Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 35

Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 35
SJÁÐU ÍSLAND OG KÍNA TEFLA UM HELGINA Landskeppni Íslands og Kína í skák fer fram í Arion banka, Borgartúni 19, helgina 16.–17. febrúar frá kl. 13 til 17. Spennandi atskákir. Kínverskir ofurstórmeistarar, skákdrottningar og undrabörn. Goðsögnin Friðrik Ólafsson í íslenska liðinu ásamt stórmeisturum og efnilegustu ungmennum landsins. Verið hjartanlega velkomin - kaffi á könnunni. Skáksamband Íslands (SÍ) og Kínversk íslenska menningarfélagið (KÍM) standa að landskeppninni í samvinnu við Skáksamband Kína, og með stuðningi Arion banka, CCP, Promens, Icelandic og Elkem Ísland. Móðir Birgittu, tónlistar- og baráttukonan Bergþóra Árnadóttir, er af mörgum er talin hafa rutt brautina fyrir konur í tónlist. Bergþóra lenti í bílslysi fyrir um 19 árum og brotnaði á úlnliðum. Vegna slyssins gat hún lítið spilað. Hún fór í gegnum erfið veikindi í kjölfarið. „Ef þú tekur svona „museið“ burt frá einhverjum þá deyr eitt- hvað í þeim,“ útskýrir Birgitta. Aðstandendur Bergþóru halda árlega minningar- tónleika henni til heiðurs og er áhersla lögð á að fá nýtt tónlistarfólk til þess að flytja tónlist hennar og halda minningu hennar þannig á lífi. Tónleikarnir verða haldnir í Salnum í Kópavogi í kvöld og í Hofi á Akureyri annað kvöld. Skömmu eftir atvikið flutt- ist Birgitta því ásamt Bergþóru móður sinni til Danmerkur í einangrun. „Ég hringdi ekki í neinn og skrifaði bara sendibréf. Ég sinnti sköpuninni fyrst og fremst. Þetta var erfitt en gefandi tímabil og ég kom til baka frá því að vera mann- eskja sem hataði sjálfa sig til þess að vera manneskja sem elskaði sig en það að elska sig er grunnfor- senda þess að geta elskað aðra.“ Birgitta kom heim til Íslands full eldmóði og hugðist tileinka líf sitt listinni og skrifum. Hún hafði alist upp við sterkar skoðanir móður sinnar á samfélaginu og bjó að kraftinum sem hafði einkennt móð- ur hennar og listafólk þess tíma. „Þá þótti mjög mikilvægt að tónlistarfólk og annað listafólk hefði sterkar skoðanir á samfé- laginu sínu. Listamenn eru í eðli sínu aðgerðarsinnar því þeir færa til ríkjandi viðmið og opna sýn. Sjálf ætlaði ég alltaf að vera skáld, og ætla ennþá,“ segir Birgitta. Hún útskýrir að orðið sjálft fylli hana lotningu og hún beri mikla virðingu fyrir skáldum og rithöf- undum. „Ég var svakalega dramatísk á þessum ungskáldatíma. Talaði alveg löturhægt og meðvitað, eins og gamall kall. Allt sem kom út úr mér var yfirfarið og ritskoðað. Vinir mínir voru allir í að selja ljóðabækurnar sínar á kaffihúsum og ég man ég gat ekki hugsað mér það að selja barnið mitt með þeim hætti,“ segir Birgitta með miklu látbragði og hlær. „Ég sagði alltaf að fyrsta bókin mín kæmi út hjá stærstu bókaútgáfunni á Íslandi og það stóðst. Ég fékk loksins út- gefna bók og var jafnframt yngsta skáldið í Skólaljóðum. Ég man hvað mamma var stolt, enda gerði hún lag við ljóðið mitt. Hún notaði nefnilega Skólaljóðin mikið í sinni tónlistarsköpun. Það er eitthvern veginn þannig að ef þú tekur ákvörðun um eitthvað rétt og stendur með henni þá gerist það. Þetta hefur einkennt allt líf mitt.“ Birgitta hætti fljótlega í námi og lauk því ekki framhaldsskólaprófi. „Ég var ekki að fá það út úr nám- inu sem ég vildi. Ég þoldi ekki að þurfa að taka aukalega algebru og eitthvað sem ég hataði. Ég skil þá aðferð ekki fyllilega ennþá og finnst hreint ekki í lagi að steypa alla í sama mótið með þessum hætti. Sjálf er ég dugleg að sækja mér þekkingu um þau mál sem eru mér hugleikin. Svo má segja að ég sé með margar diplómur úr skóla lífsins.“ Ástfangin af netinu Árið 1995 segist Birgitta hafa kynnst internetinu og í kjölfarið orðið algjörlega hugfangin af hug- myndinni. Hún var fyrsta íslenska konan til þess að vinna við vefþró- un, en inn í það datt hún að eigin sögn alveg óvart. „Ég varð algjör- lega ástfangin af netinu. Ég sá bara endalausa möguleika um hvernig hægt væri að nota þetta sem tæki til þess að gera hið raunverulega samfélag betra. Vegna þess hve snemma ég byrjaði að fikta mig áfram á netinu, má segja að ég hafi átt þátt í að móta það frá grunni. Fyrir það hef ég fengið viðurkenn- ingu víða um heiminn og nú er ég fyrir mörgum orðin hið pólitíska andlit netsins, en ég er mjög þekkt víða um heiminn, til dæmis vegna baráttu minnar fyrir frelsi internets- ins.“ Viðurkenningin felst meðal annars í því, segir Birgitta, að vera boðin til borðs með öllum helstu sérfræðingum internetsins. Það eigi þó ekki við hér heima. „Ég hef alltaf verið frekar utangátta í ís- lensku samfélagi,“ útskýrir hún og segir jafn- framt að netið hafi gert sér kleift að ná sam- bandi við fólk sem hún dái mikið og virði. Á meðal þeirra sem hafi haft samband við hana sé Naomi Klein, útgefandi Noam Chomski og Naomi Wolf sem bauðst til þess að aðstoða Birgittu með komandi Bandaríkjaför hennar. Þar hyggst Birgitta láta reyna á réttindi sín og lýsa opinberlega yfir stuðningi við Bradley Manning, með listsýningu. „Hún bauðst til þess að hjálpa mér að setja upp sýninguna. Það er eitthvað svo æðislegt við þennan stuðning,“ segir Birgitta dreymin og bætir við að þetta þýði þó ekki að hún muni snúa baki við löndum sínum og pólitíkinni hér á landi. En hún vinnur nú að kappi við mótun Píratahreyfingarinnar. „Sú vinna er alltaf númer eitt hjá mér. Mér þykir svo vænt um landið mitt og hér á þinginu get ég haft áhrif á framtíð þess.“ Birgitta bætir við að sér finnist þó sem Ís- lendingar megi vera meira vakandi fyrir því sem í gangi er, í samfélaginu, náttúrunni og ekki síst inni á þinginu sjálfu. „Verum öll meira vakandi fyrir okkur, því það skiptir máli.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Minningartónleikar Bergþóru Ég man hvað mamma var stolt, enda gerði hún lag við ljóðið mitt. viðtal 35 Helgin 15.-17. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.