Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.01.2013, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 25.01.2013, Blaðsíða 62
Mig langaði að sjá hversu langt ég kæmist.  GjörninGur DaGar Birtu Sólar eru talDir Þetta var allt leikrit Birta Sól er mörgum kunn en hún komst í sviðsljósið á síðasta ári fyrir opinská myndbönd sem mörg hver fjölluðu um samskipti kynjanna og málefni líðandi stundar. Það vakti einnig mikla at- hygli þegar henni barst hótunarbréf sem hún las fyrir áhorfendur sína að er virtist harmi slegin. Mikil fjölmiðlaumfjöllun hófst um málið í kjölfarið en hótunin þótti afar ógeðfelld og hennar var meðal annars getið í nýlegri úttekt DV um hótanir í garð kvenna í opinberri umræðu. Birta Sól er hinsvegar ekki raunveruleg manneskja heldur hliðarsjálf ungrar konu, Maríu Thelmu Smára- dóttur. Fréttatíminn fékk Maríu Thelmu til þess að útskýra gjörninginn og jafnframt segja frá því hvort um raunverulega hótun hafi verið að ræða. M aría Thelma sem er nýorðin tvítug útskrif- aðist af leiklistardeild í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ um áramótin. Hana dreymir um að vera leikkona og útskýrir að Birta Sól hafi verið liður í að framfylgja þeim draumi. Hún hafi gefist upp á að sitja með hendur í skauti og bíða þess að henni bærust tækifæri innan leiklistarinnar og í kjölfarið ákveðið að skapa einfaldlega sitt eigið hlutverk. Einnig hafi henni hreinlega leiðst. Hún lagði því upp með persónuna Birtu Sól, stelpu sem elskaði að fara út að skemmta sér og sagði hreinlega allt sem henni datt í hug um menn og málefni í myndbönd- unum sem vöktu fádæma athygli. „Mér leiddist hræðilega mikið á þessum tíma, alveg sorglega mikið,“ út- skýrir hún og hlær. „Mér finnst mjög gaman að búa eitthvað til og skapa og einn daginn þar sem ég var í vinnunni hugsaði ég með mér af hverju er ég ekki að gera hluti í lífinu sem mér finnast ógeðslega skemmtilegir. Af hverju framkvæmi ég ekki það sem mér dettur í hug en það er ríkt í fólki að gera ekki það sem það langar. Hugmyndin um Birtu nagaði mig ógeðs- lega mikið í nokkrun tíma svo ég henti mér í þetta. Spurningin var alltaf hvernig ég ætlaði að út- færa þetta svo ég var í tvo mánuði að ákveða hvern- ig hún yrði og hvaða hópi fólks hún tilheyrði. Svo kýldi ég bara á þetta og bjó til fyrsta myndband- ið,“ segir María Thelma um Birtu Sól. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og fengu myndböndin fljótlega tugþúsunda áhorf og á tímabili virtist hún vera á milli tannanna á mörgum á meðal yngri kynslóðar- innar. Sumir virtust sjá í gegnum leikinn, aðrir ekki. „Mér fannst oft fyndið þegar fólk var sammála henni og það voru margir sem algjörlega trúðu henni. Það fólk sendi henni mjög persónulega pósta og opnaði sig þar. Ég vona að enginn erfi þetta við mig persónulega og dragi kannski bara þann lærdóm af þessu að trúa ekki öllu sem þú sérð og treysta kannski ekki hverjum sem er á netinu.“ María Thelma út- skýrir að bréfin hafi sum hver innihaldið játningar á vandamálum eða frá- sagnir af einelti. „Það var mikið til yngri kynslóðin sem trúði þessu, svona grunnskólanemar.“ Hún segir að leikurinn hafi að endingu verið orðinn þreyttur og Birta Sól á tímapunkti orðin að fullu starfi. En var hót- unarbréfið líka partur af leiknum? „Já, bréfið var upp- spuni. Ég bjó það til og því enginn sendandi á bak við það.“ Hún segir að kveikjan að bréfinu hafi verið álíka bréf sem baráttukonunni Hildi Lilliendahl barst en um það hafði verið fjallað um í fjölmiðlum. „Mér fannst það svo ljótt. Ég fékk í hjartað og hugsaði með mér hvað ég gæti gert. Ég var ekki að gera grín að þessu, þvert á móti langaði mig að láta Birtu sýna henni stuðn- ing. Mér finnst Hildur ótrúlega flott og lít upp til hennar. Hildur sendi mér síðan stuðningsbréf í kjölfarið og mig langaði þá að segja henni frá, en ákvað samt að gera það ekki strax því mig langaði ennþá að sjá hversu langt ég kæmist.“ Aðspurð segist hún ekki hrædd við að fólk verði henni reitt þó hún hafi á því ákveðin skiln- ing. „Ég skil það alveg ef fólk verður mér reitt, en þá er líka svo til mark- miðinu með Birtu Sól náð. Birta var karakter og leiksviðið einfaldlega internetið. Ég meina, við förum ekki í leikhús og verðum síðan reið við leikarana á sviðinu. Þetta fór allt alveg nákvæmlega eins og ég hafði reiknað með.