Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.01.2013, Side 35

Fréttatíminn - 25.01.2013, Side 35
vetrarfjör 35Helgin 25.-27. janúar 2013 I ÐAN fræðslusetur stendur fyrir sérstakri viku símenntunar í iðnaði á Akureyri, 28. janúar til 2. febrúar n.k. Verkefnið er samstarf Símeyj- ar, Verkmenntaskólans á Akureyri og IÐUNNAR fræðsluseturs en þessi fyrirtæki sinna símenntun og grunnmenntun í atvinnulífi og iðnaði. IÐAN fræðslusetur mun bjóða upp á 20 nám- skeið sem spanna flestar greinar iðnaðar á Íslandi. Sem dæmi má nefna námskeið í AutoCad hönn- unarhugbúnaði, prófanir í málmiðnaði, námskeið fyrir kjötiðnaðarmenn við mat á kjöti, InDesign fyrir grafíska hönnuði, námskeið fyrir fagfólk í hársnyrtigreinum í litun og klippingu, vínfræði fyrir þjóna, bilanagreiningu fyrir bifvélavirkja, námskeið fyrir myndskreyta og grafíska hönn- uði, námskeið í tölvuleikjagerð, brunaþéttingar- námskeið fyrir byggingamenn, varmadælur fyrir byggingamenn og námskeið fyrir starfsfólk í bakaríum. Þar að auki verður boðið upp á kynningar á iðnnámi, kynningu á raunfærnimati og námskeiði fyrir meistara og stjórnendur sem vilja taka nema á vinnustaðanámssamning. Kynning á iðnnámi Fyrir grunnskólanemendur í 8. 9. og 10. bekk og foreldra þeirra verður sérstök kynning á iðnnámi föstudaginn 1. febrúar í Verkmenntaskólanum frá klukkan 13 - 15. Þar geta nemendur prófað, potað og fiktað í græjum og tækjum og áhöldum. Á staðnum verða ráðgjafar frá IÐUNNI fræðslusetri og fyrirtækjum í iðnaði. Nemendur og foreldrar á Akureyri fá hér frábært tækifæri til að kynna sér á einum stað fjölbreytt iðn- og verknám. Því til viðbótar býður prentsmiðjan Ásprent Stíll upp á opið hús fyrir grunnskólanemendur og aðra áhugasama sem vilja fræðast um prentiðnað föstudaginn 1. febrúar klukkan 10 - 12. Grunn- skólanemendur, foreldrar þeirra og aðrir sem vilja kynna sér prentiðnað, forvinnslu og umbrot eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri. Ásprent Stíll er til húsa að Glerárgötu 28. Raunfærnimat í iðngreinum Þeir sem hafa starfsreynslu úr iðngrein geta fengið slíka starfsreynslu metna til iðnnáms. Skilyrðin eru þau að menn séu 25 ára eða eldri og hafi starfað við iðn í 5 ár eða lengur. Raunfærni- mat hefur löngu sannað sig sem áhrifarík leið til að auðvelda einstaklingum að afla sér iðnréttinda. Sérstakur kynningarfundur um raunfærnimat verður haldinn 30. janúar klukkan 17 í Símey. Vínfræði og fræðsla fyrir kjötiðnaðarmenn Í matvæla- og veitingagreinum verður boðið upp á kennslu í vínfræðum með Dominique Plédel Jónsson sem er einn fremsti kennari í vínfræðum á landinu í dag. Á námskeiðinu verður fjallað um vínþrúgur, uppruna og listina að para saman vín og mat. Stefán Vilhjálms- son, fagssviðsstjóri hjá Matvælastofnun, verður með kennslu í kjötmati fyrir kjötiðnaðarmenn. Fjallað verður um flokkun eftir holdfyllingu og fitu og forsendur verðlagningar og viðskipta með kjöt. Í boði verður námskeið þjónusta og sala í bakaríum þar sem áhersla verður á listina að koma vörum á framfæri í bakaríum með góðum árangri. Námskeið í gerð tölvuleikja, rafbókagerð og myndskreytingar Fyrir upplýsingatæknigreinar og grafíska miðlun og hönnun verður boðið upp á námskeið í mynd- skreytingum og gerð töluleikja auk námskeiðs í umbroti rafbóka. Þeir sem sækja námskeiðið fá orkuskot í hugmyndavinnu, hugarflæði og efla innblásturinn. Kristín Ragna Gunnarsdóttir sem hlotið hefur fjölmörg verðlaun fyrir mynd- skreytingar sínar á barnabókum leiðbeinir á nám- skeiðinu. Hún skoðar ný sjónarhorn á hönnun og myndskreytingar og setur þátttakendur í tengsl við myndheiminn með sjónrænu dagbókinni og hressilegum rispum á blýantinum. Þeir sem vilja stökkva inn í framtíðina skella sér á tölvuleikjagerð með Unity 3D og læra umbrot rafbóka. Þau Berglind Káradóttir margmiðlunar- hönnuður og Sigurður Ármannsson hönnuður leiðbeina á þessum námskeiðum og leggja góðan grunn fyrir framtíðina. Ekki er krafist sérstaks undirbúnings fyrir Unity 3D námskeiðið en þar fá nemendur rækilega kynningu á forritinu og þeim tólum sem það býr yfir. Þeir sem vilja læra umbrot fyrir rafbækur þurfa hins vegar grunn í InDesign til þess að námskeiðið komi að fullu gagni.  KyNNINg IÐAN fræÐslusetur í sAmstArfI vIÐ símey og verKmeNNtAsKólANN Fjölbreytt námskeið á Akureyri Tölvuleikir, rafbækur, vínfræði og kjötiðnaður er meðal þess sem fólk getur kynnt sér.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.