Fréttatíminn - 15.02.2013, Síða 30
samt búinn að vera helvíti strangur. Við
byrjuðum að æfa Grjótið í ágúst, svo fór ég
í Bastarða uppi í Borgarleikhúsi og svo í
Macbeth, þannig að þetta er fjórða verkið
á vetrinum og það teljum við nú gott. Þetta
er alltaf vertíð í þessum bransa en það
er vissulega búin að vera mikil keyrsla á
þessu ári en ég er ekkert þreyttur. “
Hilmir Snær er einn ástsælasti leikari
þjóðarinnar. Ferill hans er orðinn langur
og glæsilegur, bæði á sviði og í kvikmynd-
um. Hann þykir hafa verið í fantaformi
undanfarið en hvað heldur hann sjálfur?
Er hann að toppa á ferlinum núna?
„Ég ætla að vona að ég sé ekki að toppa
núna. Þá er bara leiðin niður eftir,“ segir
Hilmir. „Ég veit það ekki en maður er von-
andi farinn að kunna eitthvað meira en
maður gerði áður. Ég held að það sé nú
alltaf málið.“
Stöðug dagdrykkja
Johnny Byron drekkur dagana langa en
Hilmir getur ekki leyft sér að elta persón-
una í þeim efnum og hefur lítið látið sjá sig
á börum. „Það er nú voðalega lítið þegar
maður er með svona mikið í gangi. Enda
er það bara ágætt. Að klára bara vertíð-
ina fyrst...,“ segir Hilmir og hlær prakk-
aralega. „Þegar maður er með mikinn
texta og svona mikla vinnu þá þýðir ósköp
lítið að vera óskýr í kollinum. Maður getur
samt fengið sér eina og eina rauðvín með
matnum og svona. Þegar maður á smá frí.“
Önnur lögmál gilda um Johnny. „Hann
drekkur allan daginn, tekur spítt og kók.
Reykir gras og allt það sem fólk á ekki að
gera. Ungdómurinn í bænum safnast að
honum sem og gamlir félagar sem eru í
kringum hann og lifa svolítið á honum.
Hann kallar þetta stundum rottur.
En það er gaman að vera í kringum
Johnny. Hann er mikill sögumaður og við
vitum svosem ekki alltaf hvort hann er að
ljúga eða segja satt, enda skiptir það ekki
öllu máli þegar góð saga er á ferðinni.
Hann er gleðimaður og það er greinilega
alltaf stuð í hans félagsskap.“
Baráttan við normið
Fyrirheitna landið hverfist þó um annað
og meira en óreglu og sukk. „Ég held
samt sem áður að dópið og drykkjan sé
einhvern veginn ekki aðalmálið í verkinu.
Þetta snýst ekki beinlínis um það,“ segir
Hilmir. „Auðvitað er hann svoleiðis mað-
ur. Og þessir krakkar sem eru í kringum
hann eru svolítið svoleiðis fólk þótt þau
séu kannski meira að djamma um helgar
og þannig. En þetta snýst kannski meira
bara um baráttu hans fyrir að fá að vera
sá maður sem hann er. Á þeim stað sem
hann er,“ segir Hilmir um Johnny sem er
af því sauðahúsi sem fólk vill alla jafna
losa sig við og sem minnst vita af. „Í nú-
tímasamfélagi finnst okkur við alltaf þurfa
að losa okkur við fólk sem vill ekki alveg
lúta sömu lögum og við sjálf. Við viljum
ekki sjá til dæmis sígauna og fólk sem
lifir á jaðrinum. Johnny er í þessari stöðu.
Leikurinn gerist á afmæli Elísabetar
drottningar. Hátíðarhöld eru í aðsigi og
þetta er eiginlega síðasti dagurinn hans
þar sem hann er óhultur á þessum stað.
Við sjáum ferli hans vera að ljúka þannig
að ég held að þetta sé meira um baráttuna
milli normsins, innan gæsalappa „venju-
lega fólksins“, og jaðarfólksins. Innan
gæsalappa vegna þess að svo kemur í ljós
að venjulega fólkið er með margt undir
Úrvalið er í Útilíf
Láttu hart
mæta hörðu
Nú eru hjálmadagar í Útilíf,
20% afsláttur af öllum
skíða- og brettahjálmum.
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
E ftir heilmikið villuráf um mannlausa ranghala Þjóð-leikhússins finnst Hilmir
Snær á stóra sviðinu þar sem búið
er að koma fyrir gamalli rútu í
heilu lagi. Miðpunkti glæsilegrar
leikmyndar verksins Fyrirheitna
landið–Jerúsalem eftir Jez Butter-
worth.