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is María Thelma hefur nú sagt skilið við hliðarsjálfið Birtu Sól, en hún var gjörn- ingur framinn á veraldar- vefnum. Hún lauk nýverið stúdentsprófi og vinnur hjá HB Granda þar sem hún gerir að fiski. Ljósmynd/Hari Á sunnudaginn, þann 27. janúar, eru liðin 257 ár frá fæðingu tónskáldsins ástsæla Wolfgang Amadeus Mozart. Sópran- söngkonan Gréta Hergils ætlar af þessu tilefni að slá upp afmælistónleikum til heiðurs tónskáldinu ásamt vöskum hópi tónlistarfólks. Hún segir þennan dag sér sérstaklega hjartfólginn. „Það hefur verið draumur hjá mér að halda tónleika á þessum degi, þar sem Mozart er helsta ástæðan fyrir því að ég fór í tónlistarnám. Í mínum augum er þetta merkilegasti dagurinn á árinu, en þennan dag fyrir nokkrum árum eignað- ist ég frumburð minn og þykir mér það afar táknrænt. Hann átti að fæðast fyrr en lét bíða eftir sér. Ég kalla hann litla Mozartinn minn en hann er kominn á þann aldur að þykja það ekkert sniðugt.“ Gréta segist hafa byrjað ung að hlusta á óperutónlist og hún hafi ekki verið nema þriggja til fjögurra ára þegar hún bar byrjuð að syngja með og þá helst Töfraflautunni sem heillaði hana mest. „Þegar ég var átta eða níu ára sá ég myndina Amadeus og eftir það varð ekki aftur snúið. Ég krafðist þess að fá að læra á fiðlu en sneri mér síðan að söngnum.“ Tónleikarnir verða í Grafarvogskirkju klukkan 20 á sunnudaginn og efnisskrá- in er spennandi. „Mozart samdi Exsul- tate jubilate aðeins sautján ára gamall undir áhrifum frá ítölskum óperum þess tíma en þessi módetta er eitt glæsileg- asta kirkjutónlistarverk allra tíma. Ég er búin að syngja þetta núna nokkrum sinn- um og er alltaf eitt stórt bros eftir það.“ Gréta og Ágúst Ólafsson baritón syngja á tónleikunum við undirleik Matthíasar Stefánssonar fiðluleikara, Eydísar Franzdóttur óbóleikara og Ant- oníu Hevesi píanóleikara. Aðgöngumiðar verða seldir í kirkjunni við inngang- inn fyrir tónleikana. Miðaverð er 1000 krónur. Gréta Hergils ásamt Matthíasi Stefánssyni fiðluleikara og baritóninum Ágústi Ólafssyni.  tónliSt Gréta HerGilS MinniSt MozartS Var byrjuð að syngja með Töfraflautunni þriggja ára Ótrúlegar vinsældir Rúmlega 14.000 manns keyptu sér miða á söngleikinn Mary Poppins á fyrsta forsöludegi í Borgarleikhúsinu í vikunni. Aðstandendur sýningarinnar fullyrða að aldrei fyrr hafi jafn margir miðar selst á einum degi í ís- lensku leikhúsi. Þegar er uppselt á fyrstu 25 sýningar verksins sem frumsýnt verður föstudaginn 22. febrúar. Gríðarlegt álag var á miðasölu Borgarleikhússins. Fjöldi starfs- manna í miðasölu var tvöfaldaður til að anna eftirspurn, svarað var í síma á sjö línum og netsala var í fullum gangi. Það eru greinilega margir sem ætla ekki að láta Mary Poppins fram hjá sér fara. Nýjar menningarlægðir Ásmundar Listamannalaunum hefur verið úthlutað og því er árlegt þras um mikilvægi listarinnar og arðsemi hennar komið á fulla ferð. Sígilt nöldur um menn- ingarsnauða kapítalista og vesæla listamenn sem hollast væri að finna sér alvöru vinnu bergmálar á netinu en þingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason hefur hleypt nýju og heitu blóði í umræðuna með því að gera listamannalaunin tortryggileg þar sem makar tveggja ráðherra fengu nú úthlutað, Jónína Leósdóttir, kona Jóhönnu Sigurðardóttur, og Bjarni Bjarnason, maður Katrínar Júlíusdóttur. Bókmenntapáfanum Páli Valssyni ofbýður þetta og segir á Facebook: „Ótrúlega ómerkileg ummæli og lágkúruleg. En því miður í takt við annað sem frá þessum rislitla þingmanni kemur.“ Og umhverfisráðherr- ann Svandís Svavarsdóttir er ekki síður hlessa: „Hann er eiginlega hættur að koma mér á óvart. Verulega frumlegur í lágkúrunni.“ Club Mate fyrir hipsterana Skemmtistaðurinn Harlem við Tryggvagötu nýtur fádæma vinsælda á meðal ungs listafólks og svokallaðra „hipstera“. Staðurinn er annálaður fyrir líflega stemningu og nýstárlegt útlit í stórborgar- stíl, en staðurinn var málaður og myndskreyttur af allskonar ólíku myndlistarfólki. Harlem hefur verið líkt við skemmtistaði Berlínarborgar og nú hyggjast aðstandendur barsins taka þá tengingu á næsta stig. Á komandi vikum verður hægt að kaupa þar áfengislausa „hipster“ orkudrykkinn Club–Mate, sem nýtur vinsælda í Berlín. Þessu fagna margir „hipsterar“ á Facebook og ljóst þykir að drykkjarins er beðið með eftirvæntingu. 62 dægurmál Helgin 25.-27. janúar 2013 á börnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.