Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.01.2013, Side 10

Fréttatíminn - 25.01.2013, Side 10
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. P Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofu- stjóri, beindi í liðinni viku athygli fólks að aðstöðu aldraðra á hjúkrunarheimilum. Páll og eiginkona hans, Hulda Baldursdóttir, hafa verið aðskilin síðan Hulda þurfti að fara á hjúkrunarheimili vegna veikinda. Aðskilnaður hinna öldruðu hjóna er með þessum hætti þvingaður en Páll vill dvelja á hjúkrunarheimilinu með konu sinni en fær ekki þar sem hann uppfyllir ekki skilyrði matsnefndar. Hann er of heilsugóður til vistunar þar, miðað við þau skilyrði sem sett eru. Páll harmar að þurfa að sofa einn en heimsækir konu sína daglega. Í framhaldi þessa hvatti Pétur Magnússon, for- stjóri Hrafnistuheimilanna, stjórn völd til að skoða tilfelli sem þetta. Hrafnista væri tilbúin til samstarfs við ríki og sveitarfélög um ýmsar útfærslur á þessu. Pétur minnti á að þrátt fyrir vistunarmatsreglur væri í öllum til- fellum verið að fást við fólk og erfitt væri að loka það inni í ákveðnum kössum. „Ég myndi,“ sagði Pétur, „alla vega vilja sjá fleiri möguleika í íslenska kerfinu svo hjón geti haldið áfram að búa.“ Ef kerfið er ósveigjanlegt þarf að bregð- ast við og breyta reglunum. Vilji til þess kom fram hjá Hrafnistu og í kjölfarið sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra að líta þyrfti þessa þáttar öldrunarmála með einstaklingsbundnum hætti. Tilfelli eins og Páls og Huldu væru sjaldgæf, kannski eitt eða tvö á ári þar sem annar makinn, við góða heilsu, óskaði eftir vistun með hinum makanum, sem þyrfti á þjónustu hjúkrunar- heimilis að halda. Ráðherrann lét ekki sitja við orðin tóm. Fram kom á síðu velferðar- ráðuneytisins í fyrradag að í viðræðum við Hrafnistu hefði verið rætt um leiðir til þess að koma til móts við hjón sem vilja dvelja saman þótt aðeins annað þeirra væri í þörf fyrir hjúkrunarrými. Ráðuneytið hefur fallist á að Hrafnista geri tilraun sem geri hjónum þetta kleift. Það er vel. Þvingaður skilnaður hjóna á ekki að líðast. Hinn almenni vandi aldraðra er hins vegar meiri og fer vaxandi með sífellt stækkandi hópi aldraðra í samfélaginu. Úrræði þar eru dýrari og umfangsmeiri en fyrrnefnd bót í undantekningartilfellum. Í svari velferðarráðherrra við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rúnarssonar alþingis- manns kom fram að í lok október biðu 244 einstaklingar eftir hjúkrunarheimili en ef svökölluð flutningsmöt eru reiknuð með eru 320 á biðlistum á landinu öllu. Flutnings- möt eru fyrir fólk sem er í úrræði en vill flytjast annað. Úrræðið getur verið annað hvort hjúkrunar- eða dvalarrými. Biðlistinn er lengstur í Reykjavík en næst lengstur á Akureyri. Kostnaður við að byggja 244 hjúkrunarrými er um 7,2 milljarðar króna og rekstrarkostnaður um 2 milljarðar króna á ári. Í svari ráðherrans kom fram að ekki væri raunhæft að ætla að eyða biðlistum heldur yrði að líta til þess að þeir væru ásættanlegir með tilliti til biðtíma. Meðal markmiða sem sett hafa verið er að biðtími fyrir fólk í brýnni þörf fyrir búsetu á hjúkr- unarheimili sé ekki lengri en 90 dagar. Undanfarið hefur það gengið að mestu eftir, þó ekki alls staðar, segir ráðherrann í svari sínu. Framkvæmdaáætlun um byggingu nýrra hjúkrunarrýma og bættan aðbúnað íbúa á hjúkrunarheimilum er í gangi en leitað hef- ur verið eftir samstarfi við níu sveitarfélög um byggingu hjúkrunarheimila, samkvæmt svokallaðri leiguleið. Það er þarft og brýnt. Einn