Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.01.2013, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 25.01.2013, Blaðsíða 16
Bréf frá stjúpmóður til allra blóðmæðra stjúpbarna Stjúpan er næstbesta mamman Kæra blóðmóðir stjúpbarna. Stjúpmóður barnanna þinna er annt um börnin þín og leggur sig fram við að sinna þeim eins vel og hún getur. Hún gerir sér fulla grein fyrir því að enginn kemur í þinn stað – er ekki að gera sér vonir um það, né heldur að reyna það. Stjúpmóðirin veit að mamma er best – en stjúpan er næstbesta mamman. Það er mikilvæg staða – sem hún leggur sig fram við að sinna. Hún er ekki í samkeppni við þig. Stjúpmamman talar fallega um þig við barnið þitt og vonar að þú gerir slíkt hið sama um hana. Ef þú vilt ekki verða vinkona stjúpu barnanna þinna langar hana samt sem áður að biðja þig um að sýna henni kurteisi og virðingu í samskiptum. Hún mun sjálf leggja sig fram um það þegar þið hittist. Stjúpmóðirin virðir samband þitt og maka síns en óskar eftir því að þú virðir þau mörk sem þau setja þér. Sumum stjúpum finnst óþægilegt að fyrrverandi makar telji sig hafa rétt á því að hafa samband við barnsföður sinn í tíma og ótíma „barnanna vegna“. Það er öllum fyrir bestu – börnunum líka – að reglur séu settar um samskipti og samskipta- hætti blóðforeldranna. Reglurnar geta hins vegar verið jafn ólíkar og stjúpfjölskyldur eru margar – því það sem hentar einum, hentar ef til vill ekki öðrum. Stjúpmóðurina langar jafnframt að biðja þig um að treysta föðurnum – og sér – fyrir uppeldi barnsins þíns. Þau geta þetta alveg án þinna afskipta. Skriflegar eða munnlegar leiðbeiningar um einföldustu smáatriði eru óþarfar. Vesen tengt fatnaði barnsins skapar einungis streitu hjá barninu. Ef sokkabuxur gleymast á öðru heimilinu er barninu fyrir bestu að ekki sé gert mál úr því. Mundu að góð samskipti milli fjölskyldna barnsins þíns eru í þágu barnsins. Allir vilja að því líði sem best – og því eru stjúpmæður tilbúnar að leggja ýmislegt á sig til þess að svo megi vera og vonar að þú gerir slíkt hið sama. Stjúpmóðirin vill að þú virðir það við föður- inn að hann getur ekki svarað umsvifalaust hvort hægt sé að breyta dvalarfyrirkomu- lagi barnsins. Honum ber að ráðfæra sig við maka sinn áður en hann ráðstafar tíma fjölskyldunnar með þeim hætti. Þú verður jafnframt að virða það ef barnsfaðir þinn og maki hans hafa önnur plön sem ekki er hægt að hliðra. Stjúpmóðirin óskar samt sem áður eftir því að þú getir verið sveigjanleg varðandi dvalar- fyrirkomulag barnsins þegar svo ber undir og það er í þágu barnsins að bregða út af vananum. Barnið má alls ekki missa af stór- viðburðum í fjölskyldunni einungis vegna þess að þeir eiga sér ekki stað á pabbahelgi. Barninu má ekki finnast það skilið útundan. Hið sama gildir um mömmuhelgar. Ekki gleyma því að í öllu þessu eru hags- munir barnsins í fyrirrúmi. Höfum það ávallt í huga. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarhóll Fáðu góð ráð við oFnæmi neutral.is Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum fráDönsku astma- og ofnæmissamtökin ÍS LE N SK A S IA .I S N AT 6 27 19 0 1. 20 13 Ef þú vilt ekki verða vinkona stjúpu barnanna þinna langar hana samt sem áður að biðja þig um að sýna henni kurteisi og virðingu í samskiptum. 524 fasteignir verða í leigufélagi á vegum Íbúðalánasjóðs sem stofnað var í vikunni. Áætluð velta félagsins í ár er um 700 milljónir króna. VikAn í tölum 38.000.000 króna kom Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður með til landsins í gegnum fjár- festingarleið Seðlabankans í síðasta mánuði. Peningarnir fara í fjárfestingar á Íslandi. 10 einbýlishús sem kosta yfir 100 milljónir króna eru nú auglýst til sölu á fasteignavef mbl.is. Sala á dýrari eignum er komin á svipað ról og hún var fyrir bankahrun að mati fasteignasala. 11 þjóðir eru betri en Ís- lendingar í handbolta miðað við úrslitin á HM á Spáni. Ísland hafnaði í 12. sæti af 24 löndum. 29 milljarða króna hefur íslenska ríkið greitt á föstu verðlagi fyrir kirkjujarðir frá árinu 1997. 13 prósent er styrkleiki þorrabjórsins Surts 8.1 sem kemur í verslanir í dag. Hann var látinn þroskast í eikar tunnum í sex mánuði. 16 fréttir Helgin 25.-27. janúar 2013 vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.