Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.01.2012, Page 10

Fréttatíminn - 06.01.2012, Page 10
G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og fáðu Intiga til prufu í vikutíma Intiga eru ofurnett heyrnartæki og hönnuð með það fyrir augum að gera aðlögun að notkun heyrnartækja eins auðvelda og hægt er. Hljóðvinnslan er einstaklega mjúk og talmál verður skýrara en þú hefur áður upplifað. Með Intiga verður minna mál að heyra betur í öllum aðstæðum! *Í flokki bak við eyra heyrnartækja sem búa yfir þráðlausri tækni og hljóðstreymingu Heyrnartækni kynnir ... Minnstu heyrnartæki í heimi* Þ að er alrangt að kostn-aður Hafnarfjarðarbæjar aukist um milljarð vegna slælegra vinnubragða við endur- fjármögnun lána bæjarins líkt og Valdimar Svavarsson heldur fram,“ segir Eyjólfur Þór Sæ- mundsson, bæjarfulltrúi Sam- fylkingarinnar, í samtali við Fréttatímann. Líkt og blaðið greindi frá telur Valdimar, sem er oddviti Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórninni, að seinagangur meirihlutans við endurfjármögn- un lána bæjarins muni kosta um milljarð þegar uppi verður staðið vegna þess að öll lán voru gjald- felld þegar eitt lán féll á gjald- daga. Eyjólfur segir það ódrengilegt af Valdimari að setja fram þær fullyrðingar sem hann gerir. „Hann sakar meirihlutann um sleifarlag og að allt of seint hafi verið af stað farið við endurfjár- mögnunina. Þetta er rangt hjá honum. Hörðum höndum var unnið að þessum málum og bæj- arstjórinn, fjármálastjórinn og óháðir ráðgjafar sem að þessu unnu með þeim lögðu hart að sér í þessum málum,“ segir Eyjólfur og bætir við að skilanefnd hins fallna erlenda banka sem bærinn skuldaði hafi hins vegar ekki ver- ið reiðubúin að ganga til samn- inga í tæka tíð fyrir fyrsta gjald- daga þó viðræður væru í gangi. Meintur seinagangur hafi því al- farið verið þeim megin. Eyjólfur segir að um tvo kosti hafi verið að ræða: Annars vegna að endurfjármagna lánin í er- lendri mynt hjá skilanefnd hins fallna Depha-banka eins og gert var eða fjármagna hvern gjald- daga Depha-lánanna innanlands- ins og halda kjörum þeirra lána sem eftir stóðu til gjalddaga. „Þessir kostir hafa verið bornir saman miðað við líklegar for- sendur um verðbólgu og gengi. Ekkert bendir til annars en að fyrri kosturinn, sem valinn var, sé mun hagstæðari og spari bæjarfélaginu hundruð milljóna króna miðað við þann síðari,“ seg- ir Eyjólfur og er algjörlega á önd- verðum meiði við Valdimar sem sagði í samtali við Fréttatímann að niðurstaða hans væri fenginn með einföldum reikningi á vaxta- muni nýju og gömlu lánanna. „Mín niðurstaða er sú að það er enginn fótur fyrir fullyrðing- um Valdimars um að endurfjár- mögnunin sé slæm og kosti bæ- inn um milljarð króna í aukna vexti. Þvert á móti sparar bærinn hundruð milljóna með þeim hag- stæðu kjörum sem hann náði í langvinnum og á tíðum erfiðu við- ræðum við þýsku skilanefndina miðað við þau lánakjör sem bjóð- ast hér innanlands og flest sveit- arfélög hafa orðið að nýta sér. Lánskjörin eru einnig hagstæð miðað við þann nýja veruleika sem nú blasir við á erlendum lánamörkuðum,“ segir Eyjólf- ur. En þess ber að geta að ekki hefur verið upplýst um vaxtakjör Hafnarfjarðar á nýju lánunum að beiðni þýsku skilanefndarinnar. