Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.01.2013, Side 44

Fréttatíminn - 25.01.2013, Side 44
44 bílar Helgin 25.-27. janúar 2013 Miðasala 551 1200 | midasala@leikhusid.is  ReynsluakstuR audi a1 n ýjasta týpan af minnstu gerðinni af Audi, sem nefnist A1, er kominn á göturn- ar. Þeir sem hrífast af eiginleikum Audi verða ekki fyrir vonbrigðum með þennan bíl. Hann er stílhreinn og fallegur en jafnframt með klass- ískt yfirbragð. Sjálf er ég ekki hrifin af svona harðri fjöðrun en öðrum finnst gott að aka slíkum bílum. Stífir dempar- arnir gæða bílinn eiginleikum sportbíls enda er hann hugsaður til snaggaralegs borgaraksturs og góður til síns brúks. Hann er lítill og lipur en um leið sparneytinn, eyðir frá 5,1 lítrum á hverja 100 kíló- metra í blönduð- um akstri. Meðal staðalbúnaðar er kerfi sem drepur á vélinni þegar bíllinn staðnæmist en hún fer í gang að nýju um leið og fætinum er lyft af bremsunni. Þessi minnsta gerð af Audi er fjögurra manna. Þröngt er um farþega í aftursæti og er bíllinn því fyrst og fremst hugsaður sem skutl- bíll fyrir einn. Mjög flottur skutlbíll fyrir skutlur, kannski? Mér fannst ég allavega dálítil skutla þegar ég rúntaði um bæinn á nýjum Audi – ekki það að sjálfsvirðing mín fari eftir merkinu á húddinu á bílnum sem ég ek... en samt. Það var eitt- hvað. Snaggaralegur skutlubíll Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Nýr Audi A1 er snaggaralegur skutlubíll sem hentar vel í borgarlífinu. Hann er stílhreinn og fal- legur en jafnframt með klassískt yfirbragð og lætur engan Audiaðdáandann ósvikinn. Plúsar + Fallegur + Sparneytinn + Kraftmikill Mínusar ÷ Fjögurra manna Helstu upplýsingar Breidd: 175cm Eyðsla: frá 5,1l/100km* Verð: frá kr. 3.070.000 *í blönduðum akstri ALDREI KALT Í VETUR MEÐ WEBASTO BÍLAHITARA BÍLASMIÐURINN HF – BÍLDSHÖFÐA 16, 110 REYKJAVÍK – SÍMI 567 2330 – BILASMIDURINN@BILASMIDURINN.IS BÍLASMIÐURINN HF  askja atvinnubíllinn Citan Nýr sendibíll frá Benz frumsýndur Nýr Mercedes-Benz Citan sendibíll verður frumsýndur á morgun, laugardaginn 26. janúar frá klukkan 12-16. Citan er nettur en öflugur sendibíll og sérlega hag- kvæmur í rekstri. Citan er ætlað að efla sölu Mercedes-Benz enn frekar í flokki at- vinnubíla, að því er fram kemur í tilkynn- ingu Öskju, umboðsaðila Mercedes-Benz, en Daimler AG, framleiðandi Mercedes- Benz, er stærsti framleiðandi atvinnubíla í heiminum í dag. Fyrir er þýski fram- leiðandinn með breiða línu sendibíla, s.s. Vario, Sprinter og Vito. Sprinter hefur til að mynda verið afar vinsæll og traustur bíll hér á landi, og einn mest seldi bíllinn í sínum flokki um árabil. „Citan verður í boði með eyðslugrönn- um dísil- og bensínvélum sem allar hafa frekar lága koltvísýringslosun. Citan verður vel búinn m.a. með Blue EFFICI- ENCY búnaði eins og nýir lúxusbílar Mercedes-Benz eru búnir en búnaður- inn eykur á sparneytni bíla og minnkar útblástur skaðlegra lofttegunda frá þeim. Bíllinn verður einnig boðinn í ýmsum útgáfum, m.a. sem fjölnotabíll. Hægt verður að panta Citan í mismun- andi lengd og hæð sem býður upp á fjölmarga notkunarmöguleika,“ segir enn fremur. Nýr Mercedes-Benz Citan kostar frá 3.590.000 kr. með virðisaukaskatti. Mercedes-Benz Citan, nýr og nettur sendibíll, verður frumsýndur hjá Öskju á laugardag. 69% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.