Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.01.2013, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 25.01.2013, Blaðsíða 18
Fitul’til og pr—teinr’k . . . … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA G entille Brukum og Pierette Golo eru rúmlega tvítugar og starfa á heimili fyrir munaðarlaus börn í Aneho í Tógó sem rekið er með aðstoð íslenskra hjálparsamtaka, Sól í Tógó. Þær dvelja nú á Íslandi og eru í hálfs árs starfsnámi á Hjallaleikskól- anum Laufásborg þar sem þær kynna sér starfsemi skólans í því skyni að efla starfsemi barnaheimilisins í Tógó. Þær hafa aldrei áður komið til útlanda og sannar- lega aldrei upplifað kulda því meðalhiti í Tógó er milli 23 og 30 gráður. Þær eru því ekki vanar að þurfa að klæða sig svona mikið og finnst dálítið erfitt að hreyfa sig í öllum þessum fötum. „Heimsóknin hingað er hins vegar auðveldari en við áttum von á,“ segir Pierette. „Það var tekið ofboðs- lega vel á móti okkur og börnin og kennararnir sýna okkur mikla hlýju og vinarþel,“ segir hún. Börnin hér opnari Þær segja muninn á starfi barnaheimilisins og leik- skólans ekki eins mikinn og þær áttu ef til vill von á. „Börnin á Laufásborg eru samt sem áður opnari en börnin í Tógó og spyrja kennarana um hvað sem þeim liggur á hjarta. Ástæðurnar fyrir því eru hins vegar fyrst og fremst samfélagslegar því í Tógó er ekki hefð fyrir því að segja hvað sem er,“ segir Pierette. Að auki séu kynin hér aðgreind, stúlkum og drengj- um er kennt í hópum af sama kyni og finnst þeim það áhugaverð aðferðafræði sem þær myndu gjarnan vilja gera tilraunir með á barnaheimilinu. „Hér borða kennarar jafnframt með börnunum og fá sama mat og þau, en það tíðkast ekki á barnaheimilinu,“ segir Gentille. Þær segjast hafa lært mjög margt af heimsókninni nú þegar sem þær muni taka með sér til Tógó, ekki síst hið sérstaka samband milli kennara og nemenda. „Það sem er líkt er að á báðum stöðunum er börn- unum sýnd mikil ást og umhyggja,“ segir Pierette og Gentille tekur undir það. „Það er það allra mikilvæg- asta,“ segir Pierette. „Ef börnin eru elskuð gengur allt annað vel,“ tekur Gentille undir. Pierette eignaðist barn fyrir fimm árum og þurfti þá að hætta í skóla því þá var það bannað samkvæmt lögum að ganga í skóla barnshafandi. Þeim lögum hefur síðan verið breytt. Pierette hélt áfram námi eftir fæðingu barnsins og lauk ritaranámi. Hún er einstæð og átti erfitt með að finna vinnu því enginn var til að gæta barnsins hennar á meðan. „Ég fór til Victorine, nunnunnar sem rekur barnaheimilið, og útskýrði fyrir henni stöðu mína. Hún sagði að börnin á barna- heimilinu vantaði móður og ég gæti komið og unnið þar,“ segir Pierette. Hún þáði starfið því hún má hafa dóttur sína með sér í vinnuna á barnaheimilinu. Gentille er menntaður hjúkrunarfræðingur og starfar á sjúkrahúsi í Aneho og á barnaheimilinu þar sem hún býr og ólst upp því hún er sjálf munaðarlaus. Báðar hlakka til að koma með reynslu sína til baka og miðla henni. Þær vonast jafnframt til að þær fái aukna ábyrgð í kjölfarið á barnaheimilinu. Alda Lóa Leifsdóttir er forsvarsmaður styrktar- félagsins Sól í Tógó sem stofnað var árið 2008 til að styrkja heimilið í Aneho í Tógó og rekið er af sjálfboðaliðum. „Félagið safnar heimilisvinum og styrktarforeldrum á Íslandi og með framlagi þeirra er munaðarlausum börnum búið skjól og öruggt um- hverfi,“ segir Alda Lóa. „Annað verkefni okkar er að efla og mennta starfsfólkið á barnaheimilinu í Aneho og auka þannig getu heimilisins til þess að búa börnin vel út í lífið,“ segir hún. Starfsnám Pierette og Gentille hér á Íslandi er hluti af þeirri stefnu. „Victorine kom hingað sjálf fyrir nokkrum árum og kynnti sér starf- semi Laufásborgar, aðallega með það fyrir augum að fá hugmyndir um hvernig halda megi utan um stóran hóp barna því á þeim tíma var barnaheimili hennar að vaxa hratt. Á því búa nú um 80 börn,“ segir Alda Lóa. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Ef börnin eru elskuð gengur allt annað vel Tvær starfskonur á heimili fyrir munaðarlaus börn í Tógó í Afríku sem rekið er með stuðningi íslenskra hjálpar- samtaka, Sól í Tógó, eru nú í hálfs árs starfsnámi á leikskólanum Laufásborg í Reykjavík. Þær segjast aldrei hafa upplifað eins mikinn kulda og þurft að klæða sig í jafn- mikið af fötum. Gentille Brukum og Pierette Golo hafa dvalið á Íslandi frá því í nóvember en verða alls í hálft ár í starfsnámi á leikskólanum Laufásborg á vegum hjálparsamtakanna Sól í Tógó sem styðja rekstur heimilis fyrir munaðarlaus börn í Tógó. Ljósmynd/Hari 18 viðtal Helgin 25.-27. janúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.