Fréttatíminn - 25.01.2013, Side 22
Þ óra Sigurðardóttir og Völundur Snær, eða Völli eins og hann er alltaf kallaður, hafa komið sér
fyrir í gamla miðbænum í fornfrægu
húsi við Bókhlöðustíg. Þar búa þau
með börnunum sínum tveimur sem
eru tveggja og fjögurra ára og gæla við
drauminn um að sameina vinnuna og
fjölskyldulífið með því að reka lítinn
veitingastað í kjallara hússins.
Þóra segir að þau hafi í upphafi ætl-
að sér að gera þetta á Bahama-eyjum
en hugmyndin hafi síðan færst í gamla
húsið við Bókhlöðustíg 2. „Þegar við
fluttum heim rákumst við á þetta hús
og lögðumst í kjölfarið í rannsóknar-
vinnu. Kjallarinn er skilgreindur sem
atvinnuhúsnæði sem okkur þótti henta
vel undir veitingastað. Við kynntum
því hugmyndir okkar bæði fyrir ná-
grönnum okkar og Reykjavíkurborg
áður en við keyptum húsið.“ Í kjölfarið
hafi þau hafið formlega vinnu við að
teikna upp kjallarann og sækja um til-
skilin leyfi. Ekki hafi borið á öðru en
að öllum litist vel á fyrirætlanir þeirra
þó að annað hafi síðar komið á daginn.“
Deilur á besta stað í bænum
Völli og Þóra fengu arkitektinn Hjörleif
Stefánsson til þess að teikna veitinga-
staðinn í kjallaranum og töldu sig vera
með allt sitt á hreinu, með vilyrði frá
borginni auk þess sem sá nágranni
þeirra sem nú mótmælir sem harðast
hafði skoðað teikningarnar og þau
höfðu tekið tillit til ýmissa athugasemda
hans áður en allt fór skyndilega í hnút.
„Þannig að við töldum víst að hann
væri í grunninn samþykkur þessu þótt
hann hefði aldrei skrifað undir neitt,“
segir Völli. „En við töldum nokkuð gef-
ið að hann ætlaði að samþykkja þetta.“
Þóra segir að þau harkalegu við-
brögð sem síðar hafi komið fram hafi
komið þeim á óvart. „En það er bara
eins og það er. Við erum samt sann-
færð um að lítill veitingastaður myndi
sóma sér vel í kjallaranum. Þessi hluti
götunnar má við smá andlitslyftingu
en okkar hús var búið að standa autt
í hartnær tíu ár og lá undir miklum
skemmdum.
Auðvitað skil ég að fólk geri athuga-
semdir en ef ég ætla að búa hérna fyrir
ofan með börnin mín þá gefur augaleið
að ég er ekki að fara að reka neitt fyll-
irísbæli þarna. Það fer ekki saman ef
maður er að reyna að sameina þetta
tvennt, fjölskylduna og lífsstílinn.“
Atvinnurekstur frá 1906
En logar þá hverfið í illdeilum og er
fólk hætt að bjóða góðan daginn?
„Nei alls ekki enda væri það kjána-
legt,“ segir Þóra og hlær dátt. „Auð-
vitað er þetta alveg eðlilegt og fólk er
alltaf að verja eignarréttinn. En eins og
ég segi, þá er ekki eins og við hefðum
keypt húsið og sagt síðan: „Jæja, nú
ætlum við að opna veitingastað og það
verða allir að vera sáttir. Við vorum
komin með vilyrði frá borgarráði og
þótt þetta sé í íbúðahverfi þá er húsið á
jaðrinum og það er til undanþága fyrir
nákvæmlega svona tilfelli. Þannig að
það má opna veitingastaði í flokki 2
sem eru með vínveitingaleyfi og opið
til 11 á kvöldin á virkum dögum og til
eitt á kvöldin um helgar. Það þarf ekki
að brjóta neinar reglur eða endurskrifa
þær út af þessu. Plús það að það hefur
verið atvinnurekstur í þessu húsi síðan
1906 þegar mamma hans Jóns Leifs
opnaði hér búð til þess að fjármagna
dvöl hans í Þýskalandi.“
Höfrungar með morgunkaffinu
Þegar Þóra og Völli kynntust rak hann
veitingastað á Bahama-eyjum en þegar
þau fluttu heim hafði Völli búið þar í
tólf ár og Þóra sex. „Við vorum þarna
í bölvaðri fjarbúð alveg fram og til
baka. Við vorum alltaf með íbúð hérna
í Reykjavík þannig að það var ekkert
mál að þvælast á milli þannig að ég var
Íhugaði að fá nálgunarbann á Völla
Hjónin Þóra Sigurðardóttir og kokkurinn
Völundur Snær Völundarson sitja aldrei
með hendur í skauti enda hugmyndaauðgin
og framkvæmdagleðin eitt af því sem
tengir þau saman. Völundur er sérstaklega
fylginn sér og gafst ekki upp fyrr en honum
tókst að krækja í Þóru sem þótti á tímabili
nóg um sóknarhörku kokksins. Þau bjuggu
um árabil á Bahama-eyjum og nutu lífsins
í sólinni en yfirgáfu óreiðuna þar þegar
fjölskyldan stækkaði. Næsta verkefni hjá
Völundi er veitingastaðurinn Borg Res-
taurant en í hjáverkum berjast þau fyrir
draumi sínum um að reka lítið veitingahús
í húsinu sem þau búa í við Bókhlöðustíg og
ætla sér ekki að gefast upp.
22 viðtal Helgin 25.-27. janúar 2013