Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.01.2013, Side 28

Fréttatíminn - 25.01.2013, Side 28
Tilraun til þess að skoða viðfang allrar sagnfræði, mann- eskjuna sjálfa og umhverfi hennar sem, á því skeiði sem bókin nær yfir, einkenndist af miklum félagslegum breytingum og oft óvægnum átökum. Bókamarkaður 2013 Árlegur bókamarkaður Félags íslenskra bóka­ útgef enda verður í Perlunni 22. febrúar til 10. mars næstkomandi. Útgefendur sem vilja bjóða bækur sínar á markaðinum er bent á að hafa samband við Félag íslenskra bókaútgefenda sem fyrst, eða eigi síðar en 7. febrúar n.k., í síma 511 8020 eða á netfangið baekur@simnet.is L íkt og í fyrri bók Þorleifs Friðrikssonar sagnfræðings, Við brún nýs dags, leitast hann við í Dögum vinnu og vona að feta nýjar brautir í íslenskri samtímasögu. „Bókin er hvorki hefðbundin saga félags né stríp- uð fræðileg greining og enn síður saga af hetjum og fórnarlömbum. Verkamannafélagið Dagsbrún er leiðarhnoða um samfélag alþýðufólks á tíma- bilinu frá um 1930 fram á sjötta áratug 20. aldar. Bókin er tilraun til þess að skoða viðfang allrar sagnfræði, manneskjuna sjálfa og umhverfi hennar sem, á því skeiði sem bókin nær yfir, ein- kenndist af miklum félagslegum breytingum og oft óvægnum átökum,“ segir Þorleifur. Bókin er mitt „Opus magnum“ Bókin Dagar vinnu og vona, saga Dags- brúnar kom út fyrir jólin. Höfundur bókarinnar, Þorleifur Friðriksson sagn- fræðingur, vann um árabil að rann- sóknum á sögu Dags- brúnar og reykvísks alþýðufólks. Dagar vinnu og vona er annar hluti afraksturs þeirra rannsókna, en fyrir hefur Þorleifur gefið út bókina Við brún nýs dags. Saga Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar 1906-1930. Sú bók fékk tilnefningu Hag- þenkis sem besta fræðirit ársins 2007. Bókin er, að sögn höfundar, hógvær hvunndagssaga og varð að mestu undir í jólabókaflóðinu. Hann segir að það hafi verið sárt að fylgjast með verkinu týnast þar sem bækurnar tvær séu orðnar að ævi- starfinu. „Þegar ég átti leið í bókaverslun í höfuðstaðnum á Þorláksmessu sá ég hana húka í neðstu röð í fræðibókarekka eins og feimið saklaust barn. Mér er að sjálfsögðu ekki sama um hvernig því vegnar á fyrstu andartökum tilveru sinnar og vil því minna á tilveru þess. Sjálfur á ég ekkert undir því að bókin seljist nema væntumþykju til þessa verks sem ég kalla „lífsverk“ mitt sem hefur verið á leiðinni í áratugi. Ég hef svo sem skrifað og birt ýmislegt á þessum tíma en er ekki í vafa um að þetta verk er mitt „Opus magnum“.“ Þó að bókin sé vissulega saga Dagsbrún- ar, fléttast saman við frásögnina hvunndags- líf alþýðunnar. „Ég er alltaf ragur við að nota „saga Dagsbrúnar“ því ég óttast að fólk haldi að þetta sé endursögn úr fundargerðum og saga af hetjum stéttabaráttunnar. Hún er það kannski að hluta, en spannar samt miklu breiðara svið. Ég kem inn á fæðu, klæði og tannskemmdir. Lýsi heimilishaldi og hvunn- dagssýslan og greini meðal annars frá því af hverju hádegisfréttir Ríkisútvarpsins eru klukkan 12.20. Þetta þykir kannski absúrd en hefur stórmerkilega sögu sem sannarlega tengist efni þessa verks.“ Í bókinni eru fjölmargar myndir sem flestar eru teknar af Karli Christian Nielsen, verkamanni (1895-1951). Linsuauga hans er notað til þess að skoða heim og aðstæður alþýðufólksins fram um miðja 20. öld. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Karlar bíða átekta, líklega eftir vinnu. Hafnarverkamenn við Reykjavíkur- höfnl. Líf á miðbakka. 28 bækur Helgin 25.-27. janúar 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.