli ég upp á sterkt kaffi í mokkakönnunni og drekk það með vinum mínum. Ég á ekki sjónvarp en „dán- lóda“ stundum þáttum og bíómyndum. Uppáhaldið mitt núna eru Girls-þættirnir, þar er raunsær og beinskeyttur húmor. Ég get alltaf horft aftur og aftur á American Dad og Family Guy. Ég veit ekki hvort ég á að skammast mín fyrir það. Vélbúnaður Ég eignaðist mína fyrstu Apple-tölvu í haust. Það er Macbook Pro og ég er voða ánægð með hana. Nú gerist allt miklu hrað- ar, ég átti svo trega tölvu fyrir. Í síðustu viku keypti ég mér loksins iPhone og er smám saman að læra á hann. Uppáhalds appið mitt núna er Snapchat. Ég hef alltaf verið þekkt fyrir að vera símaböðull en ég er ekki enn búin að missa hann í gólfið. 7, 9, 13! Ég er ekkert voðalega dugleg á Facebook, ég nota það yfirleitt bara sem plögg fyrir hljómsveitina. Kannski breytist ég í grimman Instagrammara með tilkomu iPhone- sins. Aukabúnaður Ég reyni að vera dugleg að elda en það er oft erfitt þegar hljómsveitaræfingar eru um kvöldmatarleytið. Þá er reyndar mjög hentugt að það sé komið sushi í Krónuna úti á Granda. Ég er alltaf til í sushi – það er uppáhalds maturinn minn. Síð- asta vor fór ég í mánaðarlangt bakpokaferðalag um Austur- Evrópu með mömmu og pabba og systkinum mínum. Okkur hefur alltaf langað til að gera þetta og ég hef mikinn áhuga á ferðalögum. Eftir að ég útskrifaðist úr Flensborg árið 2011 fór ég í þrjá mánuði til Suðaustur Asíu með vinkonu minni og bróður mínum. Það er ferðalag sem mun aldrei gleymast. Næst á dagskrá er að fara til Grænlands. Það er spennandi land og mig langar líka að heimsækja skiptinemann sem var eitt árið hjá okkur á Patreksfirði. Uppáhalds staðurinn minn er Hlaðseyri, gamall sveitabær sem er í eigu fjölskyldunnar minnar. Hann er innar í Patreksfirði, þar er ekkert rafmagn en alltaf yndislegt að vera. Guðný Gígja hefur dálæti á hippatímabilinu og segir að fatastíll sinn einkennist af því. Ljósmynd/Hari NORÐURKRILL Fæst flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna. P R E N T U N .IS Hressari á morgnana! „Í heilsueflingu minni sem hófst í ágúst 2011 hef ég notað Norðurkrill omega 3 gjafa og ég fann mjög fljótt mikinn mun á mér. Ég hafði lengi átt við skammdegisþunglyndi að stríða, var kraftlaus, síþreyttur og fann til í liðamótum. Eftir að ég byrjaði að taka inn Norðurkrill er miklu auðveldara að vakna á morgnana, liðverkir eru horfnir, lundin er léttari og ég finn gríðarlegan mun á heilsunni. Þetta var eins og punkturinn yfir i-ið og ég ætla klárlega að halda áfram að nota Norðurkrill í minni heilsueflingu. Ég verð 40 ára á árinu og hef sjaldan verið í jafngóðu andlegu og líkamlegu formi.“ Björn Ólason NORÐURKRILL er eitt hreinasta og öflugasta form af OMEGA 3-fitusýrum. Unnið úr botnsjávardýrinu krill sem er veitt við ómengað Suðurskautið. Aðeins þarf 1-2 hylki á dag til að mæta dagsþörfinni og það er ekkert eftirbragð, uppþemba eða magaólga sem oft fylgir inntöku á fiski- og jurtaolíum. Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is Tónlistarmaðurinn John Grant sendir frá sér aðra sólóplötu sína hinn 11. mars næstkomandi. Platan, Pale Green Ghosts, kemur út undir merkjum Bella Union úti í heimi en Senu hér á landi. John Grant sló í gegn með fyrstu plötu sinni, Queen of Denmark, árið 2010. Hann kom hingað til lands og lék á Iceland Airwaves árið eftir og féll fyrir landi og þjóð. Platan er að mestu tekin upp hér landi í samstarfi við Bigga Veiru úr Gus Gus. Þá legg- ur fjöldi íslenskra tónlistarmanna Grant lið á plötunni; gítarleikar- arnir Smári Tarfur, Guðmundur Pétursson og Pétur Hallgríms- son, bassaleikarinn Jakob Smári Magnússon, Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Arnar Geir Óm- arsson trommari. Auk þess syng- ur Sinead O'Connor bakraddir. Tónlistin á fyrri plötu Grants var í ætt við tónlist áttunda áratugarins en á nýju plötunni er hann kominn nær okkur í tíma, fram á níunda áratuginn. Í frétta- tilkynningu frá Senu segir að „á plötunni mætir myrk og leiftrandi elektróník flauelsmjúkum ball- öðum fyrri plötunnar“. Myndin á kápu plötunnar er tekin á Mokka kaffi við Skóla- vörðustíg af ljósmyndaranum Herði Sveinssyni. „Kærar þakkir til allra fyrir gestrisni og að gera dvöl mína að ótrúlegri lífs- reynslu!!!“ segir John Grant í þakkarlista sínum í bæklingi plöt- unnar. Hann hefur sem kunnugt er búið hér að mestu síðustu miss- eri og er orðinn nokkuð sleipur í íslenskunni. John Grant heldur útgáfutón- leika í Silfurbergi í Hörpu hinn 16. mars næstkomandi. Miðasala á þá hefst á Harpa.is föstudaginn 1. febrúar klukkan 12. Miðaverð er 6.400 krónur og aðeins eru 700 miðar í boði. -hdm  tónliSt ný plata oG útGáfutónleikar Í Hörpu John Grant á Mokka John Grant tekur sig vel út á mynd Harðar Sveinssonar á kápu væntan- legrar plötu sinnar. Myndin er tekin á Mokka kaffi. 60 dægurmál Helgin 25.-27. janúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.