Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 63

Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 63
 Karl Berndsen Varpar nýju ljósi Tekur skógræktarbónda í gegn Tískumeistarinn og Karl Berndsen snýr aftur með þátt sinn Í nýju ljósi á Stöð 2 í næsta mánuði. Hann segist feta nýjar slóðir að þessu sinni og tekur nú karl- menn, sem eru lítt meðvitaðir um strauma og stefnur í tískunni, hressilega í gegn. Meðal þeirra sem lenda í silkimjúkum klóm Kalla að þessu sinni eru skógrækt- arbóndi og rennismiður. „Þetta verður miklu fjölbreyttara en áður,“ sagði Kalli þegar Fréttatíminn náði tali af honum þar sem hann var á fullu að klippa og lita hár á nýju stofunni sinni í Kringlunni. „Við förum víða núna og komum við á ýmsum stöðum. Og hver og einn þátttakandi fer í alls konar meðferðir og aðgerðir,“ segir Kalli nokkuð leyndardómsfullur. „Við erum aðeins að prufa nýja hluti. Margt sem meira að segja ég hafði ekki hug- mynd um að væru til fyrr en ég byrjaði að gera þessa þætti.“ Kalli segir að sér hafi komið á óvart hversu karlarnir brugðst vel og einlægt við breytingunum sem hann gerði á þeim. „Ég er með bónda, rennismið og iðn- aðarmann. Bóndinn er skógræktarbóndi og var mjög svalur og skondið að breyta honum,“ segir Kalli. „Maður getur aldrei séð fyrir hver viðbrögð fólks verða. Sumir láta eins og ekkert sé en sumir missa sig bara alveg. Mér fannst gaman að sjá karlana vegna þess að maður hélt að þeir yrðu öðruvísi en þeir voru eiginlega bara einlægari ef eitthvað er.“ Kalli segir að fyrst og fremst snúist þetta allt um það hjá honum að fylla fólkið öryggi og sjálfstrausti. „Þá glansa nú flestir yfirleitt.“ -þþ Kalli átti skemmtilegar stundir með skógræktarbóndanum sem tók miklum breyt- ingum í meðförum meistarans. Þ óra Emilsdóttir, sem starfar hjá fjár-málaskrifstofu Reykjavíkurborgar, hefur heldur betur lífgað upp á Facebook með myndum af sjálfri sér með frægu fólki. Hún segist hafa byrjað á þessu fyrir aldamót í fíflagangi þegar hún og eiginmaður hennar brugðu undir sig betri fætinum ásamt vinum sínum í borginni. Þetta var að sjálfsögðu löngu fyrir daga Facebook en fyrir nokkrum árum byrjaði maðurinn hennar að safna myndunum saman í myndaalbúmi á samfélagsmiðl- inum. Í kjölfarið skoraði vinkona Þóru á hana í keppni um hvor næði fleiri myndum af sér með þekktu fólki og skemmst er frá því að segja að Þóra sigraði í þeirri keppni enda telja myndir hennar á Facebook ein- hverja tugi. „Hún er svo mikil gunga að hún hefur ekki þorað að biðja nokkra manneskju um að vera með sér á mynd,“ segir Þóra og hlær. „En ég tók þessari áskorun frekar alvarlega og stökk til hvort sem ég var á læknabiðstofu eða bara í Bónus eða hvar sem er. Ef ég rakst á einhvern þá spurði ég bara hvort ég mætti ekki fá mynd. Mér hefur alltaf verið vel tekið og allir hafa haft húmor fyrir þessu og verið mjög jákvæðir.“ Eftir að vinkona Þóru játaði sig sigraða hefur Þóra verið róleg innan um fræga fólkið en er ekki endilega alveg hætt. „Það er aldrei að vita. Kannski einhvern tíma ef maður er í stemningu og sér einhvern.“ Þóra segist ekki hafa lagst í eltingaleiki við fólkið á myndunum heldur gripið tæki- færin þegar þau gáfust en miðað við ár- angurinn hlýtur hún að teljast ansi hittin. „Þetta er nú aðallega skemmtiatriði fyrir vini okkar hjóna en svo eru einhverjir sem slæðast þarna inn og skoða þetta. Þetta er búið að skemmta mörgum og mikið búið að hlæja að sumum myndanna.