Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 18
Týndu Börnin 2. hluti Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is É g seldi, rændi og kúgaði,“ segir 15 ára drengur sem hefur verið virkur í neyslu fíkniefna frá því hann var 12 ára og er einn af „týndu drengj- unum“ sem Fréttatíminn talaði við vegna úttektar um „týndu börnin“ svokölluðu – börn sem strokið hafa að heiman um lengri eða skemmri tíma. Eftir mörgum þeirra hefur verið lýst í fjölmiðlum. Tekið skal fram að ekki eru öll þeirra barna sem lýst er eftir í neyslu. Sum eiga við hegðunarvanda að stríða eða annars konar vanlíðan og strjúka að heiman af þeim sökum. Ofbeldi og glæpir einkennir líf þeirra drengja sem eru í neyslu og Fréttatíminn ræddi við. Þeir eru jafnframt mun líklegri til að byrja fyrr að sprauta sig en stúlkurnar og hjálpa þá hver öðrum. Neysla drengja og stúlkna er ólík og sömuleiðis aðferðir þeirra til að ná sér í efni. Viðhorf þeirra til neyslunnar eru jafnframt mismunandi eftir kynjum – þær stúlkur sem Fréttatíminn ræddi við líta á neyslu sína sem „djamm“ en drengirnir horfast frekar í augu við að þeir séu fíklar. Þeir byrja jafnframt fyrr að sprauta sig enda virðast viðhorf þeirra gagnvart því að sprauta sig önnur en stúlkna. Stúlkurnar líta frekar niður til sprautufíkla en drengirnir, sem líta á það sem nokkuð eðlilega þróun á neyslumynstrinu. Drengirnir fara í „missjón“ Á meðan stúlkurnar fá ókeypis „djús“, eins og týndu börnin kalla fíkniefnin, en sofa þess í stað hjá þeim sem gefa þeim dópið, leiðast drengirn- ir út í glæpi til að fjármagna neysluna. Þeir fara í svokallað „missjón“, ýmist stela eftir pöntun eða stela því sem þeir ná í og koma í verð eða greiða fyrir fíkniefni með þýfinu. „Sumir finna eitthvert missjón, fara á röltið og á staði sem þeir vita að séu góðir, hringja svo í dílerinn sinn og bjóða honum skipti,“ segir einn fimmtán ára sem Fréttatíminn talaði við. Sá hefur verið í neyslu frá því hann var 11 ára en hefur nú verið edrú í um sex vikur. Hann segist hafa séð sér fyrir efni með þjófnaði og fjársvikum. „Maður stelur bara kortum og fer í búð og kaupir eitt- hvað og biður um að það sé „tekið yfir“,“ segir hann. Þannig nær hann smám saman dágóðri upphæð úr hverju korti sem hann stelur. „Svo fer maður í menntaskólana,“ segir annar dreng- ur, 18 ára, sem hefur verið í neyslu frá 12 ára aldri. „Maður stelur úlpum og símum og tölvum og bara öllu sem maður nær,“ segir hann. Drengirnir segja að stúlkurnar séu meira í því að sofa hjá gaurum sem gefa þeim dóp en strákarnir í ránum og stuldi. Þó komi það fyrir að drengir selji sig. „Þá helst í gegnum netið,“ segir einn. Margir drengjanna hafa steypt sér í skuldir vegna neyslu sinnar. Refsingin við skuld sem komin er á gjalddaga eru barsmíðar og mis- þyrmingar hvers konar – eða drengurinn er fenginn til að fremja glæp eftir pöntun, til að mynda vopnað rán. „Ég hef alltaf passað mig á því að skulda ekki meira en ég veit að ég get borgað,“ segir einn 15 ára. „Ég veit um marga stráka sem hafa verið lamdir. Einn strákur sem ég þekki skuldaði félaga sínum pening. Þeir voru mjög góðir vinir en hann borgaði ekki þannig að einn daginn kom strákurinn á bíl og Týndir í heimi óttans „Týndu drengirnir“, ungir drengir sem eru virkir í neyslu fíkniefna, fjármagna neyslu sína með afbrotum. Þeir eru mun líklegri til að sprauta sig en stúlkurnar og byrja fyrr í harðri neyslu. Þeir lifa í heimi óttans þar sem ofbeldi og misþyrmingar eru daglegt brauð – því ef þeir borga ekki dílerunum sínum er þeim misþyrmt hrottalega. Einn daginn kom strákurinn á bíl og sótti hann og skutlaði honum til annarra stráka sem lömdu hann í spað og skildu hann eftir blæðandi á götunni. sótti hann og skutlaði honum til annarra stráka sem lömdu hann í spað og skildu hann eftir blæðandi á götunni. Þeir voru áfram bestu vinir eftir þetta, þótt þetta hafi gerst,“ segir hann. Neyddur í vopnað rán Annar, 16 ára, segist einu sinni hafa lent í svokölluðu „stikköppi“. „Ég var einn og ætlaði að fara að kaupa þegar dílerinn og gaurarnir sem voru með honum hótuðu mér og neyddu mig til að fremja vopnað rán. Ég var þrettán ára og þorði ekki að neita þannig að ég gerði það, framdi vopnað rán í sjoppu og lét þá hafa peninginn. Í dag hefði ég sagt nei og bara verið laminn,“ segir hann. Drengur á 18 ári segist hafa þurft að „láta sig hverfa“ í tvo mánuði því hann skuldaði rúmar tvö hundruð þúsund krónur vegna fíkniefna. Það hafi dugað til og hann hafi sloppið við að vera laminn. Hann lenti hins vegar í því að vera píndur í vopnað rán, ekki ósvipað því sem annar drengur lýsti hér á undan. Hann hefur farið í „missjónir“, stundað fjársvik með kortum og selt fíkni- efni, bæði fyrir peninga og fyrir skammt. Sala á fíkniefnum kallast „að kasta út“. „Það eru allir að selja núna og það er ótrúlega auðvelt að útvega sér efni,“ segir hann. Hann hefur orðið vitni að miklum mis- þyrmingum þar sem ungir drengir liggja al- Framhald á næstu síðu 18 úttekt Helgin 15.-17. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.