Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.01.2013, Blaðsíða 35

Fréttatíminn - 25.01.2013, Blaðsíða 35
vetrarfjör 35Helgin 25.-27. janúar 2013 I ÐAN fræðslusetur stendur fyrir sérstakri viku símenntunar í iðnaði á Akureyri, 28. janúar til 2. febrúar n.k. Verkefnið er samstarf Símeyj- ar, Verkmenntaskólans á Akureyri og IÐUNNAR fræðsluseturs en þessi fyrirtæki sinna símenntun og grunnmenntun í atvinnulífi og iðnaði. IÐAN fræðslusetur mun bjóða upp á 20 nám- skeið sem spanna flestar greinar iðnaðar á Íslandi. Sem dæmi má nefna námskeið í AutoCad hönn- unarhugbúnaði, prófanir í málmiðnaði, námskeið fyrir kjötiðnaðarmenn við mat á kjöti, InDesign fyrir grafíska hönnuði, námskeið fyrir fagfólk í hársnyrtigreinum í litun og klippingu, vínfræði fyrir þjóna, bilanagreiningu fyrir bifvélavirkja, námskeið fyrir myndskreyta og grafíska hönn- uði, námskeið í tölvuleikjagerð, brunaþéttingar- námskeið fyrir byggingamenn, varmadælur fyrir byggingamenn og námskeið fyrir starfsfólk í bakaríum. Þar að auki verður boðið upp á kynningar á iðnnámi, kynningu á raunfærnimati og námskeiði fyrir meistara og stjórnendur sem vilja taka nema á vinnustaðanámssamning. Kynning á iðnnámi Fyrir grunnskólanemendur í 8. 9. og 10. bekk og foreldra þeirra verður sérstök kynning á iðnnámi föstudaginn 1. febrúar í Verkmenntaskólanum frá klukkan 13 - 15. Þar geta nemendur prófað, potað og fiktað í græjum og tækjum og áhöldum. Á staðnum verða ráðgjafar frá IÐUNNI fræðslusetri og fyrirtækjum í iðnaði. Nemendur og foreldrar á Akureyri fá hér frábært tækifæri til að kynna sér á einum stað fjölbreytt iðn- og verknám. Því til viðbótar býður prentsmiðjan Ásprent Stíll upp á opið hús fyrir grunnskólanemendur og aðra áhugasama sem vilja fræðast um prentiðnað föstudaginn 1. febrúar klukkan 10 - 12. Grunn- skólanemendur, foreldrar þeirra og aðrir sem vilja kynna sér prentiðnað, forvinnslu og umbrot eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri. Ásprent Stíll er til húsa að Glerárgötu 28. Raunfærnimat í iðngreinum Þeir sem hafa starfsreynslu úr iðngrein geta fengið slíka starfsreynslu metna til iðnnáms. Skilyrðin eru þau að menn séu 25 ára eða eldri og hafi starfað við iðn í 5 ár eða lengur. Raunfærni- mat hefur löngu sannað sig sem áhrifarík leið til að auðvelda einstaklingum að afla sér iðnréttinda. Sérstakur kynningarfundur um raunfærnimat verður haldinn 30. janúar klukkan 17 í Símey. Vínfræði og fræðsla fyrir kjötiðnaðarmenn Í matvæla- og veitingagreinum verður boðið upp á kennslu í vínfræðum með Dominique Plédel Jónsson sem er einn fremsti kennari í vínfræðum á landinu í dag. Á námskeiðinu verður fjallað um vínþrúgur, uppruna og listina að para saman vín og mat. Stefán Vilhjálms- son, fagssviðsstjóri hjá Matvælastofnun, verður með kennslu í kjötmati fyrir kjötiðnaðarmenn. Fjallað verður um flokkun eftir holdfyllingu og fitu og forsendur verðlagningar og viðskipta með kjöt. Í boði verður námskeið þjónusta og sala í bakaríum þar sem áhersla verður á listina að koma vörum á framfæri í bakaríum með góðum árangri. Námskeið í gerð tölvuleikja, rafbókagerð og myndskreytingar Fyrir upplýsingatæknigreinar og grafíska miðlun og hönnun verður boðið upp á námskeið í mynd- skreytingum og gerð töluleikja auk námskeiðs í umbroti rafbóka. Þeir sem sækja námskeiðið fá orkuskot í hugmyndavinnu, hugarflæði og efla innblásturinn. Kristín Ragna Gunnarsdóttir sem hlotið hefur fjölmörg verðlaun fyrir mynd- skreytingar sínar á barnabókum leiðbeinir á nám- skeiðinu. Hún skoðar ný sjónarhorn á hönnun og myndskreytingar og setur þátttakendur í tengsl við myndheiminn með sjónrænu dagbókinni og hressilegum rispum á blýantinum. Þeir sem vilja stökkva inn í framtíðina skella sér á tölvuleikjagerð með Unity 3D og læra umbrot rafbóka. Þau Berglind Káradóttir margmiðlunar- hönnuður og Sigurður Ármannsson hönnuður leiðbeina á þessum námskeiðum og leggja góðan grunn fyrir framtíðina. Ekki er krafist sérstaks undirbúnings fyrir Unity 3D námskeiðið en þar fá nemendur rækilega kynningu á forritinu og þeim tólum sem það býr yfir. Þeir sem vilja læra umbrot fyrir rafbækur þurfa hins vegar grunn í InDesign til þess að námskeiðið komi að fullu gagni.  KyNNINg IÐAN fræÐslusetur í sAmstArfI vIÐ símey og verKmeNNtAsKólANN Fjölbreytt námskeið á Akureyri Tölvuleikir, rafbækur, vínfræði og kjötiðnaður er meðal þess sem fólk getur kynnt sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.