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Þetta er búið að skemmta mörgum og mikið búið að hlæja að sumum myndanna. Þóra með frægum Þóra Emilsdóttir heldur úti býsna hressilegri Facebook-síðu sem hún kallar Þóra með frægum. Þar birtir myndir hún myndir af sér ásamt þekktum Íslendingum. Hún segir þetta hafa byrjað í fíflagangi sem varð síðan að keppni við vinkonu hennar um hvor þeirra gæti safnað fleiri myndum af sér með frægum. Þóra malaði vinkonuna og hefur heldur hægt á sér í söfnuninni en er ekki viss um að hún sé alveg hætt.  Þóra var í strípum þegar hún rakst á Engilbert Jensen í hárgreiðslu- stofunni og þá var ekki annað til ráða en að rjúka til með hettuna á höfðinu. „Hann var mjög ánægður með þetta. Að fá mynd og að maður skyldi þekkja hann frægan. Hann var til í þetta þegar búið væri að blása hann.  Egill Helgason var í góðum fílíng með flotta húfu þegar Þóra rambaði á hann. Forsetafrúin Dorrit Moussaieff er alltaf hress og til í að bregða á leik.  Þóra laumaði sér inn á mynd með Árna Johnsen í Hrísey fyrir þremur eða fjórum árum. Þingmað- urinn var alveg grunlaus og er einn fárra sem hún hefur ekki beðið um að vera með sér á mynd. En eftir að þessi mynd var tekinn var ekki aftur snúið. „Þetta er að vísu svakaleg mynd af mér en það er kannski líka það sem gerir myndirnar og þetta svo skemmtilegt, að maður er ekki alltaf jafn fallegur á mynd- unum. Maður getur ekki sleppt tækifærunum þegar þau gefast!“  Páll Óskar kann að stilla sér upp með aðdáendum.      Eddan í skugga feðraveldis Kvikmynda- og sjónvarps- bransinn heldur árshátíð sína, sem kennd er við Edduna, á laugardagskvöld og þá verður hinum eftirsóttu Eddu-verðlaunum úthlutað. Heldur þykir það skyggja á gleðina þetta árið að ekki tókst að fylla flokka bestu leikkvenna í aðal- og aukahlutverki en aðeins þrjár konur eru tilnefndar í stað fimm í flokkunum tveimur. Þá er heldur engin kona í fimm manna úrslitum í kosningunni um titilinn Sjónvarpsmaður ársins. Sara Dögg Ásgeirsdóttir sem leikur hina vösku blaðakonu Láru í Pressu III er tilnefnd sem besta leikkonan ásamt Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur í Frost og Elínu Petersdottur í Stars Above. Þá vantar tvær leikkonur til viðbótar og því ljóst að skortur hlýtur að vera á vel skrifuðum hlutverkum fyrir konur og blaðakonan Lára hlýtur að teljast helsta valkyrjan í íslensku sjónvarpi á síðasta ári. Hraunbæ 115 - 110 Reykjavík - S: 567 4200 GOTT VERÐ Eyþór Ingi á uppleið Skammt er stórra högga á milli hjá söngvaranum Eyþóri Inga. Í byrjun mánaðarins sigraði hann í Söngva- keppninni og tryggði sér flugmiða á Eurovision í Malmö í vor. Á laugar- daginn hlotnast honum síðan sá heiður að fá að vera gestaleikari hjá Spaugstofunni á Stöð 2. Eyþór sleppur tæplega við að gera grín að sjálfum sér í klóm Spaugstofu- manna en hvað sem öllu sprelli líður liggur ljóst fyrir að kappinn mun taka lagið. Ágætis upphitun fyrir skrípaleik- inn í Svíþjóð í maí. Súrt kvöld hjá Steingrími J. Steingrímur J. Sigfússon atvinnu- málaráðherra komst í hann krappan á þorrablóti á Þórshöfn á Langanesi laugardaginn 26. janúar þegar blóðheitur sjómaður reyndi að berja ráðherrann. Eiríkur Jóns- son blaðamaður greinir frá þessu á fréttavef sínum eirikurjons- son.is og hefur eftir heimamönnum að sjóarinn æsti hafi verið aðkomumað- ur. Skipsfélagar hans náðu að yfirbuga manninn áður en illa fór en lífvörður og bílstjóri Stein- gríms þótti helst til svifaseinn í atganginum. 62 dægurmál Helgin 15.-17. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.