Hilmir Snær fer með aðalhlut-
verkið í sýningunni sem verður
frumsýnd um næstu helgi. Óhætt
er að segja að sýningin muni hvíla
á herðum leikarans sem verður á
sviði allan tímann í hlutverki upp-
reisnarmannsins og flækingsins
Johnny Byron.
Hilmir Snær er greinilega vel
heima í umhverfinu sem leik-
myndahönnuðurinn Finnur Arnar
Arnarson hefur skapað. Fúlskeggj-
aður og dálítið rustalegur fellur
leikarinn mjög eðlilega inn í sviðs-
myndina. En af hverju allt þetta
skegg? Er hann að elta skeggtísk-
una sem nú er alls ráðandi?
„Nei. Þetta er Johnny Byron-
skeggið. Maður leggur þetta á sig
í óþökk margra,“ segir Hilmir og
hlær. „Johnny er svolítið villtur
karakter og þá er gaman að vera
svolítið ljótur. Hann er ekki bein-
línis umhirðusemin holdi klædd.
Þannig að það er fínt að vera
svolítið druslulegur, svo er þetta
voðalega þægilegt yfir veturinn.“
Bjartur, Megas, Mussolini
og Hilmir
„Johnny er svolítill „white trash“-
gaur en það er einhver sígauni í
honum líka,“ segir Hilmir þegar
hann heldur áfram að tala um
persónuna sem hefur tekið sér
bólfestu í höfði hans þessi dægrin.
„Þetta er náungi sem hefur ferðast
á milli bæja á rútunni sinni og býr
þar sem honum líður vel hverju
sinni. Hann er reyndar búinn að
vera svolítið lengi hérna, í útjaðri
bæjarins, og fólk vill fara að losna
við hann. Hann hefur svolítið
strandað þarna, eins og kannski
í lífinu sjálfu. Hann er svona an-
arkisti sem hefur sagt sig svolítið
úr samfélagi mannanna. Neitar
bara að lifa samkvæmt einhverj-
um stöðlum og normum en á móti
kemur að hann verður svolítið eftir
á vissan hátt líka.“
Eins og lýsingar leikarans
benda til hlýtur Johnny að vera
persóna sem gaman er að eiga við.
„Þetta er mjög skemmtileg týpa.
Ætli hann sé ekki blanda af Bjarti
í Sumarhúsum, Megasi, Mussolini
og mér. Maður verður nú alltaf að
setja eitthvað af sjálfum sér svona
með,“ glottir Hilmir. „En það er
ekki mikið af mér þarna. En eitt-
hvað þó.“
Hilmir hefur haft í nógu að
snúast á leikárinu og í kolli hans
hafa ýmsar persónur fengið að
leika lausum hala. Hann lék
blóði drifinn Bancquo í Macbeth,
bregður sér enn í ýmissa kvikinda
líki í Með fulla vasa af grjóti og nú
er röðin komin að Johnny Byron
að taka sviðið. Þá lék hann einnig
með Vesturporti í Bastörðum á
síðasta ári. „Macbeth er nú dottið
út þannig að nú eru það Með fulla
vasa af grjóti og Fyrirheitna land-
ið. En þetta er ekkert sem maður
lifir ekki af og svo er maður bráð-
um kominn í frí á daginn. Þetta er
eiginlega bara búið í vetur sem er
Veturinn hefur verið annasamur hjá leikaranum Hilmi Snæ
Guðnasyni. Hann hefur verið á fleygiferð með Stefáni Karli
Stefánssyni í verkinu Með fulla vasa af grjóti, hann tróð upp
með Vesturporti í Bastörðum, fór mikinn, baðaður blóði, í
Macbeth og lýkur nú vetrinum í hlutverki utangarðsmanns og
fyllibyttu í Fyrirheitna landinu. Ólíkt þeirri persónu hefur hann
haft lítinn tíma til að djamma og djúsa en sér fram á gott og
langt sumar með hestunum sínum. Hestamennskan er hans
jóga, jafnvel þegar hann er bara að moka skítinn.
Úr blóðbaði í sukk og svínarí
Þegar maður
er með mikinn
texta og svona
mikla vinnu
þá þýðir ósköp
lítið að vera
óskýr í koll-
inum. Maður
getur samt
fengið sér
eina og eina
rauðvín með
matnum og
svona.
30 viðtal Helgin 15.-17. febrúar 2013