Fréttatíminn - 15.02.2013, Page 43
Njóttu lífsins með
heilbrigðum lífsstíl
KEA-skyr er frábær hollustuvara sem einungis er unnin úr náttúrulegum hráefnum.
KEA-skyr er einstaklega næringarríkt, það inniheldur hágæðaprótein og er fitulaust.
KEA-skyr er góður kostur fyrir alla þá sem hafa hollustuna í fyrirrúmi og vilja lifa á
heilsusamlegan hátt.
Fegurð - Hreysti - Hollusta
mín, höfum verið að fá fyrir-
spurnir um svona námskeið í
einhvern tíma svo við ákváðum
að slá til. Við erum samt alls
ekki fyrst til þess að bjóða
upp á svona kennslu. Þvert á
móti virðist þetta hafa komið í
bylgjum svona í gegnum árin.
Ætli það sé bara ekki af nógu að
taka,“ útskýrir Margrét.
Ekki fyrir joggingdýr
Að sögn Margrétar virðast nám-
skeiðin vera vinsælli hjá vin-
kvennahópum en einstaklingum
og segir Margrét það jákvætt.
„Það er ótrúlega gott að stelpur
finni og geti notað vettvang sem
þennan til þess að byggja sig
upp saman. Það er líka nauðsyn-
legt að læra að þekkja líkama
sinn og klappa sjálfri sér um
leið og lærin og rassinn hristast.
Þetta eru þrusugóðar æfingar
og mjög skemmtilegar. Ég hvet
líka þátttakendur til þess að
koma svolítið til hafðar hvernig
sem það er svo túlkað. Það
skemmir ekkert að setja á sig
maskara og vera svolítil pæja.
Það passar bara ekki hafa ein-
tóm joggingdýr í kvennahlaups-
bolum að dansa Beyoncé,“
útskýrir Margrét kímin en hún
hefur ekki neinar áhyggjur af
gagnrýnisröddum sem kunni
að berast vegna þessara fyrir-
mæla, eða námskeiðsins sjálfs
og segist þreytt á þeirri pressu
sem konur finni fyrir úr öllum
áttum.
„Það er nefnilega mjög áhuga-
vert að hugsa til þess að ef þú
ert eins og Lena Dunham er
það femínískt að sýna líkamann
en ef þú ert með líkama eins og
Beyoncé þá er það ekki femín-
ískt.“
Sjálf segir Margrét að sér leið-
ist líkamsrækt sem virkar ekki
örvandi á hugann um leið. „Svo
ég geri orð frænda míns, Egils
Ólafssonar, að mínum þá gera
æfingar sem innihalda stöð-
ugar endurtekningar þig ekki
aðeins grannan, heldur líka vit-
grannan. Dansæfingar eru mjög
örvandi á marga vegu og það er
ótrúlega gaman að dansa. Enda
reikna ég með að tímarnir eigi
fyrst og fremst eftir að snúast
um gleði, hlátur og mikið fjör.“
Margrét segir að vonandi
dugi námskeiðin þrjú til svo
þau sem hafi áhuga komist öll
örugglega að. Aðallega séu
þetta konur en þó hafi einn karl
skráð sig. „Hann er bara einn og
skilur ekkert í því.“
Allar nánari upplýsingar um
námskeiðin má finna hjá Kram-
húsinu.
María Lilja Þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
Gleraugnaverslunin þín
PIPA
R\TBW
A
• SÍA
• 130492
MJÓDDIN
Álfabakka 14
Sími 587 2123
FJÖRÐUR
Fjarðargötu 13-15
Sími 555 4789
SELFOSS
Austurvegi 4
Sími 482 3949
Tilboð í
Augastað
Frí lesgler
þegar þú kaupir margskipt
gleraugu í Augastað
Lesgler fylgja með ef
þú kaupir margskipt gler
og umgjörð í Augastað.
Tilboðið gildir til 15. mars 2013.