Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.02.2013, Page 3

Fréttatíminn - 15.02.2013, Page 3
Góð og fagleg þjónusta er metnaðarmál Sjóvá leggur höfuðáherslu á að veita viðskiptavinum sínum góða og faglega þjónustu. Ráðgjafar okkar eru boðnir og búnir til að aðstoða viðskipta- vini við að meta tryggingaþörf sína og finna út hvernig best er að haga henni. Að sjálfsögðu vill enginn lenda í tjóni, en ef til þess kemur skiptir öllu að tjónaþjónustan sé fagleg og skilvirk. Hjá tjónaþjónustu Sjóvár starfar reynslumikið starfsfólk sem veitir þér hraða og góða þjónustu þegar mest á reynir. Sjóvá er ákaflega stolt af því að mikil ánægja ríkir með tjónaþjónustuna okkar. Ánægjan kemur skýrt fram í könnunum og mælingum, og við finnum líka fyrir henni í öllum okkar samskiptum við viðskiptavini. Hún er okkur hvatning til að gera enn betur í þína þágu. Þú færð meira í Stofni Stofn er vildarklúbbur viðskiptavina Sjóvár. Í Stofni fá þeir betri kjör á tryggingum sínum og njóta ýmissa fríðinda. Þar má nefna endurgjaldslausa vegaaðstoð, sem getur til dæmis komið sér vel þegar dekk springur eða bíllinn verður straumlaus. Í Stofni njóta viðskiptavinir einnig afsláttar af barna- bílstólum og öðrum öryggis- vörum, sem og af viðgerðum á smádældum á bílum. Þá aðstoðum við viðskiptavini í Stofni við skipulag og utanumhald með nágranna- vörslu í sínu hverfi. Síðast en ekki síst fá skilvísir og tjónlausir viðskiptavinir í Stofni endurgreiddan hluta iðgjalda sinna í febrúar ár hvert. Ekkert annað íslenskt tryggingafélag býður slíka endurgreiðslu. Einstök börn Eins og áður gefst þeim sem það kjósa kostur á að ráðstafa endurgreiðslunni að hluta eða í heild til góðs málefnis. Í ár er það stuðningsfélagið Einstök börn sem njóta góðs af þessum möguleika. Félagið, sem var stofnað árið 1997, styður börn og ungmenni með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma eða skerðingar. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 2 -2 8 0 2 ÞÚ INNLEYSIR ENDURGREIÐSLUNA ÞÍNA Á SJOVA.IS ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ Þessa dagana færð þú ásamt 20.632 öðrum tjónlausum og skilvísum viðskiptavinum í Stofni hluta af iðgjöldum síðasta árs endurgreidd ÁVÍSUN Á ÁNÆGJU Vantar þig að stoð? Hringdu og við aðstoðu m þig við að i nnleysa tékkan n. 440 20 00

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.