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Heldur bjartara fram undan Þrátt fyrir að langt sé frá að Íslendingar teljist bjart- sýnir á horfur í efnahags- og atvinnumálum um áramót er landinn jákvæðari en hann hefur að jafnaði verið frá hruni. Í desember hækkaði Væntingavísitala Gallup um 4,6 stig frá fyrri mánuði og fór gildi hennar upp í 67,5 stig. Á árinu 2011 mældist vísitalan að meðaltali 60,9 stig, og hefur hún aðeins þrisvar mælst hærri frá hruni en í desember síðastliðnum. Hækkun vísitölunnar skýrist, að því er Greining Íslands- banka segir, að mestu leyti af hækkun á væntingum til ástandsins eftir 6 mánuði. Nánast jafn margir svarendur voru bjartsýnir og svartsýnir á ástandið í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar að hálfu ári liðnu. - jh Svartfuglar friðaðir Starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráð- herra skipaði í september um verndun og endurreisn svartfuglastofna leggur til að fimm tegundir sjófugla af svartfuglaætt verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu næstu fimm árin. Um er að ræða álku, langvíu, stuttnefju, lunda og teistu. Lagabreyting er nauðsynleg til þess að friðunin nái fram að ganga. Umhverfisráðherra undirbýr frumvarp í þá veru. - jh Síðustu hlutar kreppulána Síðustu hlutar lána frá Norðurlöndunum, í kjölfar efnahagshrunsins, hafa verið greiddir til Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu Seðlabankans. Í tengslum við efna- hagsáætlun stjórn- valda var samið um tvíhliða lán frá Norðurlöndunum. Í árslok voru síðustu hlutar þessara lána greiddir hingað. Um er að ræða 887,5 millj- ónir evra, sem samsvarar 141 milljarði króna. Sú fjárhæð bætist við gjaldeyrisforða Seðlabankans. Frá því í októ- ber 2008 hefur Ísland tekið lán sem nema samanlagt um 753 milljörðum króna í því skyni að styrkja gjaldeyris- forða Seðlabanka Íslands. Gjaldeyrisforðinn í heild nemur 1.030 milljörðum króna eða 2/3 af vergri lands- framleiðslu. Vaxtagreiðslur af gjaldeyrislánum nema um 33 milljörðum króna á ári. - jh Aukið öryggi í Hvalfjarðar- göngum Öryggis- og eftirlitsbúnaður í Hvalfjarðargöngunum hefur verið aukinn undanfarna fjórtán mánuði. Kostnaður við framkvæmdirnar nálgast 250 milljónir króna, þar af kostaði nýtt sívöktunarkerfi, sem tekið var í notkun seint á árinu 2010, um 84 milljónir króna. Í tilkynningu á heima- síðu Spalar, sem Skessuhorn greinir frá, segir að vegfar- endur merki á ferðum sínum undir Hvalfjörð að bjartara er nú en áður á köflunum inn af gangamunnum beggja vegna og sömuleiðis sjá þeir á gangaveggjum flóttaljós, sem sett hafa verið upp og vísa á hvorn munna ef rafmagn fer af göngunum. Þá hefur skápum með slökkvitækjum og neyðarsímum verið fjölgað. Unnið var að endur- bótunum til að uppfylla ESB- tilskipun sem tekið hefur gildi hérlendis. - jh Hægt að fylgj- ast með strætó Með nýju rauntímakorti á vef Strætó bs. er nú hægt að fylgjast með ferðum strætis- vagna í rauntíma. Þannig geta strætófarþegar, með hjálp nýjustu tækni, séð hvar vagninn sem þeir ætla að taka sér far með er staddur á hverjum tíma. GPS-búnaður um borð í öllum vögnum gerir farþegum kleift að fylgjast með ferðum vagnanna á vefnum straeto.is. Stað- setning vagnanna er uppfærð á um það bil tíu sekúndna fresti. - jh  Hafnarfjörður Deilur um HagfellDni fjármögnunar Alrangt að endur- fjármögnun auki kostnað um milljarð Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði vísar ásökunum oddvita Sjálfstæðisflokksins um milljarðs kostnaðarauka vegna endurfjármögnunar lána bæjarins til föðurhúsanna. Eyjólfur Þór Sæmundsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, telur málflutning sjálfstæðismanna um aukinn kostnað vegna endurfjármögnunar lána bæjarins vera rangar. Ljósmynd/Hari 10 fréttir Helgin 6.-8. janúar 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.