Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 38
38 páskabjór Helgin 15.-17. febrúar 2013 Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ Páskarnir byrja með Bock Félagar í Fágun, félagi áhugamanna um gerjun, smakka þorrabjórinn í ár  Páskabjórinn 2013 Páskakaldi 5,2% 33 cl. 369 kr. Ummæli dómnefndar: Flottur litur og fínn haus. Mikið súkkulaði og lakkrís í lyktinni. Karamella. Líka maís sem er ekki endilega það sem maður vill. Góð áferð í munni. Það er pínu beiskja sem situr eftir, hún minnir á Einiberja Bock-inn. Kaldi fer ekki langt frá formúlunni sinni en þetta er fínn bjór. Ágætis páskabjór. Júdas Quadrupel 10,5% 33 cl. 757 kr. Ummæli dómnefndar: Þetta er algjörlega frábært nafn! Þetta er belgískur quad-bjór. Það enginn karakter í lyktinni. Smá nougat. En bragðið er flott. Bjórnördar munu gleðjast yfir þessum. Það er töluvert af áfengi í lyktinni en ekki í bragðinu. Það er púðursykur í honum. Áferðin er fín, bragðið geymist vel á tungunni. Þetta er bjór sem er gaman að geyma. Júdas svíkur ekki bjórnörd inn en hann fær kannski ekki marga lærisveina hjá almenningi. Víking páskabjór 4,8% 33 cl. 339 kr. Ummæli dómnefndar: Hann er koparrauður á litinn, koníakslegur. Góð lykt, karamellulykt. Flottur haus. Hann rennur ljúft niður en það ekkert sem sker sig úr í bragðinu. Hann er nokkuð „plein“ og venjulegur. Góður árs- tíðarbjór en gæti allt eins verið jólabjór eða þorrabjór. Heiðarlegur bjór. Ljúfur. Páskagull 5,2% 33 cl. 299 kr. Ummæli dómnefndar: Sama gamla Gull-lyktin, metall og maís. Ekki góð lykt. Pínu appel- sínulykt. Þetta er ekki spennandi bjór. Það er eins og hann þurrki á manni munninn. Þetta er kannski spennandi fyrir þá sem drekka Gull, þarna fá þeir aðeins meira bragð. 69% DómnefnD 84% DómnefnD 76% DómnefnD 50% DómnefnD Páska Bock 6,7% 33 cl. 429 kr. Ummæli dómnefndar: Það er sæt karamella í lyktinni og súkkulaði. Mikið malt. Og áfengi. Humlar. Flott froða, fal- legur haus. Bragðið er frábært, ég er ánægður með hann. Þetta er vel sætur og skemmtilegur bjór. Það er flottur ball- ans í honum. Hann er rosalega skemmtilegur. Rúnnaður. Að drekka þennan bjór er eins og að hlusta á góða tónlist; þetta er góð heild en þú getur líka notið þess að hlusta á hvert hljóðfæri. 87% DómnefnD Þ að eru enn tæpar sex vikur til páska en bjóráhugamenn ættu að komast í rétta skapið fyrir hátíðina fyrr en aðrir. Páska- bjórinn var nefnilega settur í sölu í vikunni. Eins og fjallað hefur verið um í Fréttatím- anum hefur verið mikil gróska í framleiðslu árstíðabjóra hér á landi síðustu misseri. Þorra- vertíðin stendur til dæmis enn og nú bætast við sjö sérbrugg- aðir íslenskir páskabjórar. Sex þeirra voru lagðir fyrir dóm- nefnd Fréttatímans, en brugg- húsið Gæðingur sá sér ekki fært að senda sinn páskabjór í smökkunina. Að vanda voru það félagar í Fágun, félagi áhugamanna um gerjun, sem smökkuðu þá bjóra sem hér er fjallað um. Yfir fimm- tíu manns eru í félaginu um þessar mundir, flestir einstakir áhugamenn um bjór og bjórmenn- ingu. Fjórmenningarnir voru ánægðir með páskabjórana í ár. Helgi Þórir Sveinsson 25 ára hagfræðinemi. Hefur bruggað í tvö ár og er meðlimur í Fágun. Belgískir bjórar og porterar eru í uppáhaldi. DómnefnDin Hrafnkell Freyr Magnússon 30 ára eigandi brugg- verslunarinnar brew.is. Meðlimur í Fágun í rúm 2 ár en hefur bruggað sjálfur í 3 ár. Amerískir IPA-bjórar eru í uppáhaldi. Rúnar Ingi Hannah 42 ára úrsmiður og starfs- maður Isavia. Hefur verið meðlimur í Fágun í tæp tvö ár og hefur bruggað jafnlengi. Skoskt öl er uppáhalds bjórstíll Rúnars. Viðar Hrafn Steingrímsson 39 ára Hafnfirðingur. Hefur bruggað í rúm tvö ár og verið meðlimur í Fágun jafnlengi. Viðar heldur mest upp á enska bittera. Steðji páskabjór 4,9% 33 cl. 370 kr. Ummæli dómnefndar: Þarna fáum við lykt! Þetta er blómalykt, al- veg heill blómvöndur. Lyktin er af ylliblómi. Liturinn er eiginlega eins og pilsner. Hann er of þunnur. Steðji fær stóran plús fyrir að gera eitthvað öðruvísi en keppinautarnir. Um jólin var það lakkrís- bjór og nú þetta. Þetta er brugghús sem þorir. Þetta er spennandi ný tilraun. Þessi á eftir slá í gegn hjá sumum. 71% DómnefnD Fjórmenningarnir í Fágun skála fyrir páskabjórstímabilinu sem nú er runnið upp. Lj ós m yn d/ H ar i Höskuldur Daði Magnússon og Haraldur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is BESTUR FYRIR FJÖLDANN SIGURVEGARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.