mikilvægasti áfanginn í þeirri áætlun hlýtur að vera að koma í veg fyrir það sem enn tíðkast í okkar velferðarsamfélagi og er til skammar, að óskyldir eða ótengdir aðilar séu óumbeðið settir til búsetu saman og samnýti þar alla aðstöðu, meðal annars salerni. Slíkt á ekki að bjóða neinum – og enginn að láta bjóða sér. Þvingaður aðskilnaður aldraðra hjóna er afleitur – en ekki síður hitt að óskyldir eða ótengdir aðilar séu þvingaðir til sambúðar síðustu æviárin. Virðing við aldraða Þvingaður aðskilnaður – þvinguð sambúð Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Engin verslingatök Ég hef ekki komist að því hver þetta er. Þetta er alveg með ólíkindum. Ef ég kemst að því hver stendur á bak við síðuna verður rætt við viðkomandi. Við tökum hart á svona. Þetta er svo lágkúrulegt og svona lagað viljum við ekkert sjá hérna í skólanum. Menntskælingar halda áfram að verða skólum sínum til skammar með kvenfyrirlitningu og nú skelfur fílabeins- turn frjálshyggjunnar vegna fegurðar- samkeppni milli stúlkna í skólanum sem einhver nemandinn setti á netið. Ingi Ólafsson, skólameistari Verslunarskólans, ætlar að hafa hendur í hári kauða sem á ekki von á góðu. Eins og í Íslendingasögunum Fólki fannst ekki síðra að nota sprengi- efni frá þeim sjálfum! Heimildarmyndin Hvellur sem fjallar um andóf Mývetninga sem sprengdu stíflu Laxárvirkjun árið 1970. Sprengiefninu stálu þeir frá eigendum stíflunnar og vógu þá því með þeirra eigin vopnum eins og einn viðmælendanna í Hvelli vekur athygli á. You ain´t seen nothing yet! Gordon Brown verður lengi minnst á Íslandi, um komandi aldir, löngu eftir að hann hefur fallið í gleymskunnar dá á Bretlandi. Ólafur Ragnar Grímsson þeytti hvössum orðspjótum sínum á Breta og þá sérstaklega Gordon Brown en forsetinn veit að allir verða búnir að gleyma Brown á meðan hann sjálfur hefur margskráð nafn sitt á spjöld sögunnar. Ætlar maðurinn aldrei að þagna? Hann ræður auðvitað sínum orðum en mér fannst hann ganga nokkuð langt í þeim. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er mátulega ánægð með að forsetinn hafi blandað sér í utanríkismálastefnu ríkisstjórnarinnar með skotum sínum á Gordon Brown. Þann besta frekar en næst besta Ég er komin með nýjan herra. Hann er frá Rússlandi og heitir Nikita. Hann keppti áður fyrir Þýskaland og sigraði okkur alltaf. Með honum hef ég fært mig ofar, töluvert ofar. Dansarinn Hanna Rún Óladóttir hefur náð áttum eftir að kærasti hennar og dansfélagi Sigurður Þór Sigurðarson, sleit trúlofun þeirra. Hún er kominn með enn betri dansfélaga og eins gott fyrir Sigga að mæta þeim ekki á stórmótum í framtíðinni.  Vikan sem Var Urban Calendar 2013 Með húsnúmerum frá Reykjavík www.hrim.is ÚTSALA 20-40% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM Nýjar vörur Verð nú 5.394 kr. Verð áður 8.900 kr. 40% Verð áður 8.900 kr. Verð nú 5.394 kr. Laugavegi 25 - S: 553-3003 H ö n n u n a r h ú s Ipad veski Iphone standur Akríl hillur verð frá 12.500 kr 30% Rainbow snagi verð nú 9.030 kr Verð nú 590 kr stk Verð áður19.900 kr NÚ 11.940 kr 40% Scratch map er komið aftur!NÝTT ! Stjörnukort sem lýsir í myrkri Ný peningaveski og músamottur Ný teppi frá UMEMI Vi ð S en du m út á lan d 10% af öllu öðru fös-lau – Lifið heil www.lyfja.is ÍS LE N S K A /S IA .I S /L Y F 6 2 4 1 9 1 2 /1 2 Gildir út janúar. Lægra verð í Lyfju 20% afsláttur af Nicorette QuickMist munnholsúða 15% afsláttur af ölluNicorette fruitmint 10 viðhorf Helgin 25.-27. janúar 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.