Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.01.2013, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 25.01.2013, Blaðsíða 6
Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn Fáðu tilboð á oryggi.is Á oryggi.is getur þú fengið ráðgjöf um öryggiskerfi sem hentar þínu heimili eða sumarhúsi. Ekki bíða of lengi, verðu þig og þína gegn innbrotum, bruna og vatnstjóni. Enginn stofnkostnaður þegar þú færð þér öryggiskerfi frá okkur – óháð stærð kerfis. Kíktu á Trausta öryggisráðgjafa á oryggi.is og láttu hann ráðleggja varðandi kerfi og gera þér verðtilboð. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 11 04 9 Er heimilið örugglega öruggt? Góð ráð frá Trausta á facebook.com/oryggi Upplifðu vorið í Frakklandi Sjáðu hallirnar og drekktu í þig menningu Frakklands. Sjáðu náttúruna vakna til lífsins. Njóttu fararstjórnar Laufeyjar Helgadóttur leiðsögumanns og listfræðings. Tryggðu þér pláss. Hringdu núna í síma 570-2790 eða bókaðu á bændaferðir.is Páskaferð - Loire dalurinn og París Skoðaðu ferðirnar á bændaferðir.is Sími 570-2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Opið kl. 8:30-16:00, virka daga Ferðaskrifstofa allra landsmanna 26. mars - 2. apríl 2013 Fáðu þér ókeypis eintak af nýja ferðabæklingnum cw130047_ferðaþjónustabænda_bændaferðir_salastart2013_loireogparís_auglblada2x15_25012013_END.indd 1 24.1.2013 14:28:50 Í slendingar vinna lengri vinnuviku en flestar þjóðir í heiminum en afköstin eru samt sem áður minni. Meðalvinnu- vika Íslendings er rúmar 36 klukkustundir og er það lengsta vinnuvika allra Norður- landaþjóða. Norðmenn vinna stystu vinnu- vikuna, 27 klukkustundir, sem er meira en heilum vinnudegi styttra en Íslendingar, samkvæmt skýrslu McKinsey sem út kom fyrr í vetur. Framleiðni Íslendinga í ákveðnum atvinnugreinum er hins vegar allt að 46 pró- sentum lægri en á sumum Norðurlöndun- um. „Íslendingar byggja á gömlum, góðum dyggðum sem eru vinnusemi og dugnaður,“ segir Guðrún Högnadóttir, framkvæmda- stjóri hjá alþjóðlega þekkingarfyrirtækinu FranklinCo- vey. „Við vinnum langan vinnudag, næst lengsta vinnu- dag í heimi, tæpar 1900 vinnustundir á ári. Á sama tíma vinna Norðmenn 1400 tíma. Afköstin eru hins vegar mun minni hér á landi og er framleiðnin allt að 46% lægri í atvinnugreinum á borð við fjarskipti og fjármál,“ bendir hún á. „Norrænir vinir okkar ná að vinna miklu minna en halda sömu afköstum,“ segir Guðrún. Hún bendir jafnframt á að samkvæmt könnunum VR fer starfsánægja og stolt minnkandi og meira ber á að fólki líður ver í starfi en áður. Samkvæmt þessu þýðir lengri vinnuvika ekki endi- lega meiri afköst en í skýrslu McKinsey er bent á að ef vinnuvikan á Íslandi yrði í samræmi við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum og Bretlandi væri framleiðnin hér fjórðungi minni en í þessum sömu löndum. Guðrún segir að auka megi afköst og framleiðni með öflugra skipulagi, verkaskiptingu og samstarfi, skilvirkari ferlum og nýrri sýn á vinnu okkar. „Nútíma- atvinnulíf einkennist af gífurlegu áreiti, tölvupóstum, fundum, símtölum og öðru sem við náum aldrei að sinna fyllilega. Það er höfuðatriði að forgangsraða með það í huga að vinna fyrst verkefni sem eru mikilvæg og þjóna markmiðum deildarinnar eða stefnu vinnu- staðarins. Fólk þarf að meta hvort nauðsyn- legt sé að mæta á alla fundi, svara öllum tölvupóstum, eða hvort tímanum sé betur varið í að vinna önnur mikilvæg forgangs- verkefni,“ bendir hún á. „Við þurfum að meta árangur okkar í afköstum ekki vinnu- semi – og staldra síðan við og njóta lífsins.“ Hún segir að Íslendingar séu mikil dugn- aðarþjóð sem sé tilbúin að leggja mikið á sig. Þannig lengi fólk ef til vill vinnudag- inn til þess að ná að svara öllum áreitum í stað þess að forgangsraða og sleppa því sem hægt er. „Þetta eru ný viðhorf og kalla á nýjan aga – að vinna betur ekki meira,“ segir hún. Samkvæmt nýlegum rannsóknum úr smiðju taugasál- fræðinga, mætti efla framleiðni og ánægju til muna með einföldum aðferðum til að virkja hugann í dagsins önn. Þær aðferðir tengjast meðal rannsóknum á athyglis- bresti, skipulagi, hreyfingu, arkitektúr, tækni og fleira, að sögn Guðrúnar. Spurð hvers vegna þessi nýju samskiptaaðferðir hafi hugsanlega meiri áhrif hér en annars staðar segir Guð- rún: „Í fyrsta lagi erum við fljót að tileinka okkur nýj- ungar á sviði samskipta og tækni, ef til vill of fljót. Í öðru lagi er það þetta vinnueðli okkar að leggja meira upp úr því að hafa alltaf nóg að gera í stað þess að einbeita okkur að því hvað við ættum að vera að gera. Niður- staðan er sú að við eyðum tíma okkar í að bregðast við því sem er áríðandi í stað þess að staldra við og einbeita okkur að því sem er mikilvægast og hefur mest áhrif á það virði sem við sköpum með vinnuframlagi okkar. Við þurfum að læra að staldra við, hugsa um heildarmynd- ina, forgangsraða og hafa kjarkinn til að segja nei,“ segir hún. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Íslendingar byggja á gömlum, góðum dyggðum sem eru vinnusemi og dugn- aður.  Framleiðni langur vinnutÍmi Íslendinga Vinnusemi og dugnaður skilar ekki afköstunum Vinnuvika Íslendinga er rúmum degi lengri en Norðmanna en framleiðni okkar er samt minni. Íslendingar vinna einn lengsta vinnudag í heimi. Sérfræðingur segir ástæðuna þá að vinnueðli okkar sé að leggja meira upp úr því að hafa alltaf nóg að gera í stað þess að einbeita okkur að því hvað við ættum að vera að gera. Íslendingar vinna einn lengsta vinnudag í heimi. Nútímaatvinnulíf ein- kennist af gífurlegu áreiti, tölvupóstum, fundum, símtölum og öðru sem við náum aldrei að sinna fyllilega. Það er höfuðatriði að forgangsraða. Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjá al- þjóðlega þekkingarfyrir- tækinu FranklinCovey. 6 fréttir Helgin 25.-27. janúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.